Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 21
— Þegar hugtakiö Stór-
Reykjavik var enn óþekkt og
Laugardalurinn hafði ekki verið
lagður undir háreist og viðáttu-
mikil iþróttamannvirki, bjuggu
margir bændur við rausn, þar
sem nú gnæfa stein- og glerhallir
nútimans. Býlin þeirra eru flest
horfin og þeirra sér ekki stað,
nema i nokkrum götuheitum. Áð-
ur en langt um liður vita börnin,
sem alast upp við Langholtsveg,
Bústaðaveg og Laugarásveg,
sennilega ekki að þessi götuheiti
eru kennd við býli, sem einu sinni
stóðu á þeim slóðum. Heimilis-
fang þeirra verður þeim jafn ó-
skiljanlegt og orðið Kaflkofns-
vegur var lengi þeim, sem þetta
skrifar.
tslenzkir bændur fóru ekki að
yrkja jörðina i Laugardalnum svo
nokkru næmi fyrr en eftir siðustu
aldamót. Einn frumbýlinganna I
dalnum var ólafur Grimsson,
sem keypti þar fimm hektara
land árið 1914, og reisti þar bú
ásamt Ingigerði Jónsdóttur konu
sinni. Ólafur var ættaður af Sel-
tjarnarnesi, en Ingigerður austan
yfir fjall. Þau höföu búið i nokkur
ár i Reykjavikurbæ, en undu sér
þar ekki. Bæinn sinn i Laugar-
dalnum kölluðu þau Reykjaborg
og þar bjuggu þau það sem þau
áttu ólifað og ólu þar upp twö börn
sin. Sonur þeirra, sem Stefnir
heitir, tók við búi foreldra sinna
fyrir næstum þrjátiu árum og
hann býr enn I Reykjaborg. Okk-
ur fannst tilvalið að spjalla viö
Stefni, þvi aö hann er með siðustu
bændum i Reykjavik.
— Foreldrar minir ætluðutvisv-
ar sinnum að selja Reykjaborg-
ina, en ég fékk að ráða þvi að það
var ekki gert. Við erum vist ekki
nema tveir eftir bændurnir hérna
i dalnum.
Stefnir i Reykjaborg býr með
fimm nautgripi, hátt á annað
hundrað fugla og um það bil þrjá-
tiu kindur. Af fimm nautgripum
eru þrjár mjólkandi kýr og tvær
kvlgur á öðru ári.
— Það er hægara að hugsa um
fuglana en blessaðar kýrnar og
svo eru þeir heldur ekki eins bind-
andi. En kýrnar minar eru sér-
staklega góðir gripir. Ekki alls
fyrir löngu seldi ég þrjár kýr að
Skálatúni og mér hefur verið
sagt, að þær séu beztu gripirnir i
fjósi Skálatúnsbúsins. Ég gæti
plássins vegna haft fleiri kýr hér,
en ég er með fuglana i nokkrum
hluta fjóssins og svo þyrfti ég að
kaupa meira hey en ég geri, ef ég
fjölgaði kúnum.
Stefnir selur mjólkina I
Mjólkursamsölunni. Þangaö fer
hann meö hana I brúsum i stræt-
isvagninum, nema þegar nytin er
hvaö mest. Þá tekur hann stund-
um leigubil með hana. Dagsnytin
er frá tiu lltrum og upp i fimmtiu
litra, þegar mest er. Eggin selur
Stefnir heima og hefur lengi haft
sömu viðskiptavinina. Þeir eru
Fuglarnir hans Stefnis eru ekki styggir og hópast að lionum, þegar hann gefur þcim.
r
FER MEÐ MJOLKINA
í STRÆTIS-
VAGNINUM
Á myndunum á myndinni má sjá Stefni halda Itósu dóttur sinni undir
skirn, Stefni ásamt foreldrum sinum, sem reistu bú i Reykjaborg, og
Rósu. A stóru myndinni til vinstri eru Stefnir og Rósa fyrir utan bæinn
sinn i Laugardalnum og Rósa heldur á kettlingunum.
Stefnir bóndi i Rcykjaborg.
ánægöir með eggin, enda sparar
Stefnir ekki viö fuglana sina og
leyfir þeim aö ganga meira
frjálsum en margir aðrir hænsna-
bændur.
— Endurnar minpr hafa nátt-
úrlega ekki nóg vatn stundum.
Þær eru svo mikið háðar þvi aö
hafa vatn til þeSs að synda á. Ég
hef látið renna handa þeim polla
hérna heima og svo fara þær heil-
mikið i skurðina hérna i kring. Ég
gæti vart hugsað mér að stunda
'jóöurbúskap sumarlangt eins og
Framhald á bls.J30
» r« - ■* V '
35. TBL. VIKAN 21 .