Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 47
stúlkunnar, aö hún slær hana.
Hún biöst afsökunar, en Anna
hristir bara höfuðiö.
Þegar hún er orðin alein á ný
sker hún sig i kviðinn meö glas-
brotinu.
Við rúm hinnar látnu Agnesar
stendur presturinn.
— Ef þú mætir guði þar handan
við mörkin, og ef hann snýr aug-
liti sinu til þin, ef þú getur talSð
það mál, sem þessi Guð skilur...
Biddu þá fyrir okkur, Agnes,
kæra litla barn... Legðu byrðar
þjáninga þinna við fætur guð-
dómsins, biddu hann að mis-
kunna oss, frels okkur frá angist
okkar, leiöa og hinum djúpa efa.
Biddu hann að gefa okkur tilgang
i lif okkar, þú, sem hefur þjáðst
svo mikið og lengi, þú hlýtur aö
vera þess verð að bera fram bæn-
ir okkar.
Agnes er svo litil i nýstroknu
lini. Hvita hettu h'efur hún yfir
hárinu. Milli krosslagðra hand-
anna er gul rós.
Þegar ég horfi á þessa mynd,
sem Ingmar kallar draum, þrá
eða kannske von, ótta, þar sem
hið ógnvekjandi kemur aldrei
fram, heyri ég, hvað Ingmar
sagði einu sinni:
— Ef ég hefði ekki fengið að lifa
i samfélagi með öðrum, og ef
þetta samfélag hefði ekki gert
«kröfur til min, svo ég fengi tæki-
færi til að fara út fyrir sjálfan
mig, til að gleyma sjálfum mér,
hefði ég sennilega orðið geðveik-
ur og framið sjálfsmorð, ef ég
hefði þorað þaö.
Svo gerist hið óvænta.
Anna heyrir barnsgrát i fjar-
lægð,„og þegar hún gengur inn til
hinnar látnu, sér hún tár, sem
renna niður kinnarnar.
Ég get ekki sofiö. Ég get ekki
farið. Er enginn, sem getur hjálp-
að mér? Ég er svo þreytt.
— Þaö er bara draumur, hvisl-
ar Anna.
----Fy rir ykkur er það kannske
draumur, en ekki fyrir mig.
Anna biður systurnar að sitja
yfir henni, þar til hið vonda er lið-
ið hjá. Karin biðst undan, hún vill
ekki hafa neittaö gera með dauða
systurinnar. Henni finnst hann
viðbjóöslegur.
Marla tekur hikandi og hrædd
um hendur systurinnar:
— Manstu eftir, þegar við vor-
um litlar og lékum okkur i rökkr-
inu:. Allt I einu urðum viö báðar
hræddar og þrýstum okkur þétt
hvor að annarri og héldum um
hvor aðra. Er ekki um sama hlut
að ræða núna.Er það ekki?
Én þegar Agnes dregur hana til
sin, flýr hún út úr herberginu,
kastar sér á lokaðar dyrnar og
bankar til að sleppa út.
Þá stendur Anna þar.
— Þér þurfið ekki að vera
hræddar lengur. Ég skal gæta
hennar.
Hin trúa þjónustustúlka, Anna,
Bergman mælir fyrir um töku
atriöis i myndinni.
Maria og læknirinn (Erland Jos-
ephson) i einu atriöi myndarinn
ar. .
Maria (Liv Ullman) er ljúfust
þeirra systra, lifandi — dekruö af
systrum sinum.
Þú trúir ekki, að þú sért aö
deyja?
Eg trúi ekki, að ég eigi að
deyja, ég hef aldrei getað imynd-
aö mér þaö.
En þegar ég upplifi návist
dauðans jafn sterkt og i drauma-
leik Ingmar Bergmans, vil ég
breyta lifsbraut minni.
Eigingirnin, kuldinn og kæru-
leysið, reiðin, drambið og leiðinn.
leiðinn.
Það siðasta, sem við sjáum af
Karin, er, þegar hún kveður
Mariu. Hún vildi gripa til þess,
sem hún hafði kastað frá sér,
hæfileika til auösveipni, innileika
og þrá eftir samkennd.
— Þú gerðir mig hrærða, sagði
Karin alvarleg.
En Maria, sem er svo barna-
lega forvitin, er nærri búin að
gleyma þvl öllu. Þar að auki hef-
ur hún ekki tima.
Hefur þú eða ég?
„Gefðu mér barm aö blunda viö
er breytist gleöi i neyö
Geföu mér trú aö treystast viö
tryggö i myrkum deyö”.
lokar dyrunum. Gengur yfir að
rúmi Agnesar og leggst við hlið
hennar. Hún heldur höfði hennar
að brjósti slnu.
35. TBL. VIKAN 47