Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 38
Bozo Kucik varð hundraö ára i
fyrra og jólin hélt hann á eyjunni
Gujak, sem er ein eyjanna i
Kornatieyjaklasanum úti fyrir
strönd Júgóslaviu. bar hafði hann
þá verið einbúi i meira en áttatiu
ár. En stuttu eftir áramótin flutti
hann til eyjunnar Murter, þvi að
eins og hann sagði sjálfur, vildi
hann ekki deyja einn.
Faðir Bozos hét Krizan og var
ekkjumaður, sem átti sjö börn.
Krizan hafði enga vinnu og þess
vegna fór hann með Bozo, sem þá
var tólf ára, á markaöstorgið i
Obrovac og seldi hann Ivan
Bozikov jarðeiganda fyrir hálfan
leirbrúsa af vini og kartöflupoka.
betta var árið 1880.
Krizan sagöi: — Héðan i frá er
þessi maður húsbóndi þinn.
Fylgdu honum og vertu honum
hlýðinn.
Bozo kvaddi föður sinn og hefur
ekki séð hann siðan.
Nýi húsbóndinn fór með Bozo
til eyjunnar Murter, þangað sem
hann fór eftir áramótin i vetur til
að deyja, og gaf honum fyrstu ær-
legu máltiðina, sem hann fékk á
ævinni. Hann man enn eftir þess-
um mat og i þau fáu skipti, sem
hann hefur haft einhvern til aö
taia við i áttatiu ár, hefur hann
sagt frá þessu atviki.
Ivan Bozikov kenndi Bozo aö
hirða geiturog fé og að rækta vin.
Síöan setti hann drenginn á land i
Gujak og fékk honum nokkrar
kindur, geitur og kjúklinga, tvo
klæðisbúta, þrjár ábreiður^
kartöflupoka, eldspýtur og hnif.
Hér hefur þú allt, .sem þú
kannt að þarfnast, sagði Ivan. —
Ég kem aftur eftir sex mánuði
eða ár og lit eftir þvi hvernig þér
liður.
betta var árið 1888 og það var
ekki fyrr en árið 1914 að Bozo
komst aftur i snertingu við lifið
utan eyjarinnar. bá kom bátur til
Gujak. Herlögreglumenn stigu á
land og tilkynntu Bozo aö hann
væri hér með kvaddur til herþjón-
ustu I her austurisk- ungverska
rikisins. beir tóku ekki mark á
þvi þó Bozo mótmælti herkvaðn-
ingunni og segðist vera fjörutiu
og tveggja ára.
Bozo.var ólæs og hafði engin
vottorð, sem sönnuðu aldur hans,
og þess vegna gat hann ekki sann-
fært hermennina. beir þvinguðu
hann til að skiljast við húsdýrin
sin og fóru með hann i herbúðir i
Opatija, þar sem nú eru lúxus-
hótei og einn vinsælasti ferða-
mannastaður i Júgóslaviu.
bar kynntist hann einu kon-
unni, sem hefur haft nokkur áhrif
á hann. Hann varð ástfanginn af
henni, en hún vildi ekki bindast
honum, þvi að henni fannst hann
vera of gamall.
Hann hefur aldrei siöan tekið
sér nafn stúlkunnar i munn, en
hann segir:
38 VIKAN 35. TBL.