Vikan

Tölublað

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 5

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 5
Langar i sekkjapipu Kæri Póstur! Mig hefur lengi langaö til aö spyrja þig nokkurs, sem mig langar mikið til að vita. 1. Getur þú sagt mér, hvar ég get fengiö sekkjapipu? 2. Hvaö kostar hún "Sirka? 3. Hvað heitir flaggskip dráttar- báta í Evrópu? Ég vona, að þú hendir þessu ekki i ruslafötuna. Viröingarfyllst. Einn spprull. I>ú veröur aö fara til Skotlands að kaupa þér sekkjapipu, þvi þess konar hljóöfæri eru ófáanleg hér á landi, og ég hef ekki hugmynd um, hvaö þaö kann aö kosta. Og aftur rekuröu mig á gat meö 3. spurninguna, eini dráttarbátúr- inn, sem ég þekki, er hann Magni okkar, en tæplega telst hann flaggskip dráttarbáta i Evrópu. Letrið var japanskt Herra minn! Ég, sem er japanskur stúdent við Háskóla tslands, biðst afsök- unar á þvi að skrifa yöur á ensku, en ég er nýbyrjaður aö læra is- lenzku og á erfitt með að skrifa hana. Ég rakst á ófyrigefanleg mistök i grein Willy Breinholsts „Albania”, þar sem undir efstu myndinni á bls. 7 stendur: „Arið 1963 var gerð tilraun til að kenna kinversku i albönskum skólum”. En letrið, sem sýnt er á mynd- inni, er "sannarlega japanskt, en ekki kinverskt. Sem Japani, sem elskar föður- land sitt og menningu þess, mót- mæli ég þvi, að japanskt letur sé svo hirðuleysislega tekið fyrir kinverskt letur. Yðar einlægur, Mitsuaki Usami Kæri Mitsuaki Usami! Viö hérna á Vikunni erum sannarlega snöggtum verr að okkur i japönsku og kinversku en þér i Islenzku. Greinin er eftir Willy Breinholst og þýdd úr dönsku hér Á ritstjórninni, og á dönskunni stóð sannarlega, aö þetta væri kinverskt letur. Við getuin vist ekki betur gert en biöjast afsökunar á þessum leiöu mistökum, og viö þykjumst þess fullviss, aö Willy Breinhoist taki undir þau orö af einiægni. Bréfaskipti Kæri Póstur! ' Þetta er i fyrsta skipti, sem við skrifum þér. Við ætlum aö spyrja þig nokkurra spurninga: 1. Hver er utanáskriftin til blaðs- ins Heima er bezt? 2. Hver er utanáskriftin til Dan- merkur, Noregs, Sviþjóöar og Finnlands? bað verður að vera hægt að senda bréf til þessara landa. 3.*„Er hægt að fá bréfaskipti gegnum Vikuna? Kostar það þá eitthvað? „Hallóurnar”. Æ, æ,æ, þetta bréf er meö þeim verstu, sem Pósturinn hefur séð árum saman, hörmuiega illa skrifaö, sóöalegt og snarvitlaust stafsett. Ég varð að snúa þvi öllu viö, svo þaö yröi skiljanlegt. biö hafiö ekkert með þaö aö gera að stunda bréfaskifti, fyrr en kunnáttan hefur batnaö. bá getið þiö skrifaö Vikunni aftur og beðiö hana aö birta nöfnin ykkar I bréfaskiptadálki, sem birtist alltaf ööru hverju, og þaö kostar ekkert. Það ætti að vera nógur timi þiö eruð varla búnar aö ná 10 ára aidri eftir bréfinu að dæma. En timaritið Heima er bezt hefur heimilisfangið Hafnarstræti 88 b, Akureyri. Að þrábrennivin Halló Póstur minn góður! Ég ætla a.ö byrja á að þakka þér fyrir gott efni á liðnum árum, sér i lagi framhaldssögurnar, þær eru alveg sérstaklega góðar. En svo ég komi mér að efninu, þá ætlaöi ég að biðja þig að svala forvitni minni. Fyrir nokkrum vikum eða mánuðum birtuð þið texta eftir Gylfa Ægisson, æi, ég man ekki, hvaö ljóðið heitir, en það er um gamlan mann, og spurningih er, hvað er að „þrá brennivin úr stæ”. Ég man bara ekki til að hafa heyrt þetta oríiatiltæki fyrr. Viltu reyna að svara þessu? Og svo er þetta vanalega, hvernig er skriftin, og hvað heldur þú, að ég sé gömul? Með fyrirfram þakklæti. Einforvitin. bað er varla von þú munir eftir þessu oröatiltæki, enda hef ég ckki séð þaö fyrr cn I 35. tbl. Vikunnar, sem út kom 30. ágúst s.l. Texti Gylfa Ægissonar heittr „Minning um mann”, og fyrir stæ á aö standa sæ. Þaö var sem sagt pren tvillupúkinn, sem skaut þarna inn einum staf. Kannski hann hafi ekki skiliö setninguna I sinni réttu mynd. Skriftin er verulega snotur og snyrtileg, og ætli ég gizki ekki á, aö þú sért 17 ára. 46. TBL. VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.