Vikan - 23.08.1973, Side 47
kápunni um kvöldiö, vegna þess
að ég hafði ekki aðra yfirhöfn, en
ég setti upp prjónahúfu, sem ég er
viss um að Söru hefði aldrei
dreymt um að setja á höfuðið og
vonaöi, að þar með væri ég svo
ólik Söru sem mest mátti verða.
Ernest beiö eftir mér I and-
dyrinu og ef kápan hefir vakið hjá
honum einhverjar'minningar, þá
lét hann ekki bera á þvi. Hann leit
varla i áttina til mín, en opnaði
fyrir mér útidyrnar og mér fannst
hann eitthvaö óþolinmóöur. Ég
nam staöar, þegar ég kom út á
pallinn fyrir framan dyrnar og
leit upp I stjörnubjartan
himininn. — Er þetta ekki
dásamleg sjón? sagði ég glað-
lega, en hann tautaði aöeins eitt-
hvað alveg óskiljanlegt á móti.
Ég virti fyrir mér alvarlegt
andlit hans, þegar við ókum af
stað, i áttina til Bright River.
Hversvegna hafði hann samþykkt
að lofa mér að sitja i bilnum, úr
þvi hann haföi svo mikla andúð á
mér? Charles gat tæplega neytt
hann til þess og þótt hann hefði
beðið hann fyrir mina hönd, þá
hefði Ernest ekki þurft aö svara
þvi játandi. Hversvegna hafði
hann þá samþykkt samfylgd
mina? Hversvegna?
Það var ómögulegt aö hugsa
sér, að þetta hörkulega andlit
þarna viö hlið mér, hefði ein-
hverntima brosaö, verið
hamingjusamt, ástriðuþrungið.
Nú var þetta köld og þungbúin
ásjóna og ég gat ekki einu sinni
sagt, að hann hefði ekki varaö
mig við. Flýtið yður burt héðan,
hafði hann sagt, þér eruö i hættu.
Hafði Sara fundið þá hættu, sem
lagði frá honum? Hafði hún flúið
frá Sanders Hall, án þess að gefa
sér tlma til aö setja niöur dótið
sitt,
Svo langt var ég komin I hugan- ’
um, þegar Ernest sagði eitthvað.
Ég heyröi ekki hvaö það var, en
eitthvaö haföi fariö úrskeiðis.
Billinn lét ekki að stjórn,
kastaðist sitt á hvað á veginum,
milli snjódyngjanna, sem voru á
báðar hliöar. Það var greinilegt,
að eitt slysiö ennþá var I upp-
siglingu. Billinn myndi fara i
klessu, ef hann rækist á snjó-
dyngjurnár, sem voru frekar is en
snjór, ég myndi ábyggilega ekki
lifa það af. Hann ætlaði þá að
myrða mig og engum detta i hug,
aö það væri morð. Það myndi
ábyggilega llta út sem slys.
— Hleypið mér út! Ég öskraði
hátt og teygði mig eftir lásnum.
— Eruö þér brjáluö! Sitjið
kyrr! öskraði hann og sló út hand-
leggnum, svo ég kastaðist niöur i
sætið. Skyndilega varð allt hvitt
og billinn hafði stöðvast. Ég leit á
manninn viö hlið mér. Andlit hans
var rennvott af svita og hann stóð
á öndinni.
— Hvað skeði? spuröi ég hljóð-
lega.
—■ Við vorum lánsöm að lenda i
skafli, sagöi hann og reyndi að
ýta upp hurðinni. Að lokum gat
hann opnaö svo stóra rifu, að
hann gat komizt út. Það leið næst-
um hálftimi, þar til við komumst
af stað aftur. Svo vorum við fljót-
lega komin út á veginn, þar sem
snjóbillinn hafði skafið hann og
þar var hann llka sandborinn,
alla leiö til Bright River og Port-
land.
— Hvað skeði? spuröi ég aftur,
leið yfir framferði minu.
— Vegurinn var sem hála gler,
sagöi hann. — Ég var búinn aö
biðja garðyrkjumanninn að sand-
bera heimkeyrsluna og hann
lofaði þvi, en hann hefir gleymt
þvi, en ég er hissa á þvi.
— Mér þykir fyrir þvi hvernig
ég hagaði mér, sagði ég, — en ég
var svo hrædd.
— Ernest svaraöi ekki strax,
en svo sagði hann, dálitið
þrjózkulega:
— Hvernig llöur yöur?
— Ég er aðeins svolitið aum i
handleggnum.
— Hvað ætluðuð þér að gera?
Stökkva út úr bilnum á þessari
ferð?
— Ég var bara svo hrædd,
sagði ég, eins virðulega og mér
var unnt.
— Það var ég líka, sagði hann,
— og það ekki að ástæðulausu.
Þetta heföi getað orðið bani okkar
beggja.
Svo sagði hann ekkert fleira,
fyrr en hann stöövaði bilinn, fyrir
utan kvikmyndahúsið. — Ég sit
þá hjá Canucks og biö eftir yður
þar. Það er þarna á horninu.
Kvikmyndin varð mér von-
brigði. Ég gat ekki haldið þræði,
hvaö þá annað. Að lokum nennti
ég ekki að horfa á hana lengur,
svo ég tróð mér út úr bekknum og
fékk að heyra sitt af hverju,
meðan ég kom mér út. Þegar ég
kom út á götuna, sá ég, að
klukkan var rétt rúmlega níu. Ég
kunni ekki við að hitta Ernest
strax, svo ég fór inn i lyfjabúðina,
sem ennþá var opin og keypti eins
túbu af tannkremi. Svo datt mér i
hug að fá mér kaffi, en litla
veitingastofan var lokuð. M$r var
kalt, svo ég ákvað, að fara inn á
Canucks Bar og athuga hvort
Ernest'væri þar ekki,
Þaö var heitt og svækjulegt þar
inni. Ég sá aðeins karlmenn i
köflóttum ullarjökkum með
eyrnaskjól, svo sá ég nokkrar
þreklegar konur við afgreiöslu-
boröið og nokkrar grannar og ný-
tizkulegar stúlkur við langborö
við vegginn. Allt þetta fólk góndi
á mig, framandi andlit meðal
þeirra, sem greinilega var allt
mjög kunnugt fólk. Ég vonaöi, að
ég kæmi sem fyrst auga á Ernest,
en svo læddist að mér grunur.
Það gat verið, að hann væri þarna
með einhverri stúlku!
En þannig var það ekki. Hann
sat við borð.með tveim mönnum
og þeir horfðu allir á mig, þegar
ég ruddi mér braut til þeirra.
— Mér þykir leiðinlegt að koma
svona snemma, sagði ég i af-
sökunarrómi. — Myndíft var svo
leiðinleg, að ég gat ekki hugsað
mér að horfa á hana.
— Við getum farið strax, ef þér
viljiö, sagði hann og báðir menn-
irnir, sem með honum voru, stóðu
upp.
— Þér skuluð ekki láta mig
trufla, sagði ég. — Þér skuluö
ljúka við drykkinn i rólegheitum,
mér liggur ekkert á. Það er bara
gaman að sjá ný andlit.
-^Viljið þér eitthvað að
drekka? spurði Ernest.
— Já, takk, sagði ég, — eitt-
hvaö með rommi i, en ekki mjög
sterkt.
Svo sátum við þögul yfir
glösunum og ég var alltaf að
reyna aö láta mér detta eitthvað i
hug til að segja. Að lokum var
mér farið að hitna og drykkurinn
losaði um tungubandið og ég varð
sjálf jafnundrandiog Ernest, yfir
þvi, sem ég sagði.
— Hversvegna er yður svona
illa við mig?
Hann virti mig fyrir sér og ég
sá að honum var brugöiö. Hann
tæmdi glasið og setti það svo frá
sér, dálitið harkalega. — Mér er
ekkert illa viö yöur, sagði hann.
En nú hafði ég hafið máls á
þessu og ég ætlaði ekki að láta
mér nægja þetta svar. — Frá
upphafi hefir yður ekki verið neitt
um mig gefið. Ég fann það strax
og ekki hefir það batnað meö
tlmanum. Þér reynið að snið-
ganga mig og þér eruð ekki einu
sinni háttvis gagnvart mér. Yður
er illa við mig, þótt þér þekkið
mig ekki neitt. Hversvegna?
— Hvaða máli skiptir yður
hvað ég hugsa? sagöi hann hægt.
Nú varð ég vandræðaleg.
— Ég býst við...já, að það sé
rétt, að það skipti ekki svo miklu
máli, en það gerir þaö nú samt.
Við búum I sama húsi, við erum
neydd til aö hittast einstaka sinn-
um. Hversvegna viljið þér endi-
lega koma svona fram gagnvart
mér...svona...svona ótrúlega
kuldalega? Er einhver skýring á
þvi? Ef svo er, þá ættuð þér að
segja mér það.
— Eruð þér viss um, að þér
kærið yður um að vita það?
— Já, það er ég.
— Mér finnst það I hæsta máta
ósmekklegt af Charles að koma
með yður á heimilið.
— ósmekklegt? Ég varð svo
undrandi, að ég starði á hann
lengi vel. — Ég skil ekkert I hvað
þér eruð að fara.
— Það held ég nú. En hann
hlýtur að hafa séð, að undrun min
var einlæg, þvi að hann virti mig
þvi betur fyrir sér, en svo leit
hann undan.
— Mér hefur skjátlazt, tautaöi
hann. — Ef þér skiljið það ekki..
reynið þá að gleyma þessu.
— Það get ég ekki, sagði ég
þrjózkulega. — Nú er engin
undankoma fyrir yður, ég verð að
fá skýringu á þessu, nú miklu
frekar en áður.
— Jæja, þá það, úr þvi að þér
krefjizt þess, sagði hann og var
nú ennþá þungbúnari en venju-
lega. — Ég hélt, að þið Charles —
þér væruð ástkona hans.
Ég varð svo undrandi, að ég
varð ekki einu sinni reið. Reiöin
hlaut að koma siðar.
— En ég hafði aldrei séð hann
áður en ég hitti hann i
ættleiðingaskrifstofunni.
— Þið sögðuð það bæði, það
man ég vel.
— En hversvegna ætti ég að
vera að ljúga?
— Verið nú ekki svona barna-
leg.
— En hversvegna hefði hann
þá átt að fara meö mig heim til
sin? Hefði ekki veriö skynsam-
legra aö hitta mig einhversstaöar
annarsstaöar með leynd.
— Hann hefir haft sínar
ástæður til þess. Það var upplagt
34. TBL. VIKAN 47