Vikan

Útgáva

Vikan - 23.08.1973, Síða 35

Vikan - 23.08.1973, Síða 35
ar Ég vorkenni yður. Tilviljunin stefndi okkur saman á einn stað, eftir fimmtán ár. Mér þykir fyrir þvi, að þér skylduð koma hingað... hópinn maður i einkennisbúningi — það var undirforinginn, sem var fyrir riddaralögregluflokknum i Northbank. — Surtees .... ætlaði að fara að segja. — Wilson liðþjálfi er i veiðihúsinu, greip einhver fram i. — Hapn biður þar eftir Surtees. En nú er betra, að við komum okkur inn i bæinn, áður en við tölum meira um þetta. Þegar mennirnir voru að hjálpa Georg og Mary upp á klettinn varð hon- um litið niður i gilið. Hann sá, að bátur- inn skall á klettunum i tvö hundruð feta fjarlægð og brotnaði i spón. 1 nýju storurmi i nýja heimilinu i Northbank, . gæddi Mary Wilson liðþjálfa ákaffi þegar hann kom til þess að taka af þeim itarlega skýrslu. — Þið hafið lagt til nægar sannanir gegn Surtees, sagði Wilson. í fljótu bragði get ég varla hugsað mér erfiðari aðferð til þess. En kannski sýnir það sig , að hafa verið eina leiðin til þess. Hann ' getur ekki sloppið við kæru fyrir morð- f tilraun við ykkur hjónin. Við öfum bjargað nógu miklu af bátnum til þess að sanna, að gasinu var veitt inn i káetuna. Jafnvel sú viðbára Surtees, að þið hafið orðið bensinlaus og hann hafi farið i land að sækja bensin er einskis virði, þvi að frú Surtees ber það fram, að hún hafi fyllt geyminn af bensini, snemma i gærmorgun, meðan maður- inn henar var að heiman — og þá auð- vitað að aflaga skiptinguna á járn- brautarlinunni. — Hvernig tekur frúin þessu? spurði Georg. ' — Eins og sannur Warner, sagði Wilson. — Hún fer ekki að úthella nein- um tárum — að minnsta kosti ekki á al- mannafæri. Hún er slungin viðskipta- kona, en bjáni þegar karlmaður er annarsvegar. Surtees var búinn að ná góðu taki á auðæfunum hennar. Hver veit nema ekki hefði einhverntima getað orðið annað ,,slys”. Það fór hrollur um Mary. — Hvernig vissuð þér og verka- mennirnir, hvað okkur leið úti i vikinni? spurði Georg. — Við vissum ekkert um það til að byrja með, svaraði Wilson. — En ég hafði farið upp eftir linunni til þess að rannsaka þetta svokallaða slys hans Hendricks. Og svo vill til, að hann er að hressast á spitalanum. Það sást til yðar i jeppa á leið út i vikina og þá var ekki um annan ákvörðunarstað að ræða en veiðihúsið. En áður en ég kæmist þang- að var báturinn farinn út á vikina, en um sama leyti sást til hans frá braut- inni. Mennirnir sáu Surtees yfirgefa bátinn og vissu, að ekki gat farið nema á einn veg fyrir yfirgefnum báti á útfallinu En þá sáu þeir yður um borð og flýttu sér að láta hendur standa fram iír ermum....Jæja, ég þakka fýrir kaffið. Áður en þessu lýkur, kunnið þið að fá ókeypis ferð til Englands — til Leeds i siðbúin réttarhöld út af morði. — Svarti Prinsinn, heyrði Georg konu sina hvisla. — En leyfið mér að klára brautina mina fyrst, sagði Georg. i

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.