Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 32
í fullri alvöru ■
Mannleg samskipti leggjast niður, en ópersónulegt vélkerfi tekur
við...
GÓÐVERK MEÐ GÍRÓI
A sunnudagsmorgnum er gott að sofa frameftir og njóta næðis
undir hlýrri sæng. En hve oft vill ekki brenna við, að einmitt þenn-
an morgun taki dyrabjallan að hringja og klingja, ekki einu sinni,
heldur aftur og aftur. Þá er nauöugur einn kostur aðsnarasér fram-
úr, sveipa um sig einhverri morgunsloppsómynd og hengslast til
dyra. Reiðin, sem farin var að bulla og sjóða i brjóstinu, hjaðnar
gjarnan á augabragði, þegar litil og umkomulaus manneskja birtist
i dyrunum og spyr biðjandi röddu:
— Viljið þið kaupa merki?
Þegar sagan hefur endurtekið sig nokkrum sinnum, er hætta á, að
góðmennskan og kristilega innrætið eigi i vök að verjast. Þá kemur
kannski ranglæti heimsins til sögunnar i liki geðvonzku, sem bitnar
á sakleysingja ásamt einhverju góðu málefni.
Ekkert er sjálfsagðara en styrkja gott málefni eftir beztu getu,
þegar leitað er eftir stuðningi almennings, hvort sem er með
merkjasölu, happdrætti eða einhverju öðru.
Hér á landi hefur tekizt að vinna margt stórvirkið með þessum
hætti. Nægir i þvi sambandi að nefna SIBS, DAS eða Háskóla ís-
lands. Allir þessir nefndu aðilar eiga það raunar sameiginlegt, að
þeir hafa svo girnilega vinninga i boði i happdrættum sinum og
beita svo fullkominni og ismeygilegri sölutækni, að llklega ánetjast
menn þeim fremur af eigingirni en fórnfýsi.
Það er kapituli út af fyrir sig, hvort ekki er ógeðfellt að selja al-
menningi von um veraldlegt gengi, margar milljónir eða jafnvel
heilt hús fyrir aðeins hundrað krónur. En út I þá sálma skal ekki
farið aö þessu sinni.
1 umræddum tilvikum er eins og vera ber um frjálsan markað að
ræða: þeir kaupa sem það vilja, en hinir skella skollaeyrum við
gylliboðunum og auglýsingaskruminu.
Hitt er öllu verra, þegar sölutæknin er orðin svo ágeng, aö góð-
gerðastofnanir troða happdrættismiöum sinum inn á heimili fólks
algerlega óumbeöið.
Nú gerist sá háttur æ algengari, að gíróþjónusta bankanna sé not-
uð til að senda fólki út um allan bæ happdrættismiða, sem ætlazt er
til að greiddir séu I næsta banka. Auðvitað er mönnum ekki skipað
að kaupa þá, en þó er óskað eftir þvi, að miðunum sé skilað aftur, ef
viðkomandi vill ekki styrkja málefnið góða. Hvorn kostinn sem
menn velja, þurfa þeir þvi að gera sér ferð I bankann.
Glróþjónustan er eflausthið þarfasta fyrirbæri Húner að minnsta
kosti hugsuð sem aðferð til að spara okkur sporin og gera okkur lifið
auðveldara og þægilegra. Við sjáum i sjónvarpsauglýsingum, að
giróiðá að koma I staðinn fyrir rukkará. Ot af fyrir sig er eftirsjá að
rukkurunum, svo bölvað sem það getur verið að fá þá i heimsókn.
Hér er enn eitt dæmi um mannleg samskipti, sem leggjast niður, en
ópersónulegt vélkerfi kemur I staðinn. En hver vill gerast sekur um
svo ófyrirgefanlega ihaldssemi að amast við vélvæðingu neyzlu-
þjóðfélagsins? Hver nennir að gefa giróinu langt nef, en halda uppi
vörnum fyrir rukkara?
Þó hlýtur að vera leyfilegt að varpa fram þeirri spurningu, hvort
það sé ekki misnotkun á giróþjónustunni að gera hana að sölu-
apparati fyrir happdrættismiða.
Fyrir nokkrubárust happdrættismiðar frá þremur góögerðastofn-
unum með stuttu millibili. Það skal tekiö fram, að állt voru þetta
hinar göfugustu stofnanir, sem berjast fyrir þörfu málefni og eiga
þvi allt gott skilið. En einhvern veginn er viðkunnanlegra að fá að
gera góðverkin sin af fúsum og frjálsum vilja, en láta ekki giró-
apparatið reikna með þvi sem vlsu, að brugðizt verði við af kristi-
legu innræti.
Menn hafa fyrir löngu vanizt þvi að láta vekja sig af værum blundi
á sunnudagsmorgnum með sölu merkja eða happdrættismiða. Það
er orðinn viðkunnanlegur hluti af hversdagslifinu að láta litlu grey-
in ónáða sig.
Miklu erfiðara verður áreiðanlega að venjast þögulu, vélrænu og
skipandi happdrættismiðafargani giróapparatsins.
G.Gr.