Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 22

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 22
RAY DAY IS KVE Þátturmn brá sér á hljómleikana á White City Stadium þ Rokkhljómleikarnir á White City knattspyrnuvellinum i London fyrir rúmum einum og hálfum mánuði siðan hafa verið margræddir i erlendum músiktimaritum. Þetta voru ætlaðir einhverjir mest rokkhljómleikar ársins til þessa i Englandi og til þeirra hafði verið boðið tveimur bandariskum hljómsveitum, Sly and The Family Stone og Edgar Winter Group. Sly hafði ekki komið fram i Englandi i þrjú ár og þetta yrði i fyrsta skipti sem Edgar Winter kæmi fram með hljómsveit sinni i Englandi, en hann hafði áður verið þar á ferð 1970 með bróður sinum Johnny. Þá héldu þeir hljómleika i Albert Hall. Siðan var hann einnig á ferð meðWhite Trash á s.l. ári og kom þá fram á hljómleikum i Chrystal Palace. Það var því að vonum mikil spenna i loftinu. Meðal enskra hljómsveita, sem fram komu, voru Lindisfarne, Canned Heat, JSD Band. Barkley James Harvest og siðast en ekki sist Kinks með Ray Davis I farar- broddi. Upphaflega átti Donovan að koma fram á hljómleikunum, auk Lou Reed, en Reed varð að hætta við þátttöku, vegna þess að hljómsveit hans leystist upp stuttu fyrir hljómleikana. Donovan hætti við þátttöku af ókunnum orsökum og i stað hans komu Kinks. Þessi ákvörðun átti eftir að verða mönnum minnis- stæð, þvi eftir að Ray Davis og Kinks höfðu lokið prógrammi sinu, tilkynnti Ray, að þetta væri i siðasta skipti sem hann kæmi fram opinberlega. — Að verða vitni að slikri yfirlýsingu og að þvi, i hvernig ástandi maðurinn var, sem hana gaf, skilur eftir sig nokkuð, sem erfitt er að lýsa, — en engu að siður, þátturinn er i dag helgaður Ray Davis. Þvi hefur verið haldið fram, að Kinks sé sú hljómsveit, sem einna mestrar aðdáunar hafi notið meðal annarra hljómlistar- manna. En það vita lika allir, að Kinks eru litið annað en Ray Davis og hans tónlist. Með a.m.k. 16-topprokklög að baki, lög sem hafa tröllriðið flestum vinsælda- listum gegnum árin og meira en lOalbúm, fer ekki á milli mála, að Ray Davis var einn af þeim stóru. Það var á árinu 1964, sem fyrsta L.P. plata hljómsveitar- innarkom út, You Really Got Me. Næsta hét svo Kings-Size og inni- héltm.a. lögin Tired Of Waiting For You og All Day And All Of The Night. Það var kominn mai og árið var 1965. Vinsældir hljómsveitarinnar voru gifurlegar og það var altalað meðal erlendra gagnrýnenda, að lög Ray Davis væru það flókin, að það væri ekki á hvers manns færi, að flytja þau, svo vel mætti vera. Lagið All Day And All Of The Night, vakti mikla athygli fyrir margflókinn söng og fyrir að vera mjög svo sérstakt lag. — Það eru margir hljómlistarmenn, sem gera það að leik sfnum, að semja lag, mjög svo keimlikt einhverju topplagi, til þess að notfæra sér hugmyndina að baki tónsmiðinnar, til eigin frama. Fyrrnefnt lag var svo sérkenni- legt, að það þorði ekki nokkur maður fyrir sitt litla lif, að gefa út lag i likingu við það, — þar til 1968, að hljómsveitin Doors gáfu út lagið Hello I Love You, sem var svo likt, að það kom til tals að kæra þá fyrir vikiö. Þá á árinu 1965, hafði Ray Davis þegar áunnið sér orð, sem laga- og textahöfundur i sama bvnedarflokki. ef svo má að orði

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.