Vikan

Tölublað

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 20

Vikan - 15.11.1973, Blaðsíða 20
Allt fram á okkarbaga hafa konur notað einhvers konar hjálparklæði sem hluta af undirfatnaðinum, ein- ungis til að þóknast tízkunni. Hafa þessi klæði oftast verið til að m jókka eða breikka barm, mitti og mjaðm- ir og í dag er brjóstahald- arinn siðustu leifar tilrauna kvenna, til að fá barminn stærri og stæltari. Fyrir hundrað árum þ’ótti sú kona glæsilegust, sem mjóst hafði mittið, enda hafði hún beztu möguleikana til að hreppa vænsta eiginmanninn. Á þeim tím- um þótti Iífstykkið ákaflega mikil- vægur þáttur í lífi ungu stúlknanna og algengt var, að þær svæf u í þeim frá 12 ára aldri og þar til þær giftust, þrátt fyrir alla þá innvortis sjúk- dóma, sem hlutu að myndast af þessum öfgafullu reyringum. Fyrir 1873 voru krinólínurnar allsráðandi ásamt pilsum í mismunandi síddum, stytzta pilsið efst. Eftir það taka hinir svokölluðu „rasspúðar" við, því nú safnast öll vídd kjólanna ásamt heljarmiklum slaufum og fellingum á afturendann, og er lík- ast því, að konan standi í skjóli við heysátu ef horft er á hana frá hlið. Um aldamótin og nokkru fyrr, eiga „bloomers" buxurnar sitt blóma- skeið, og var það Amalia Bloomers, sem fyrst vakti athygli í þessum klæðnaði. Undirfatnaður kvenna er mjög skrautlegur á þessum tíma, al- settur blúndum, pífum, borðum og bryddingum. Eftir aldamótin hefst nýtt stíltímabil í sögunni, sem kall- ast „jugend". . Útlínur tízkunnar mýkjast, mittið færist upp undir barm, og fellingar kjólanna liðast um líkamann, fyrirferðarmestar um mjaðmirnar, en að neðan verður kjóllinn alveg þröngur. 1910 er mikil hreyfing í kvenréttindamálum, og lífstykkið er orðið hrein fjarstæða. Fötin falla óreglulega í stórum Hér mætist gamli og ný i timinn. 100 ára gamalt lifstykki meb tilheyrandi blúndum, spöngum og krókum Lifstykki og ,,bloomers”-buxur frá aldamót- um. Lifstykki I „jugendstil 20 VIKAN 46. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.