Vikan

Tölublað

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 3

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 3
EKKERT TÆKIFÆRI TIL AÐ SLAKA Á „Baliettflok^urinn, sem viö erum i, æfir átta tima á dag sex daga vikunnar. Viö byrjum æfingar klukkan tiu á morgnana og æfum til klukkan tvö. Siödegis eru æfingar frá klukk- an sex og þær standa til klukkan tiu á kvöld- in. Dans er mjög erfiöur likamlega og and- lega reyndar lika, þvi aö á meöan maöur er aö dansa er ekkert tækifæri til aö slaka á og hvila sig”. Þetta er brot úr viðtali, sem Vikan hefur átt viö Sveinbjörgu Alexanders. Sjá bls. 26. ÉG HEF ÖLL ÞVOTTAPRÓGRÖMM i KOLLINUM „Auövitaö er manninum jafn eðlilegt og kon- unni að hugsa um sitt eigið barn. Stundum baða ég til dæmis hvitvoðunginn. Og ég þvæ stórþvotta. Ég hef öll þvottaprógrömm alveg i kollinum. Ég er meö svuntu alltaf þegar ég get. En ég geri vissar kröfur. Ég stig á bremsuna. Ég vil ekki, að eiginmaöurinn breytist I kellingu...” Þetta er brot úr stuttu spjalli viö Jónas Guömundsson, stýrimann, en hann gefur út fyrstu skáldsögu sina núna fyrir jólin. Sjá bls. 24. ERTU EKKI FARINN AÐ VERA MEÐ STELPU? „Hún var ógift og reyndi alltaf að koma af stað vandræöum. Ég haföi óttazt hárbeittar athugasemdir hennar frá þvi aö ég var litill drengur, og þó vissi ég alltaf, að henni þótti vænt um mig;. Eftir að ég haföi óskað henni til hamingju með afmæliö, kom spurningin, sem ég átti von á: „Ertu ekki enn farinn aö vera meö steipu. Barry? Hvaö er eiginlega aö þér?” Sjá frásögnina „Ég var ólikur öörum piltum" á bls. 10. kÆRI LESANDI: „Amerlski mannfræðingurinn Ashley Montague lagðíst harkalega gegn goðsögninni um konuna sem hið veika kyn, þegar hann skrífaði fyrir nokkrum árum: „Enginn veit, hvar uppruna X- og Y-krómósómanna er að leita, en mér þykir gaman að imynda mér Y-krómósómið sem vanþróað afbrigði fyrri tima X-krómósóms. Svo virð- ist sem brot X-krómósóms hafi klofnað frá þvi og tekið með sér nokkra erfðaeigin- leika, sem ollu þvi að X-krómósómin gátu ekki kom- ið i veg fyrir, að ófullkomið kvenkynsfóstur myndaðist, eða með öðrum orðum það sem við köllum karlkynsfóst- ur. Þetta gerir karlmanninn að nokkurs konar ófullgerðri konu, sem er ekki eins vel út- búinn og konan i liffræðilegum skilningi”. Þetta er kannski i flóknara lagi eins og öll visindi. En það er staðreynd, að karlar deyja fyrr en konur. Og i grein á bls. 6, sem byggð er á nýjustu rannsóknum visindamanna, kemur sannleikurinn i ljós: Konan er betur gerð frá hendi náttúrunnar. Það er hún, sem er sterka kynið! VIKAN Otgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaðamenn: Matt- hildur Edwald, Kristín Halldórsdóttir og Trausti Ólafsson. Otlitsteikning. Þorbergur Kristinsson. Auglýsingastjórar> Sigríður Þorvaldsdóttir og Sigríður ólafsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing, Síðu- múla 12. Símar: 35320 — 35323. Póst hólf 533. Verð í lausasölu kr. 100.00. Áskriftarverðer 1000.00 kr. fyrir 13 tölublöð ársf jórðungslega eða 1950.00 kr. fyrir26 tölublöð hálfsárslega. Áskriftarverðið greiðist fyrirfram. Gjalddag- ar eru: nóvember, febrúar, mai og ágúst. Vikan 46. TBL. 35. ÁRG. 15. NÓVEMBER 1973 BLS. GREINAR 6 Hvers vegna lifa konur lengur er kárlar? Sagt frá nýjustu niðurstöð- um vísindamanna um mismun kynjanna 10 Ég var ólíkur öðrum piltum, sönn frásögn VIÐToL: 22 ,,Sumir eru vitlausir i hesta, ég rækta hins vegar fisk", óskaviðtal við Kristin Guðbrandsson 24 ,,Dauð skáld ættu að leggjast í barnéignir", sþjallað við Jónas Guðmundsson 26 ,,Dans er erfiður, bæði líkamlega og andlega", rætr við Sveinbjörgu Alexanders SoGUR: 12 Tilvonandi faðir, smásaga eftir Saul Bellow í þýðingu Skúla Bjark- an 24 Kuldamper Apsalon, kafli úr nýrri bók 8 Hver er Laurel? framhaldssaga, 8. hluti 16 Götustrákurinn, framhaldssaga, 7. hluti yMISLEGT: 20 Undirfatatízkan í hundrað ár, þáttur í umsjá Evu Vilhelmsdóttur 28 Jólagetraun Vikunnar, 2. hluti 18 3M — músík með meiru 14 Úr dagbók læknis 32 I fullri alvöru: Góðverk með gírói FORSIOÁN Forsíðumyndin er af Sveinbjörgu Alexanders ballettdansmey, en við- tal við hana og eiginmann hennar birtist á bls. 2&. (Ljósm. Sigurgeir Sigurjónsson.) 46. TBL. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.