Vikan - 23.08.1973, Síða 36
Þeir félagar, Emerson, Lake og
Palmer, hafa gert nokkuð vlðreist
á síðari hluta ársins 1972 og fyrri
hluta 1973. Má segja, að þeir hafi
sótt heim flest höfuðból Evrópu á
þessum tima. Hljóðritanir hafa
verið gerðar á flestum hljómleik-
um þeirra á þessu timabili og
stendur nú yfir könnun á þvi efni
og hvort hægt verður að nota eitt-
hvað af þvi á væntanlegar L.P.
plötu hljómsveitarinnar. En hvað
um það, eftirfarandi bútar úr við-
tali viðKeith Emerson, eru teknir
úr erlendu timariti og gefur við-
talið nokkra mynda af samstarfi
þeirra þremenninga, samstarf
sem geir ELP að veruleika.
„Við höfum þegar ákveðið að
sækja ekki ellilaunin okkar i nafni
þessarar hljómsveitar”, sagði
Keith. „Ennfremur erum við
staðráðnir i, að gefa ekki hvor
öðrum gullúr, þegar við verðum
sextugir. Hitt er svo annað mál,
hversu lengi samstarfið endist.
Við tökum alltaf hvert verkefni
fyrir óháð öðrum. Eins og er, er
það aðeins næsta L.P. plata, sem
máli skiptir. Ég hef enga trú á
þvi, að maður eigi að binda sig við
eitthvað ákveðið alla sina æ.vi. Ef
maður gerir það, finnst manni
fyrir rest, að maður komist
hvergi, geti sig hvergi hrært.
Þegar maður hefur slikt á til-
finningunni, þá fer\ maður að
hugsa sér til hreyfings, — fer að
huga að leið út.”
Það er sem sagt allt I góðu lagi
hjá þeim félögum eins og er og
fleiri, væntanlega góðar plötur á
Jeiðinni. ELP hafa gert dálitið af
þvi, að yfirsetja verk annarra i
sinn eigin stil. Bezta dæmi um
það, var L.P. platan, Pictures at
an Exhibition, þar sem Emerson
útfærði verk eins af stærri eldri
tónskáldum Rússa, Mussorgsky,
með mjög góðum árangri. Hins
vegar er þess víyt að vænta, að
slikt gerist aftur.' Á þvi hefur
Emerson sina skýringu. ,,Nú hef
ég fengið mun meira sjálfstraust,
en.ég hafði áður. Ég trúi orðið á
■verk mins sjálfs og það skiptir
mestu máli. Það er þó ekki meint
þannig, að ég hafi ekki haft trú á
þvi, sem ég skrifaði með hljóm-
sveitinni Nice, heldur er eins og
ég skynji tónlistina öðru visi
núna. Ég kemst einhvern veginn
yfir meira, ég hef stærra svið”.
En hvernig er hinu eiginlega
samstarfi háttað innan hljóm-
sveitarinnar.? Hver gerir hvað?
Hverskrifar textana og hver tón-
listina?
„Það hefur töluvert að segja,”
heldur Emerson áfram, „að allir
þrir hafi sameiginlega ábyrgðar-
tilfinningu gagnvart lóka-
árangrinum. Við höfum allir þrir
stóru hlutverki að gegna. Ef hver
og einn gerir ekki eins og hann
getur, náum við aldrei langt.
Hvað okkur sjálfa varðar, þá
Framhald' á bls. 42
36 VIKAN 34. TBL.