Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 19

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 19
Gardisette Gardisette gluggatjöldin heimsþekktu eru nú fyrirliggjandi hjá okkur. Þessi fallegu glugga- tjöld setja þann heimilissvip á íbúöina, sem allir æskja. Viö bjóöum tiu mismunandi mynstur í fjórum síddum. Gæöin þekkja allir. iSOOfj: SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080 óendanlegur dagur um systur þína.þær eru næstu ná- grannar hennar. — Það fannst mér lika i fyrstu. En þær voru þannig, að mér fannst ég vera taugaveikluð skólastelpa, sem væri að ónáða þær með óþarfa spurningum. Og þegar ég var orðin aiveg i öngum minum og sagði, að ég yrði að til- kynna lögreglunni þetta, þá urðu þær alveg miður sin og sögðust ekki vilja láta blanda sér i neitt, sem lögreglunni kæmi við. — Það var nú furðulegt, þar sem þær vildu halda þvi fram, að þú hefðir verið með óþarfa á- hyggjur. — Sú eldri.ungfrú Louise, sagði # að ég myndi bara gera mig hlægi- ' lega, með þvi að fara með þetta i lögregluna. — Ef eitthvað alvarlegt er á seyði, þá er ekkert eðlilegra en að leita til lögreglunnar. — Já, en hvað á ég að segja? ' sagði Cilla i uppgjafarrómi. — Við komum að þvi siðar. En nú skulum við athuga þetta með systurnar fyrst. Burtséð frá þvi sem þú segir, — já fyrirgefðu, það getur verið að þú hafir imyndað þér sitt af hverju, vegna þess, að þú varst svo áhyggjufull, þá er þetta mjög einkennileg hegðun hjá þeim. Ef allt hefði verið með felldu, þá hefðu þær lika orðið for- vitnar og áhyggjufullar. Sérstak- lega þar sem þú segir, að þær hafi verið góðar kunningjakonur syst- ur þinnar. Já, ég man að þú sagð- ir, að þær hefðu verið sjálfglaðar, . en samt hlédrægar, en þær eru þó alltaf aldar upp á þann hátt, að þær áttu að hafa vissa ábyrgðar- tilfinningu gagnvart nágrönnum sinum. En þær vildu ekki láta hrófla við þessu lifsmynztri sinu. —■ Þetta er ekki ósennilegt. Finnst þér að ég ætti að fara aftur til þeirra og reyna að pina út úr þeim sannleikann? — Ég held að það sé tilgangs- laust. Og ekki eru hinir nágrann- arnir tilkippilegri, að minnsta kosti ekki mæðgurnar meö brúð- kaupsáhyggjurnar. Það eru gömlu hjónin, sem liklega hafa sagt allt, sem þau vissu. Þú færð bara að heyra þetta sama, ef þú ferð aftur á þessa staði. Hann kveikti i einni sigarett- unni enn og var þungt hugsandi. Hrukkurnar á enni hans urðu dýpri. — Eins og er geturðu ekki feng- ið neitt aö vita hjá nágrönnunum, en þar sem systir þin getur ekki hafa orðiö að reyk og liðið burt, þá hlýtur hún að hafa farið 1 burtu, eða verið neydd til að fara burtu, — eða þá að hún er ein- hversstaöar i húsinu eða i garðin- um. Getur ekki verið eitthvert af- drep, sem þér hefir yfirsézt? Cilla hristi höfuöiö. Staffan leit aftur á úrið: — Það eru ekki liðnir nema tveir timar, siðan þú komst hing- að. Ekebomkerlingarnar hafa á réttu að standa, þegar þær segja, aö þú verðir að hafa eitthvað til að byggja á, ef þú ferð til lögregl- unnar. Ég á við, þetta er ekki þriggja ára barn, sem er horfið. Systir þin er fullorðin manneskja. — Jú, að visu, sagði Cilla dauf- lega. — Ég ek með þig til hússins núna. Svo verð ég að skreppa til hótelsins, til að senda greinina inn á blaðiö. Anna-Lisa — hún er ein af þeim fáu blaðakonum, sem við höfum og hún er alveg frábær og er um fimmtugt. Hún hefir nú staðið i myrkraherbergi hjá sam- starfsmanni okkar hér og fram- kallað myndir, sem hún er að senda gegnum telex, en ég verð að senda myndatextana með. A meðan getur þú hringt til nánustu vina sytur þinnar, það gæti verið að þú heyrðir eitthvað, sem hægt væri að fara eftir. — Já, það er liklega það eina skynsamlega, sagði Cilla. — Þú virðist ekki vera beinlinis æst i það? — Mér hrýs hugur við að fara þangað ein. Það er sjálfsagt kjánalegt, en mér finnst það svo óhugnanlegt. Ég varð máttlaus af hræðslu, þegar ég gekk þarna úr einu mannlausa herberginu i ann- að. Ég veit aö það er heimskulegt, að tala um hugboð, en ég hefi það svo óhugnanlega á tilfinningunni, að eitthvað óttalegt hafi komið fyrir hana. — Þetta er nú allt of mikil til- finningasemi. Þú ert bara svona óttalsegin, vegna allra þessara morða, sem hafa orðið núna að undanförnu. Eins og til dæmis stúlkan. . . . — I guðs bænum, hættu nú! — Fyrirgefðu, þetta var hugs- unarlaust af mér. En Cilla, þú varst svo dugleg, þegar þú leitað- ir um allt húsið fyrir stuttu siðan. Og þú fannst ekkert grunsamlegt. Þú ættir þvf að vera róleg núna. Og ég kem, eins fljótt og ég get. Ef ég verð fyrir einhverjum töf- um, þá hringi ég. Hann skrifaði niður slmanúmeriö. — Svona nú, stúlka min, upp meö höfuðið, sagði hanri. — Þetta veröur allt ööru vlsi, þegar þú kemur þangað aftur. — Má ég spyrja þig einnar spurningar? Cilla leit á hann og sá að augu hans voru jafn alvar- leg og hún var sjálf þessa stund- ina. — Hversvegna hefir þú svona mikinn áhuga á málefni minu? Hann yppti öxlum. Illa innrætt- ur maöur myndi segja að ég hefði fundið lykt af fréttamat, heldurðu það ekki? Það er mitt starf. En ef satt skal segja, þá datt mér þaö ekki I hug fyrr en einmitt núna. Mér finnst bara að þú sért greind og elskuleg stúlka og svo dugleg, að þú reynir að bjarga þér sjálf, en ætlast ekki til að sá fyrsti bezti, sem þú hittir, komi æðandi til að bjóða fram hjálp sfna. Þaö er önnur hlið þessa máls. Hin er sú, að ég hefi sjálfur oröið fyrir þvi, aö finna fyrir svona ótta. — Þaö var fyrir mörgum herr- ans árum, sagöi hann svo hugs- andi. — Ég var bara strákur, aö- eins þrettán ára og eldri kunningi minn lofaöi mér þvl, aö ég mætti fara út aö sigla meö honum. Þeg- ar ég kom niður aö smábátahöfn- inni á tilteknum tima, þá var bæði hann og bátkænan horfin. Ég varö svo miöur mín, aö ég get ekki einu sinni lýst þvl. Ég var búinn að koma öllu I uppnám og jafnvel búinn að biðja menn að fara út á sjó og leita aö honum. En enginn vildi hlusta á mig. Seint um nótt- ina fannst hann, af tilviljun, á eyðiskeri. Hann haföi kollsiglt og synt upp aö skerinu. Ég gleymi aldrei þeirri angist sem greip mig, þegar ég fékk engan til aö hlusta á mig. Framhald á blsi. 35 35. TBL. VIKAN T9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.