Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 39
— Við fórum i gönguferðir
saman og allt var svo fallegt. Ég
skildi farangur minn eftir hjá
henni, þegar ég var sendur á vig-
stöðvarnar. Þar varð ég fyrir
skoti i vinstri olnbogann og fékk
lausn frá herþjónustu. Þá sneri ég
aftur til Gujak. Ég skildi farang-
urinn og endurminningarnar eft-
ir.
Þegar Bozo kom aftur til
Gujak, komst hann að raun um að
féð hans og geiturnar voru þar
enn, þó að þær væru aö visu litið
eitt villtar. Nokkur hænsn voru
lika lifandi.
Hann hófst handa við að temja
dýrin að nýju. Hann svaf oft hjá
þeim i gryfjum og lægðum, þvi að
hann varð að fara langt frá stein-
kofanum, sem hann annars bjó i,
vegna beitarinnar.
Bozo var sjötiu og tveggja ára,
þegar þýzkar hersveitir stigu á
land i eynni i siðari heims-
styrjöldinni til þess aö spyrja
hann hvort nokkrir jógóslavnesk-
ir andspyrnumenn leyndust þar.
— Það voru engir og það sagði
ég þeim, segir Bozo. Hermenn-
»irnir voru alls ekki óvingjarnlegir
við mig. Sennilega hafa þeir hald-
ið að ég væri hálfgerður bjáni og
ég viðurkenni að það hef ég i
rauninni verið, að minnsta kosti
frá venjulegu sjónarmiöi. En þeir
komu vel fram við mig og skildu
eftir hjá mér matarbirgðir, þegar
þeir voru bónir aö leita á eynni.
Bozo var orðinn niutiu og sex
ára, þegar hópur júgóslavneskra
blaöamanna heimsótti hann árið
1968. Bústaður Bozos er uppi á
hæð, þaðan sem sér yfir eyjarnar
i kring, sem flestar hafa myndazt
i eidgosum.'Einn blaðamannanna
skrifaöi: Hér bjó gamli maður-
inn, eins var um sig og dýr. Þegar
hann varð var viö komu okkar af
gaggi hænsnanna og vélarhljóð-
inu i bátnum, reyndi hann að fela
sig fyrir okkur. Við klifruöum upp
klettana, sem voru skrælnaöir af
sólarhita. Eini gróðurinn á leiö-
inni upp voru lágvaxnir runnar og
hrislur. Efst á hæöinni óx eins
konar gras, sem af var mjög
sterkur ilmur. Nokkur hópur
kinda varð var við okkur og tók á
rás yfir klettana. Rétt hjá kofa
Bozos var litill vingarður, olivu-
tré og granateplatré. Stööugt suð
skordýranna fyllti heitt og mettað
sjávarloftið.
Okkur tókst aö lokka Bozo fram
úr felustaö sinum bak við hesli-
hnetutré með þvi að múta honum
meö þremur nýjum fiskum.
— Ég er ekki vanur að tala viö
neinn annan en sjálfan mig, sagði
hann. Þess vegna hef ég næstum
þvi gleymt hvernig fólk talar. Ég
hef verið hamingjusamur alla
ævi. Ég hef ekki fundiö fyrir
hungri siðan ég var barn. Ég hef
egg, geitamjólk og vin og ég er
ánægður.
Þetta var fyrsta heimsókn
blaöamanna. Sú næsta og kannski
sú siðasta fór fram i janúar
siöastliönum, að hluta áður og að
hluta eftir aö Bozo fluttist,yfir til
Murter.
Bozo hafði enga hugmynd um
hvaö blaðamennirnir voru aö fara
þegar þeir sögðu honum að menn
hefðu lent á tunglinu.
— Ég horfi oft á tunglið, þegar
það er á himninum, sagði hann,
en ég hef aldrei séð neinn mann
þar.
— Þykir þér vænt um dýr?
spuröi blaöamaðurinn.
— Já, ég slæ aldrei til dýra og
ég deyöi þau ekki, nema það sé ó-
hjákvæmilegt. Ef sjómenn koma
hingað i eyjuna, bið ég þá stund-
um að slátra fyrir mig kjjíklingi
eða lambi, en ég vil ekki vera við-
staddur. Annars gæti ég ekki lagt
mér kjötið til munns.
— Ég gæti deytt merði, þvi að
þeir leggjast á hænsnin min.
Kaninur gæti ég lika deytt, þvi að
þær éta grænmetið mitt og fæðu
geitanna og fjárins. Maðka á ég
aúövelt með að drepa, en þeir eru
yfirleitt fljótir að koma sér und-
an,
— Fisk get ég etiö, þvi að ég
held ekki að þeir hafi sömu til-
finningar og menn og dýr. Ég hef
aldrei átt bát og ég kann ekki að
synda, svo aö ég er algjörlega
háður húsbónda minum eða öíir-
um, sem kunna að koma til eyjar-
innar, ef ég þarf að fara úr eyj-
unni.
— Venjulega nærist ég á eggj-
um, kinda- eða geitaosti, kartöfl-
um og rótum. Ég borða ekki mik-
iö salt en langi mig i salt, fæ ég
það úr sjónum.
— Það eru þrjár framtennur
eftir i munninum á mér. Hinar
hafa losnaö úr. Nokkrar hef ég
dregið úr með fingrunum. Ég hef
aldrei allt mitt lif fengið tannpinu
eða meitt mig alvarlega, nema
þegar ég varð fyrir skotinu i
striöinu.
Þegar Bozo var spurður aö þvi,
hvað hann væri vanur aö hugsa
um, þegar hann hefði engan að
tala við, svaraði hann:
— Þaö er nú svo sjaldan, sem
ég hef einhvern til að tala við. Ég
tala alltaf svolitiö viö sjálfan mig
til þess að týna ekki málinu alveg
niöur. Annars hugsa ég um
stjörnurnar, mánann, öldurnar,
regniö og dánu dýrin.
— Hefur þig aldrei langaö til aö
fara úr eynni?
— Ekki fyrr en núna eftir að ég
fann að ég á stutt eftir. Ég hef
alltaf verið hamingjusamur og
aldrei haft neina þörf fyrir annað
fólk. Það er fyrst núna, þegar ég
finn að göngu minni er að ljúka,
aö ég finn að mig langar til að
vera nálægt einhverjum, sem
þykir vænt um mig.
Bozo Kucik var tólf ára, þegar faðir
hans seldi jarðeiganda nokkrum hann
fyrir kartöflupoka. Bozo er orðinn hundr-
að ára og mest^n hluta ævi sinnar hefur
hann búið einn á eyðiey.
35. TBL. VIKAN 39