Vikan - 23.08.1973, Qupperneq 45
ekki minnstu hugmynd um, hvað
hafði komið fyrir Dagmar.
Hún ætti reyndar að fara heim
að húsinu aftur og athuga, hvort
hún væri ekki komin heim. En til-
hugsunin um að fara heim að
húsinu, var heldur ógeðfelld.
Henni fannst sem einhver ósýni-
leg hætta leyndist þar í hverjum
krók i mannlausum herbergjun-
um og eyðilegum trjágarðinum.
Þetta var auðvitað frámuna-
lega asnalegt. Cilla tók sjálfa sig
taki, dró að sér reykinn úr siga-
rettunni. Það var ljóst, að það var
heimskulegt að láta sér detta
annað eins og þetta i hug, um
hábjartan dumardaginn. Það var
sennilega einhver augljós skýring
á fjarveru Dagmar, eitthvað, sem
henni gat ekki dottið i hug þessa
stundina. Eftir stundarkorn
myndi hún eflaust hlæja að þess-
um imyndunum sinum.
En hún gat samt ekki róað sig.
Hræðslan vari undirvitundinni og
hún jókst stöðugt. Það var eitt-
hvað óhugananlegt við .etta, Dag-
mar gat ekki horfið svona og sízt
af öllu áttunda júni.
Cilla hallaði sér fram, til að
drepa i sigarettunni, en hönd
hennar skalf svo að hún missti
öskuna i sætið.
Hún myndi aldrei þora, að fara
ein heim að þessu manniausa
húsi.
Framh. i næsta blaði.
Þeir voru að segja. . . .
sumar. Hann var aflakóngur 1967
og það ár setti Mai heimsmet i'
sölu i Þýzkalandi þegar hann
seldi fyrir 360 þúsund mörk. Aður
en hann tók við Mai var hann
skipstjóri á Júni II. og er nú skip-
stjóri á flaggskipi Hafnfirðinga
Júni III.
Halldór var mjög ángæður með
skipið eftir fyrstu för þess.
— Er ekki miklu þægilegra að
vera skipstjóri á skuttogara en
siðutogara?
— Þetta er náttúrlega allt
betra, skutdrátturinn mikið betri
og allt önnur vinnuaðstaða fyrir
mannskapinn. En hér sé ég aldrei
fiskinn, hann fer strax undir
dekk, og maður sér mannskapinn
bara, þegar verið er að taka það
eða láta það fara, eða þegar verið
er að vinna við net.
— Er ekki stressandi að vera
skipstjóri?
— Jú, það er töluvert stress og
langur vinnudagur. Ég stend oft
16—18 tima.
— Hvernig heldur þú að gangi
að manna flotann eftir tilkomu
skuttogaranna?
— Ég held að það verði auðvelt
að manna skipin. Það er að visu
meira um unga menn á togurum
sem verður að þjálfa upp. Annars
er endurnýjun togaraflotans of
ör. Þegar búið er að fá þessi skip,
sem nú er verið að tala um, er
flotinn nógu stór og hætta er á að
við fylgjumst ekki með: að við
stöðnum.
— Voruð þið lengi að komast
upp á lagið með skutdráttinn?
— Nei, það gekk eins og i sögu.
— Ég fór túra með færeyskum
skuttogara, Sjuraberg, og með
Karlsefni til að kynna mér þetta.
— Er ekki hætta á, þegar tog-
ararnir eru orðnir svona full-
komnir, að sjarmin fari af sjó-
mennskunni?
— Nei, það er enginn hætta á
þvi.
BROTTFÖR I
VEÐURBLIÐU
Upp úr kl. 10 á laugardagskvöld
,,var haldið til hafs á ný”. Rúm-
um hálftima áður var fólk farið
að safnast saman á bryggjunni.
Veðrið var eins og það gerist bezt,
sól, logn og hiti. Leigubilar
streymdu að með áhöfnina og
fylgdarlið. Nokkrir voru kenndir
og þá aðallega fylgdarliðið. Setn-
ingar eins og „Elsku vinur” og
„Helvitis fiflið þitt” heyrðust og
það var hetjubragur á nokkrum,
enda eru þeir i plássi hjá Halldóri
Halldórssyni, og það fær ekki
hver sem er.
Ægir undirbjó fyrsta kaffi túrs-
ins, Sófus og Pétur voru að gera
sig klára fyrir vaktina og Halldór
kominn upp I brú.
Þegar allir voru komnir um
borð birtist Halldór úti á brúar-
væng og kallaði: „Sleppa” — og
þar með var önnur veiðiferð Júni
hafin.
Hættulegt afdrep
Framhald af bls. 13
— Það er ekki svo galið, sagði
Charles, — en við náum þvi að fá
okkur nokkra slagi i spilum áður.
— Þið eigið allt kvöldið, sagði
ég ákveðin. — Það getur verið, að
einhver, til dæmis Sam, ætli til
Bright River i kvöld og þá get ég
fengið að sitja i hjá honúm. Svo
get ég tekið leigubil heim.
— Þá sting ég upp á öðru betra,
sagöi Charles. — Ég skal spyrja
Ernest, hvort hann ætli ekki til
bæjarins. Það kemur stundum
fyrir, að hann fer til bæjarins og
fær sér glas á Canucks Bar og þá
getur þú komizt með honum bæði
fram og aftur.
— Nei, það er ómögulegt. Góði
vertu ekki að spyrja hann að þvi.
Ég get vel séð um mig sjálf, sagði
ég og ég heyrði vel, hve bjánalega
þetta hljómaði. Joan leit
undrandi á mig.
— Ertu hrædd við Erhest?
spurði hún.
— Þvi skyldi ég vera hrædd við
hann, sagði ég og reyndi að láta
sem ekkert væri. — Ég vil bara
ekki koma honum i þá klemmu,
að þurfa kannski að svara þessu
játandi. Mér finnst ég verði alltaf
svo kjánaleg i nærveru hans.
— Það getur verið, að þú
minnir hann eitthvað á Söru,
sagði Charles hugsandi, en Joan
kallaði til þeirra. — Komið
hingað, svo ég heyri, hvað þið
eruð að segja og við færðum
okkur til hennar. Charles endur-
tók það sem hann hafði sagt við
mig og bætti svo við: — Það gæti
verið þessvegna, sem hann hefir
andúð á Anne, ef það er rétt, sem
hún segir.
— Eins og Anne sé nokkuð lik
Söru, sagði Joan. — Nei, ég held
þú minnir hann kannski á Söru,
vegna rauðu kápunnar.
En hann hafði haft á mér
andúð, löngu áður en ég fékk
rauðu kápuna, hugsaði ég.
Ég neyddist til að vera i rauðu
DINNI & PINNI
34. TBL. VIKAN 45