Vikan

Eksemplar

Vikan - 23.08.1973, Side 33

Vikan - 23.08.1973, Side 33
ar litið fast að andlitinu á henni, og reyndi að kalla nafnið hennar, en ekkert nema ofurlitið muldur heyrðist frá henni. Hann hristi hana i örvæntingu sinni. Hann gat fundið, að hún andaði en höfuðið á henni hneig niður og hann varð að halda henni uppi. Það leið löng stund áður en ringlaður heili hans gat áttað sig. — Það var verið að kæfa þau i út- blástursgasi. Kannski hafði þarna verið notuð pipa eða gúmslanga. Surtees hafði beint út- blæstrinum frá vélinni inn til þeirra. Nú mundi Georg eftir hljóðinu, sem hann hafði heyrt undir gólfinu., Banvænt gasið var að seitla inn i káetuna við hvert slag vélarinnar. Georg hleypti sér i hnút og þaut þangað sem læsta hurðin átti að vera. Hann lenti i henni með öxlina, en féll svo saman á gólfinu, Hjarta hans var fullt skelfingar, en litill kraftur i honum til athafna. Það var eins og hugur hans væri að dauða kominn. Hann gerði aðra tilraun. En hurðin stóðst áhlaupið og ekkert heyrðist nema dynkurinn þegar öxlin á honum lenti i henni. Hann fann ekki til neins verkjar. Hann lagðist á gólfið og kreppti fæturna, sem sneru að hurðinni. Svo lyfti hann fótunum og sparkaði. Það var rétt svo, að hann heyrði skellinn i skó- hælunum á hurðinni. En einhvern- veginn skynjaði hann, að vélin i bátnum hafði stöðvazt. Hann sparkaði aftur og aftur, án þess að hafa verulega stjórn á fótunum. Hann heyrði ekki þegar gréð brotnaði og sá ekki birtuna, sem kom allt i einu. Ósjálfrátt hélt hann áfram að sparka af öllum kröftum. Loksins hitti fóturinn á honum á slag- brandinn að utanverðu og reif hann ^ av lausan. Hurðirnar þutu upp á gátt og I ^ sólskinið fyllti káetuna. Og um leið kom ■ hreintogómengaðloft, enGeorgvarof * langt leiddur til þess að finna verulega muninn . Samt lifgaði þetta hann nægi- lega til þess að geta skriðið til Mary. Hún lá við bekkinn, andlitið náfölt og varaliturinn á henni óhunganleg rauð klessa. Georg togaði i hana og hún valt til. Honum fannst heil eilifð áður en hann gat losað sig. En loks, þegar hann var að draga hana út úr káetunni, sá hann varirnar hreyfast og munninn opnast, og þá vissi hann, að hún hafði andað. Hann grölti á fætur en reikaði eins og drukkinn maður, og greip i það sem fyrir varð, sér til stuðnings. Báturinn var á hraðri hreyfingu. Hann sá hvita öldufalda á sjónum, og vissi þá, að þau voru komin út i strauminn. Bátinn rak skakkann og hann sá, að hann var i þann veginn að berast á hlið inn i gljúfrið. Bakkarnir til beggja handa fóru sihækkandi og nálguðust staðinn þar sem þeir námu næstum saman fimmtiu feta háir við gljúfur- munnann. Georg varð hræðilega óglatt. Hann fann, að fæturnir létu undan, svo að hann varð að halda sér. En svo hristi hann höfuðið og horfði fram fyrir sig. Hann gat séð brúna yfir gilið lengst i búrtu. Þar var eitthvað á hreyfingu. Hann sá smávaxnar mannsmyndir — það voru brúarsmiðirnir. Mary hóstaði. Hann kraup við hlið hennar og reisti hana upp af gólfinu. Augun voru hálfopin og hún andaði djúpt og með erfiðismunum. — Mary! \Sr

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.