Vikan

Tölublað

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 24

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 24
KULDAMPER Kuldamper Absalon hafði verið i Lundúnum að lesta kol og plægði nú upp með Signu, sem var gul og þrúngin lifi og efnum. Utanfrá sjó benti i rauninni ey?ert til þess, að þarna væri skipgeng á, sem hægt væri að sigla til Parisar. Ströndin var samfelld og öldurnar misstu fót- anna i drullunni og sandinum, og féllu framyfir sig með drunum og formælingum. Svo^á flóðinu tóku skipin ósinn og runnu i skarð i mjúkum sveig, gegnum háa bakka, og fyrir innan varð landið svo jafnhátt sjónum, eða þvi sem næst. Garðurinn lá einsog breiöur faldur meöfram sjónum svo langt sem augað eygði, einsog til að skilja júgurmiklar sveitakýrnar frá sækúnum og katanesdýrunum, sem röltu sjávarfjöruna á nóttunni, eða til að forða bændunum frá þvi að horfa á stööugan brimrassinn fyrir utan. Það var eins og að missa onum sig buxurnar að sigla allt i einu á stóru járnskipi gegnum akurlönd, og fara upp úr þurru að veifa gæsastúlkum, sem sátu með fangið fullt af blómum á árbakk- anum i stað þess að hafa blæðandi vetrarhafið, einsog hundsrass fyrir augunum, si og æ, laufþúng trén skýldu Kuldampernum fyrir fáorðum köldum vindinum. Eftir átta tima siglingu á ánni, bundu þeir Kuldamper Absalon íraman við gasverkið i Rúðuborg, og þá var komið logn og reyk- urinn úr skipunum, og frá húsunum i kring, steig kilómetra upp i loftið, þráðbeint, og skipin og húsin voru eins og litil dýr meö löng svört skott, sem náöu upp i himininn. Austan við gasverkið var Rúða: Rúðuborg. Upp úr húsaþyrpingunni i Rúðu, stóð dómkirkjan Notre Dame, með tveimur turnum. Hún var áberandi stærri en aðrar byggingar i bænum. Til að sjá minnti hún þá á tvö stórvaxin for- etdri með sæg af smávöxnum afkvæmum. Rúða var samt hafnarborg, þrátt fyrir þetta guð- iega yfirbragð. Skipshöfninni leiö vel. Hér var lif og fjör. Vinið flaut og þeir gleymdu kuldanum i Kaupmann- höfn, kuidanum i Noröursjónum og kuldanum i London. Gleymdu konúnni og börnunum. Lika kreppupni. öllu nema sjálfum sér óg tittlingnum, sagði brytinn. Hann var ekki hrifinn af Frans. Frúkostsákavitið hans, sem var , tært eins og vigt vatn, var óseljanlegt hér, þrátt fyrir ótal medaliur innanúr Þýzkalandi. Nú hét það Beaujolais, sem menn drukku og hreyfingar þeirra uröu fjaðurmagnaðri með hverjum degi, og lúkarinn minnti meira á riddarasal i kastala, en fátæklega vistarveru i Kuldamper með járnnöglum, og þeir voru fullir tillitssemi og þokka. Akaviti var „Dauð skáld ættu að leggjast í bai Jónis Guðmundsson, stýri- maður, sendir frá sér nýja bók á þessu hausti, skáidsöguna Kuidamper Absalon. Þetta er niunda bók hans, en fyrsta skáldsagan. Áður hefur hann gefið út smásagnasafn og ýmiss konar frásagnir um sjó- mennsku. Nýja skáldsagan er skreytt af höfundinum, en hann hefur fengizt töluvert við mynd- list og haldið nokkrar sýningar á undanförnum árum. Vikan leit inn tii Jónasar á dögunum og spjallaði við hann um nýju bókina og sitthvaö fleira. Jónas er alltaf hress I taii og óhræddur við að segja meiningu sina um menn og mál- efni. Við báðum hann fyrst að segja okkur nánar frá. Kuldampfer Absalon: — Ég skrifaði þessa sögu I Kaupmannahöfn, Kanada og vfðar á árunum 1969 og 70. Ég var þá á stóru, dönsku skipi. Vorið 1970 réði ég mig siöan á grænlandsfar og sneri mér þá Jíjótlega að þvi að skrifa aðra bók, sem segir frá Græniend- ingum og reynslu minni um borð i þessu grænlandsfari. Það frestaðist um eitt ár, að sú bók kæmi út, en á meðan tók ég að endurskrifa Kuldamper. Eins og nafnið bendir til fjallar sagan um gufuskip og lifið um borð i þvl. Ég hef verið á gufuskipi, meira að segja fleiri en einu, og þekki það þvi vel. Þaö er af- skaplega mikill munur á gufu- skipi og vélskipi. Það er miklu stærri sál I gufuskipunum. Ég kýs að láta þessa sögu ger- ast I Suöurborg á Jótlandi og á dönsku skipi vegna þes$ að hún lýsir sérstökum gufuskipastil. Hann var að visu til hjá Eimskipafélagi islands, þegar það byrjaði, en þetta er dansk- ur siglingastill, og þess vegna var miklu eölilegra að láta sög- una gerast þar. Annars er þetta alþjóöleg saga, sem lýsir alþjóölegu sjómannaiifi: Það er maður sem fer, kveður sitt föðurland, fimmtán eða sextán ára, eins og algengt er, og kem- ur svo kannski aftur á gamals- aldri. Hann afsalar sér landi sinu og eignast aldrei neitt land aftur. Mér hefur alltaf fundizt mjög athyglisvert að skoða manneskjuna I þessu tilbúna, hreyfanlega samfélagi, sem skipið er. — Hvernig gengur að vera hvort tveggja I senn málari og rithöfundur? — Þaðgengur afskaplega vel. tslendingum er eðlilegt að mála, og þeim er Hka eðlilegt að skrifa. En það hefur komizt ruglingur á þessu mál á siðustu árum. Við lifum I spánnýju þjóöfélagi. Það þarf sérfræö- inga til allra hluta, eða svo er manni sagt. Við föllum I stafi af aðdáun yfir myndlist hellisbúa, en aldrei höfðu þeir verið I nein- #jim my ndlistarskólum . Myndlistin er upprunaleg og hefur fylgt manneskjunni. Skólagangan getur aldrei veriö annaö en eins konar endurhæf- ing. — Tekst þér að lifa á listinni? — Já, og ástinni. Ég er að ala upp hvitvoðung. Við hjónin erum með eitt lltið tlu mánaða. Þegar fólk er orðið 25 ára eða þar um bil, er eins og miðtauga- kerfið og allt það sé löngu lamaö. Það er orðið að 24 VIKAN 46. TBL. Wtl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.