Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 46

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 46
Fyrir sumarfri lauk sjónvarpiö viö sýningu „Þátta úr hjóna- bandi”, sjónvarpsmyndaflokks, sem hinn frægi leikstjóri Ingmar Bergman samdi og stjórnaöi. Sunnudagskvöldin, sem þættirnir voru sýndir á, rööuöu fjölskyld- urnar sér fyrir framan sjón- varpstækin og horföu undrandi, skelfdar og hissa á, hvernig Berg- man dró upp myndir, sem alveg eins gætu veriö þeirra eigin. I vor var frumsýnd i Sviþjóö ný mynd eftir Bergman: „Hvisloghróp”. I hlutverkum eru sömu leikarar og i „Þáttum Ur hjónabandi”: Liv Ullmann og Erland Josepsson. Bergman kallar myndina „draum, þrá eða kannske von”. Greinin, sem hér fer á eftir, er skrifuö af norska blaöamannin- um, Arne Sellermark. Þaö hendir oft, aö maöur fær löngun til aö breyta lifsbraut sinni. Löngunin getur komið eftir aö maöur hefur hitt manneskju, eftir að hafa séö kvikmynd, leik- rit, málverk eöa hlustaö á tón- verk. „Hvisl og hróp” er þannig mynd. Ingmar Bergman leiöir okkur æ dýpra i draum. Viö erum stödd á gömlum bóndabæ viö vik Malaren (stærsta stööuvatn I Sviþjóö). Fyrir utan er garðurinn, sveipað- ur haustþoku, allt er eyöilegt, kyrrt og hrörlegt. Þetta er um aldamótin. Agnes liggur fyrir dauöanum, á mörkum hins eilífa einmana- leika. Hún vaknar og berst viö sársaukann, hún tekur dagbókina og skrifar: „Þaö er árla mánu- dagsmorguns og mér liöur illa. Systur mlnar og Anna skiptast á um aö vaka yfir mér. Þaö er vin- gjarnlegt af þeim. Þá er ég ekki jafij einmana i myrkrinu. . . .” Anna er þjónustustúlkan. Þeg- ar hún var ung stúlka, eignaðist hún barn og Agnes annaöist hana og barniö. Nú er barniö dáiö, eri hin innilega vinátta milli þeirra Agnesar stendur. Anna er kyrr- lát, innhverf og óútreiknanleg. HUn er þunglamaleg i fasi. Þegar þau sem vaka veröa skyndilega vör viö nálægö dauö- ans, róast þau i allri þeirri viö- kvæmni, sem umlykur hinn þjáöa likama. — Þú ert svo góö, þú ert svo góö, hvislar hún i þvi hún sofnar. Ég græt, þegar ég sé umhyggj- una. Ég hef aldrei séð manneskju eins og önnu á hvita tjaldinu, þetta hlýtur aö vera I fyrsta skipti, sem móöurtilfinningin, móöurástin er skilgreind svo opiö og einfaldlega. Traustiö, siöasta hjálpin til þess deyjandi, er alltaf nálægt, varminn og umhyggjan, sem segir: ég skil þig og vil vera hjá þér. „Geföu mér barm aö blunda viö er breytist gleöi I neyö. . .” 46 VÍKAN 35. TBL. I HVÍSL OGHRÓP viljum viö öll nálgast. Hvað hindrar okkur? Hin deyjandi Agnes á tvær syst- ur, sem eru mjög ólikar, en eitt eiga þær sameiginlegt: fjarlægö og fálæti, sem gerir llf þeirra aö heiviti. Maria er heit og lifandi. HUn er dekurbarn og hún er forvitin. Þaö er fyrst, þegar unnusti hennar þvingaöi hana til aö lita I spegil, aö viö kynnumst henni. — Munnur þinn hefur fengiö svip af óánægju og hungri. Aöur var hann bara mjúkur... Fallega breiða enniö er rist fjórum lfnum yfir hvora augabrún. Þaö er kæruleysiö, sem hefur sett sitt far. Séröu þessa fallegu linu frá eyrnasnepli til hökunnar? Hún er ekki svo sjálfsögö lengur. Þar sit- ur letin og fályndiö. Og hér viö nefræturnar, þú glottir oft. Af hverju giottir þú svo? Og undir augunum þessar þunnu næstum ósýnilegu hrukkur... vegna leiða og óþolinmæöi... Maria segir viö systur sina Karin: — Ég vil, að við veröum vinir. Ég vil, aö viö þurfum aldrei að berjast hvor viö aöra. . . . Allt I einu, þegar ég sé systurn- ar standa svo nálægt hver ann- arri, man ég eftir, hvaö Ingmar sagði mér um þessa Karin. Henni finnst maöur sinn viö- bjóöslegur, samt er hún honum trú. HUn lifir lifi sinu I ástandi lokaðs hugar, og hatur hennar og hamsleysi er ekki eingöngu beint gegn honum, heldur sjálfu lfíinu. Hún hefur aldrei nokkurn tima notaö hæfileika sina til auð- sveipni, innileika og þrár eftir samkennd. Viö hittum hana meö manni sinum, lifandi dauöa. Þau boröa saman i þögn, þjónaö af þjónustu- stúlkunni önnu. Hatur þeirra er Systurnar þrjár I myndinni: Agn- es (Harriet Andersson) Karin (Ingrid Thulin) og Maria (Liv Ullman). Þær hafa allar leikiö mikiö I myndum Bergmans. stööugt nálægt. Þau slaka ekki á eitt einasta augnablik I barátt- unni um, hvort eigi aö lifa hitt af. Karin veltir vinglasi og þaö brotnar, viniö litar dúkinn rauöan og hún horfir hrædd á mann sinn. En hann lætur sem ekkert sé, þurrkar sér vendilega um munn- inn meö munnþurkunni og gengur inn i svefnherbergi sitt. Karin situr eftir meö brot Ur vinglasinu. Seinna þegar Anna hjálpar henni aö afklæöast, veröur hún svo pirruð á augnaráöi þjónustu- Systurnar og hin trúfasta þjón- ustustúlka Anna (Kari Sylwan) á göngutúr I gamla garöinum viö Malaren. Þaö er um aldamótin.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.