Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 14
Kransæðastíflan og forstjór-
arnir.
Kransæðastiflan hefur um
áratugi verið álitin sjúkdómur
forstjóranna. Fyrir tveim ára-
tugum þóttust hagfræöingar
sannfærðir um, aö kransæða-
stifla væri algengari meðal
manna, sem höföu veg og vanda
af stórum fyrirtækjum, heldur
en hinna, sem höfðu minna
umleikis. Orsökin var álitin
vera streita, áhyggjur og of-
reynsla
Nú er margt af þessum full-
yrðingum orðið goðsagnakennt,
enda eru visindamenn stöðugt
að gera nýjar rannsóknir á
kransæðastiflu, — hjarta og
æðasjúkdómum yfirleitt. Nú er
þvi heldur ekki lengur haldið
fram, að fita ein sé orsok æöa-
kölkunar. Amerikumaöurinn
Kendail skellir skuldinni frekar
á kolvetnin, sérstaklega gervi-
kolvetni.
Doktor Laurence E. Hinkler
jr., við Cornellháskólann i New
York; birti fyrir nokkrum árum,
árangur rannsókna, sem hann
hafði fengizt við um árabil.
bessar rannsóknir voru gerðar
á 270.000 karlmönnum, sem
vinna við risafyrirtæki Bell
félagsins i Bandarikjunum.
Hinkler og starfsfélagar hans
beindu rannsóknum sinum að
6.347 dauða- og sjúkdómstil-
fellum, þar sem orsökin var
hjartabilun.
Niðurstöður þeirra voru eitt-
hvað á þessa leiö:
Háttsettir yfirmenn, innan
þessa risafyrirtækis, eiga það
siður en svo á hættu, að fá
kransæðastiflu, heldur en t.d.
verkamenn, verkstjórar ög
aðrir þjónustumerm.
Samkvæmt þéssu ætti hættan
á þvi að fá kransæöastiflu að
vera minni hjá þeim, sem eru i
hærri stöðu og hafa þar af
leiðandi betri lifskjör. Þeir, sem
hækka fljótt i tign, og það eru
auðvitað þeir sem framsækn-
astireru, eru ekki i meiri hættu
en þeir, sem staðna i lægri
stöðum.
Forstjórarnir, sem fluttir
voru úr einum stað i annan,
sýndu ekki meiri einkenni
hjartatruflana, en þeir, sem
alltaf voru á sama stað.
Þessar niðurstöður Hinklers
geta ekki verið tilviljana-
kenndar. Rannsóknir náðu til
6.000 tilfella i 270.000 manna
hópi.
En Hinkler hefur ekki úti-
lokað streitu sem orsök krans-
æðastiflu.
Af þessu getum við dregið
tvær niðurstöður: önnur hefði
eflaust fallið Charles Darwin
vel i geö. Hann talaði mikið um
..lifsbaráttu” og „aðlögun eftir
umhverfinu”, þegar hann talaði
um leyndardóma framþróunar-
ipnar: betri lifskjör bæta
heilsuna.
Hin niðurstaðan er sú, að
pressan og þar af leiðandi
streita, eru venjulegra fyrir-
bæri meðal þjónustumanna,
verkstjóra og verkamanna, og
hræðsla' við að missa vinnu,
einkum hjá eldri mönnum
Jafnvel þegar talað er um
gildi menntunar, veita niður-
stöður Hinklers athyglisverðar
upplýsingar.
Hann fann nefnilega, að
geysilegur munur var á krans-
æðastifluhættunni hjá menntuð-
um starfsmönnum og þeim, sem
enga sérstaka menntun höfðU
hlotið.
Hlutfallstalan var 30% færri
kransæðastiflu tilfelli hjá þeim,
sem voru menntaöir til starfa
sinna. Við nánari athugun kom i
ljós, að þeir sem vor. vel mennt-
aðir,.komu yfirleitt frá heimil-
um, þar sem lifskjö'r voru góö,
— höfðu þar af leiöandi betri
heilsu....
ÚR.DAGBÚK
■ LÆKNIS
Þeir voru að tala um loft-
mengun. Hvenær er maturinn til?
Er hún I þessum skóm vegna
þess aö þeir eru i móð eða er hún
að reyna við körfuboltahetju?
Það þýðir ekkert að snuða
þessa, — hún er með vasatölvu.
Eigum viö aö borga skiða-
reikninginn, Asmundur?
14 VIKAN 46. TBL.