Vikan - 23.08.1973, Blaðsíða 40
Við höfum hvorki stríð né
frið.
Framhald af bls. 15
ferð á hendurtil fjölskyldu
sinnar, faðma að sér eigin-
konu sína og soninn, sem
hann hafði aldrei séð nema
á mynd.
— Ég held að það sé
mesti gleðidagur lífs míns,
segir hann og Ijómar allur.
Sonurinn, sem hafði
heyrt margar sögur af föð-
ur sínum, var líka
hamingjusamur. Svo að
ekki sé talað um foreldr-
ana, frændurna og
frænkurnar. Ættartengslin
eru mjög sterk meðal Víet-
nama.
Thao og Quang settust að
í Saigon. Hann hélt áfram
að starfa í bankanum og
fyrir einu og hálfu ári fékk
hann bankastjórastarfið
þar. Þau eignuðust
tvö börn til viðbótar,
dótturina Anh, sem nú er 17
ára, og soninn Tuan, sem er
16 ára.Framtíðin virtist
björt. Tekjurnar voru góðar
og börnin döfnuðu vel.
Vissulega var ástandið
óöruggt í landinu, en það
snerti þau aldrei beinlínis
illa. ( átökunum vorið 1968
fórust margir vinir þeirra
og enn fleiri misstu heimili
sitt. Þau höfðu nýlega flutt
úr húsi, sem þau áttu í úr-
hverfi og inn í miðborgina.
Víetcongliðar* tóku gamla
húsið. Þeir stálu engu, en
þegar þeir voru hraktir
þaðan urðu miklar
skemmdir á húsinu. Engar
bætur eru greiddar, þó slíkt
komi fyrir og trygginga-
félög eru óf ús til að tryggja
gegn tjóni af völdum styrj-
alda.
Quang segir frá hvernig
þau vöknuðu við skothríð-
ina á næturnar. Skólum var
lokað og mörgum öðrum
stofnunum. Meðal þeirra
var bankinn, en þó varð
Quang að fara þangað á
hverjum degi. Matvæla-
skorturvarog miklarverð-
hækkanir. Dangf jölskyldan
hýsti yfir tuttugu ættingja
sem ýmist höfðu misst
heimili sín, eða þorðu ekki
að vera í úthverfunum, þar
sem þeir bjuggu. Varnar-
byrgi voru engin og mikill
ótti gerði vart við sig meðal
fólksins.
Sú spurning hlýtur að
vakna, hvort ástandið hafi
batnað, síðan friður komst
á.
— Lífið hefur ekki færst í
eðlilegt horf. Við erum
óörugg og rugluð. Hér ríkir
hvorki friður né stríð.
Stríðið hefur klofið ætt-
ina. Quant átti 14 frænkur
og frændur í einni
fjölskyldu í Hanoi. Sjö
þeirra eru komin til Saigon
ásamt móður sinni, sem er
78 ára. Hin systkinin urðu
eftir hjá föður sínum í
Hanoi. Einn sonanna hefur
verið í fangabúðum í tvö
ár. Faðir Thao lét lífið í
fangelsi, sem hann hafði
setið í i þrjú ár. Þó ekki af
slæmri meðferð, heldur
vegna skorts á læknishjálp,
þegar hann veiktist.
Foreldrar Quangs eru
komnir til Saigon og búa
þar hjá dóttur sinni. Hann
talar um þá af mikilli
ástúð.
— Þau reyna á engan
hátt að stjórna okku, en við
ráðfærum okkur oft við
þau.
Víetnamskt máltæki seg-
ir, aðeinsog fiskur úldni án
salts svo fordjarfist og
óhlýðið barn.
Quang og Thao ólust upp
við skilyrðislausa hlýðni.
Ætli þau fylgi sömu reglu
við uppeldi barna sinna?
— Ég ræði allar ákvarð-
anir við börnin og þau
ráðfæra sig alltaf við
mig. Konan mín er etrang-
ari og íhaldssamari.
Henni finnst ég oft vera of
eftirgefanlegur. Hún vill
heldur ekki ræða kynferð-
ismál við börnin, en það
geri ég opinskátt. Ég er að
mörgu leyti vesturlenzkari
í háttum en hér gerist og
gengur.
Dangfjölskyldan býr við
Hrúts
merkit
21. marz —
20. april
Ef þú ætlar þél að
ljúka fyrirfram
ákveðnu verki i
þessari viku, skaltu
varast að láta aðra
hafa neikvæð áhrif á
þig. Undir lok vikunn-
ar færðu skemmtilega
heimsókn og helgin
mun verða ánægjuleg.
Nauts-
merkið
21. aprii —
21. mai
Að einhverju leyti
kann þér að þykja
vikan erfið, að
minnsta kosti fyrri
hluti hennar. En
sennilega er það bara,
aö verkefni þin vaxa
þér um of i augum. Þú
ættir að haga oröum
þinum gætilega,
Tvibura-
merkiö
22. mai —
21. júnl
Þetta verður góð vika,
að flestu leyti.
Laugardagur mun
verða þér til mikillar
gleði, og þú munt
verða innan um fjölda
fólks, þar af margt,
sem þú hefur þekkt frá
fornu fari. Einhver
leitar til þin með
vandamál sin.
Krahba-
merkiö
22. júni —
23. júll
Hversdagslegir at-
buröir i vikunni verða
þér til gleöi, og skapiö
mun haldast gott
mestan hluta
vikunnar. Fréttir, sem
þú færö, munu koma
heim og saman við
áætlanir þinar. Þetta
verður ekki vika
stórra framkvæmda.
Ljóns
merkiö
24. ágúst —
23. sept.
Þú ættir ekki að taka
illa upp, þó að einhver
vilji ráðleggja þér eöa
hjálpa. Þér mun i
fyrstu virðast slikt
ástæöulaust og telur
þig færan i flestan sjó,
en eftir nánari yfir-
vegun kemst þú að
raun um, að þér sé
fyrir beztu að þiggja
boöna aöstoð.
Meyjar
merkiö
24. júll —
24. ágúst
Þetta verður sérdeilis
góð vika fyrir alla þá,
sem standa i fram-
kvæmdum. Þú hefur
áhuga á öllu, sem þú
tekur þér fyrir
hendur, svo mikinn,
aö það mun vekja
eftirtekt vina og
vinnufélaga.
40 VIKAN 34.TBL.