Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 14

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 14
— Siðan ég fékk nýtt fallega rautt teppi á stofugólfið og setti ný gluggatjöld fyrir alla glugg- ana i ibúðinni, hef ég orðið þess vör, aö ég nýt min ekki eins vel heima hjá mér og ég gerði áður. Getur það veriö þessum nýju hlutum að kenna? Innanhúsarkitektar segja oft að velja beri liti með mikilli varúð. Fram til þessa hefur manni helzt dottiö i hug, að það sé vegna þess að þessi og hinn liturinn sé fallegri en annar og fari betur. En aö litirnir i umhverfi okkar hafi áhrif á andlega heilsu, séu þess megnugir að stuðla að góðu hjónabandi — eða eyðileggja gott hjónaband, geti verið orsök höfuðkvala og hækkandi bióðþrýstings, hefði engum dottið i hug hér áöur fyrr. Nýlega voru birtar i Bandarikjunum skýrslur um rannsóknir á þessu sviði. Helztu niðurstöður rannsóknanna voru þessar?- Konur eru næmari fyrir litum en karlmenn: þær tauga- veikluðu og tilfinnganæmu frek-■ ar en þær rólyndu. Það eru sérstaklega rauðir og blágænir litir, sem hafa áhrif á okkur. 1 herbergi, þar sem rauöi liturinn er rikjandi, er hægt að búast við fimmföldum áhrifum : 1. Blóðþrýstingur hækkar. 2. Vöðvaviöbrögð verða sneggri. 3. Eirðarleysi gerir vart við sig. 4. Öþæginda gætir frá umhverf- inu. 5. Timinn virðist lengi aö liða. Taugaveiklað fólk ætti að varast sem mest rauða liti á heimilum sinum. Grænir og bláir litið eru mikið æskilegri. Þeir eiga að hafa róandi áhrif á taugarnar, samanber græna prófborðið. Einn liður þessara rannsókna ^ar að búa tvö herbergi nákvæmlega eins, nema nota eingöngu daufa liti i annað an bjarta og hressandi i hitt. Siöan var sama fólkiö látið búa i herbergjunum um tima. Þegar fólkið dvaldist i fyrr- nefnda herberginu, átti þaö til að vera óánægt, þreytt og þrætugjarnt. jafnvel haturs- fúllt, en i siðarnefnda herberg- inu varö þetta sama fólk glað- legra og fannst yfirleitt allt i sómanum með lifið og tiiveruna. Ennfremur segir i skýrslun- um, að uppáhaldslitur segi tölu- vert um lyndiseinkenni og persónuleika okkar. Stúdentum, sem hafðir voru til rannsókna, var skipt i tvo hópa, þá sem kusu daufa liti, og þá sem voru meira fyrir bjarta og skæra liti. 1 fyrri hópnum voru aðallega innhverfir einstaklingar, þ.e.a.s. þeir sem kjósa að lifa i sinum eigin hugarheimi og eiga erfitt með að semja sig að siðum annarra. Þessi hópur hafði tilhneigingu til að vera dómharður, tortrygginn, og ákaflega óraunsær. Hinir, sem heldur kusu björtu litina, reyndust raunsærri, meiri félagsverur og voru ekkert fyrir heimspekilegar ihuganir. En þeir höfðu lika ákveðnari skoðanir á lifinu og tilv.erunni. Sé höfð hliðsjón af niðurstöð- um þessarra rannsókna er ekki óliklegt að nýju litirnir i ibúð þinni hafi töluverð áhrif á þig og þú ættir að hugleiða hvort þú getur ekki 'gert eitthvað til úrbóta. Ég vil vera frjáls þau séu sérdeilis hamingju- söm. Ef maður á við eldheitt kærleikslif. Þú ert varla svo ein- föld. Maður verður að taka lifinu eins og það er, vera ánægður. — Já, þetta svar er alveg dæmigert fyrir þig, kæri Sten, þú ert ánægður méð að hafa góða at- vinnu, mátulega ábyrgð bæði þar og heima hjá þér, aldrei of mikið, aldrei neitt freistandi. Þú, sem hefur forðazt að fara i sam- kvæmi, aldrei viljað bjóöa heim fólki, þú sem þefur verið ánægður ef þú færö matinn fram borinn og sjónvarpið i gang. . . En hefur þú nokkurn tima leitt hugann að þörf minnifyrir ánægju og skemmtun, þörfinni fyrir að hitta fólk? Þú hefur þina vinnu, þar hitt- irðu nægilegt fólk. Og ég hef aldrei r'eynt að koma i veg fyrir, að þú farir út. Hann hækkaði ekki einu sinni röddina, Lena fann, að hún var að verða reið, reglulega reið. En hún hafði stjórn á skapi sinu. Þau voru jú tvær fullorðnar mann- eskjur, þau hlutu að geta talaö saman, án háarifrildis, annars mundi það enda eins og venjulega með þvi að hún gengi út í nokkra tima eða hún gengi um inni og skellti hurðum. — Það er satt, ég hef mina at- vinnu, og ég hef mitt heimili. Ég hef heldur ekki kvartað. En ég hef heldur ekki verið reglulega ángæð. Og nú Sten, nú finnst mér, að ég hafi gert mitt. Ég geri eng- ar tröllauknar kröfur, það eina, sem ég vil, er að fá frelsi. Ég þarfnast þess. Ég vil vaxa með starfi minu, ég vil vera frjáls, þegar ég vinn, þegar ég ferðast, þegar ég mæti hugsanlegum freistingum. Ég vil ekki þurfa að finna til fjötra, vil ekki þurfa að standa neinum skuldaskil. — Þú vilt sem sagt flytja, sagði Sten. Flytja frá öllu þessu fina. Ja, ég get ekki staðið i vegi fyrir þér. Hvernig hefurðu hugsað þér þetta allt saman? Eiginlega botna ég ekki neitt i neinu. — Nei, og ég held að þaö hafir þú heldur aldrei gert. Hún hellti i sitt hvort glasið. Ég hef hugsað mér aö reyna að fá litla ibúð niðri i bæ, ég þarfnast ekki svo mikils, þegar ég verð svo mikið á ferða- lögum, eöa vinn mikiö á skrifstof- unni. Þið getið búið hér áfram i einbýlishúsinu, þá veröa bret- ingarnar ekki jafn erfiöar fyrir drengina. — Jæja og hvenær hefurðu hugsaö þér að flytja? — Eins fljótt og hægt er. En ég verö að biða þangað til i sumar- leyfinu. Þá fara drengirnir til sumarbúðanna, og þá veröur skilnaðurinn ekki svo erfiöur. Ég haföi hugsaö mér að tala við þá i kvöld eöa á morgun. Framhald á bls. 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.