Vikan

Tölublað

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 48

Vikan - 30.08.1973, Blaðsíða 48
mig dreymdi HIIINGIR. Kæri þáttur! Mig dreymdi að ég væri flutt að heiman i eitt herbergi, sem ég var að koma nýjum húsgögnum fyrir i. Skyndilega verður mér litið á hendina á mér og var þá kominn mjór gullhringur með ekta demantssteini á baugfingur. Ég lit aftur á hend- ina á mér, en þá er demantshringurinn horfinn, en giftingarhringur kominn i staðinn. Þá hugsa ég sem svo: Hverjum skyldi ég vera gift? Ég lit inn i hringinn og sé, að innan i honum stendur orðið BLEIKUR og þegar ég skoða hringinn betur, sé ég að hann er bleikur og er ekki úr gulli heldur úr plasti. í þriðja sinn verður mér litið á fingurinn og þá er plasthringurinn horfinn, en fremur mjór giftingarhringur úr gulli kominn i hans stað. Mér verðurlitiðá hendina á mér i f jórða sinn og sé að mjói giftingarhringurinn er horfinn, en annar breiður kominn i hans stað. Breiði hringurinn hverfur svo lika og ég var að leita að honum, þegar ég vaknaði, þvi mér fannst að vinur minn væri að koma i heimsókn og ég yrði að vera búin að finna hringinn, þegar hann kæmi. Með fyrirfram þökk og von um að draumurinn verði ráðinn, Magga. Óneitanlega minnir þessi draumur á þann fræga draum Guðrúnar ósvivursdóttur, sem Gestur hinn spaki Oddleifsson réði. Við skulum þó vona, að þú eigir ekki fyrir höndum aðrar eins sviptingar i ástamálum og Guðrún. Samt leikur enginn vafi á þvi, að þessi draumur er tengdur þeim karlmönnum, sem á vegi þinum verða, eða hafa þegar orðið. Þó að hringarnir i draumnum virðist i fljótu bragði vera fjórir, verða mennirnir ekki nema þrir. Þeim fyrsta verður þú öfunduð af, en eins og þú uppgötvaðir i draumnum, að hringurinn var úr plasti, þá kemstu að raun um að maðurinn er ekki verður þess álits, sem hann nýtur. Næsti i röðinni hefur minnsta þýðingu fyrir þig, þó að hann reynist þér vel. En sá þriðji er verðandi lifsförunautur þinn og það jafnt þó að þú fyndir ekki hringinn i draumnum. Vera kann, að hinir tveir séu úr fortiðinni, þó að það þurfi ekki að vera. BARNSFÆÐING. Mig dreymdi að ég væri að þvi komin að eiga barn og fannst mér ég vera að biða eftir sjúkrabilnum. Mér fannst eins og ég kviði fyrir fæðingunni og var að hugsa um það, þegar sjúkrabillinn kemur. Ég er siðan lögð á sjúkrabörurnar og borin út i bilinn. Mér íannst eins og ljósmóðir væri með bilnum og hún sagði við mig, að ég skyldi ekkert vera að draga þetta. Það væri alveg eins gott að taka bara á móti barninu i bilnum. Mér fannst ég siðan ala barnið og allt gekk eins og i sögu. Ég eignaðist litinn dreng og ég varð strax hrifinn af þvi hvað mér þótti hann stór og myndarlegur. Draumurinn varð ekki lengri. Ég vona að þú getir ráðið eitthvað úr þessu, þvi að draumurinn var óvanalega skýr. Með fyrirfram þakklæti. Nina. Að dreyma sig ala sveinbarn hlýtur að tákna mikla gæfu, að minnsta kosti ef þú ert gift. En það er nokkur ljóður á draumnum, að fæðingin skyldi vera i bil, þó að það hafi enga úrslitaþýð- ingu á merkingu hans. Líkast til rætist úr ein- hverjum vandræðum, sem að þér hafa steðjað að undanförnu og þú hefur haft miklar áhyggjur af. SVAR TIL LILLU Ekki höldum við, að þú þurfir að óttast að draumurinn þinn gerist bókstaflega I raunveru- leikanum, eins og þú segir að komið hafi fyrir þig! Jafnvel þó að þú fengir tækifæri til að endurnýja samband þitt við þennan mann, ert þú áreiðanlega of skynsöm til að fórna hamingju þinni fyrir ævihtýri með honum. Drauminn viljum við ráða á þann veg, að fundum ykkar beri óvænt saman og þú áttir þig á, að hann er þér ekki eins mikils virði og þú hélzt og þér takist þess vegna að gleyma honum fyrir fullt og allt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.