Vikan

Issue

Vikan - 23.08.1973, Page 39

Vikan - 23.08.1973, Page 39
sér og hitað matinn sinn. Þegar hann hafði mikið að gera, kom það fyrir, að hann svaf þar um nætur. Nti var dregið vandlega fyrir gluggana og dyrnar harð- læstar eins og venjulega, þegar Lagerberg átti fri. Þegar Cilla sneri heim að htisinu, reyndi hún að telja sér trú um,' að Dagmar væri að öllum likindum komin heim. En það var aðeins dauðaþögn, sem mætti henni, ekkert lif. Cilla læsti öllum dyrum og gluggum og áður en hún læsti eldhtisdyrunum, full- vissaði htin sig um, að htin væri með lykil i töskunni, lykilinn, sem Dagmar hafði fengið henni, ef eitthvað „kæmi fyrir”, svo hún þyrfti að komast inn i húsið. Henni fannst heil eilifð frá þvi hún skildi bilinn sinn eftir, en klukkan var aðeins tólf, þegar hún gekk út um hliðið, sem Dagmar hafði skilið eftir opið, henni til hag- ræðingar um morguninn. Það lá að sjálfsögðu beinast við, að tala við Ekebom ung- frtirnar á Ekehill. Þær voru næstu nágrannar Dagmar og liklega þær, sem umgengust hana nokkurn veginn daglega. Þeim var lika vel við Dagmar, ekki sizt vegna þess, að htin hafði lofað gömlu eikunum þeirra að standa og gert allt til að þær döfnuðu vel ásamt sýrenurunnunum þar sem systurnar höfðu leikið sér i barn- æsku með öllum systkinum sin- um. Ungfrtirnar voru af gömlum landaðli komnar og faðir þeirra hafði byggt Ekehill, stóra ein- býlishtisið, um aldamótin, til að hafa nægilegt húsrými fyrir sinn stóra barnahóp. En svo fóru syst- kinin að flytja brott, sitt i hverja áttina: bræðurnir fengu góð em- bætti og systurnar giftust. En systurnar Louisa og Ingeborg urðu eftir. Það var sennilegt, að þær fylgdust alls ekki með öllum breytingunum, sem orðið höfðu i kringum þær. Þær sáu ekki einu sinni um að klippa arðmiðana af skuldabréfum sinum sjálfar, það gerðu starfsmenn bankans, sem sinntu um fjármál þeirra. Þær voru aldar upp á strangan kristilegan .hátt. Þær kvikuðu aldrei frá þvi að gera það sem þær álitu vera skyldu sina. En þeirrt hafði lika vcrið kennt að loka augunum fyrir öllu, sem gæti orðiö óþægilegt. Og þeim fannst skynsamlegast að gera það. Á næstu örvæntingarfullu stundun- um átti Cilla eftir að verða bitrari i þeirra garð fyrir sjálfelsku þeirra og þröngsýni. Ungfrúrnar voru að enda við að drekka ellefukaffið, á uppáhaldsstaðnum undir eikinni stóru, þegar Cilla gekk i gegnum skrautlegt hliðið að trjágarðinum og upp stiginn til þeirra. Eitthvað i framkomu þeirra kom henni til að halda, að þær hefðu btiizt við henni og að htin væri ekki sérlega velkomin. Það gátu verið snöggar augngotur þeirra, sem eins og þrýstu þeim fastar saman. Framhald á bls. 43 íLEGUR DAGUR

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.