Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 10

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 10
Eftir Phyllis A. Whitney Hrævareldur 9 hluti Hann kom til min, snerti laust axlir min- ar um leið og hann sneri mér að sér. —Þú hefur komið þér i vandasama aðstöðu. Sérðu það ekki sjálf? Emory Ault var dáinn, en það gat ekki veriö af slysförum, til þess var hann alltof góÖur skfðamaöur. En þaö var enginn timi til aö hugleiöa þaö núna. Ég flýtti mér til Greystones, eins og Clay haföi sagt mér að géra. Julian beiö min, tilbúinn að fara og hann var ákaflega .fölur og tekinn. Mér fannst á augnaráöi hans, aö hann hefði alls ekki neinn persónulegan áhuga á mér, ég var einfaldlega ein af starfs- fólki hans, og hann skipaði mér næstum hranalega fyrir verkum. Hann sagöi, að Adria væri ennþá vakandi og að ég ætti aö vera hjá henni. Hann sagðist. ekki hafa sagt henni, að Emory væri látinn, þaö væri bezt að geyma það til morguns. Svo var hann þotinn og ég horföi á eftir bilnum hans út um gluggann, þar til hann var horf- inn, en þá hljóp ég upp á loft til Adriu. Hún sat uppi I rúminu og var að lesa og ég sá, aö hún haföi grátiö. Hún tók eiginlega kuldalega á móti mér. Ég var búin að missa tiltrú Adriu lika, núnaj þegar hún vissi hver ég var. —-'Hvers vegna eru allir roknir 1 burtu? spurði hún. Ég séttist- i stól við hliðina á rúmi hennar, andstutt og miður min. — Ég er hrædd um, aö eitt- hvaö hafi skeö uppi i skiöabrekk- unum. Viö fáum sjálfsagt að vita þaö á morgun.. — Liklega eitthvert slysiö, sagöi hún, þung á brúnina. — Það eru alltaf að verða slys þar. Oft- ast eru það nú skiðamenn, sem fara alltof glannalega og halda, aö þeir séu betri skiöamerin, én þeir eru I raun og veru. Ég kinkaöi kolli án 'þess að segja nokkuð. Emory... Emory var góöur skiöamaður, en hann haföi dáiö af slysförum. Hann var svo fær i þessari iþrótt; að hann haföi kennt bæöi Julian og Stuart. Mér var hrollkalt og ég fanri, aö óttinn var aö ná tökum á mér. Adria virti'mig ekki viölits, en hélt áfram við Iesturinn. Ég þurfti sjálf aö ná mér i eitthvaö til aö lesa, svo ég sagöi viö Adriu, aö ég ætlaði að skreppa frá, aöeins stundakorn. — Þú þarft ekki að vera hjá mér, sagði hún, eins stuttaralega. og faöir hennar haföi veriö rétt áöur. Ég lét sem ég heyröi ekki, hve þurr hún var á manninn, en fór inn til min og sótti handritiö, sem Clay haföi léö mér. Þaö gat veriö, aö þaö heföi ofan af fyrir mér á þessum hræöilegu augnablikum. Ég kom mér fyrir ekki langt frá rúmi Adriu og fór aö fletta blöö- unum. Þetta var afrit og ég vissi alls ekki, hvort þetta heföi komið út á prenti. Han skrifaöi skemmtilegan stil og sagan náöi fljótt á mér tökum. Ég veit ekki, hvort þaö var végna þess, aö mér' fannst ég kannast viö persónurnar. Fórnarlambiö var skiöakona, sennilega var Margot fyrirmyndin af henni. Húsiö, sem hún bjó I, var nokkuö breytt mynd af Gréystones og konan hafði fundizt myrt á háaloftinu. Hún hafði fariö þang- að i þeim tilgangi aö fela eitthvað og haföi að likindum tekizt þaö, áöur en hún lézt af höfuöhöggi, sem einhver óþekkt persóna haföi veitt.henni. Morðinginn var ungur maður, sem hafði eitthvað reynt að eiga vingott viö hana. Gat þaö veriö Stuart? Skyndilega fékk ég ógeö á þessu, gat ekki lesið meira og fann til reiöi i garö Clays. Hann •haföifengiömér þetta handritiá- kveðnum tilgangi. Samt fannst mér, að hann hefði alltaf verið vingjarnlegur I garö Stuarts og veriö mjög þægilegur i framkomu viö mig. Hvers vegna var hann að fá mér þetta til lestrar. Mér var nú oröiö ljóst, aö bókin hafði ekki veriö gefin út á prent. Hann hefði aldrei þoraö að gera þaö, vegna þess aö það hefði kostað reiði Julians. — Hvers vegna ertu svona reiö? spurði Adria, og ég sá, að hún hafði veriö aö virða mig fyrir sér fyrir ofan bókina, sem þún var að lesa. — Ég er aöeins áhyggjufull, sagöi ég. — Vegna þess aö bróöir þinn myrti mömmu mina? — Hann geröi þaö sannarlega ekki, sagöi ég snöggt. — Shan segir, að við ættum ekki aö ásaka hann, þótt hann hafi gert þaö. Ég haföi ekkert svar við þessu á reiöum höndum, svo ég braut saman handritiö meö skjálfandi höndum. — Þaö er kominn timi til að þú farir aö sofa. Leggöu bókina frá þér, og ég skalHraga niöur i ljós- inu. — Ætlarðu ekki aö vera hjá mér meðan ég sef? — Vitaskuld ekki. Þig dreymir ekki lengur illa. En eins og þú veizt verð ég i herberginu minu hérna rétt hjá og þú skalt kalla i mig, ef þú getur ekki sofið. Ég var eiginlega hissa á þvi, hve hlýðin hún var, þegar hún lagði frá sér bókina. — Ég skil eftir rifu á dyrunum, sagði ég. Svo beið ég stundar- korn. — Sofðu vel, Adria min. Þú skalt vera áhyggjulaus, faðir þinn sér um, að allt verði i lagi. — Hann gat það ekki áður. Röddin var likust andvarpi i myrkrinu — Þegar mamma dó. — Faröu bara að sofa, elskan, sagði ég aftur. Rödd hennar varð svolitiö undarleg. — Hvers vegna sagö- iröu mér ekki, að þú værir systir Stuarts? Ég heyrði sjálf brestinn i rödd minni, þegar ég svaraði: — Ö, Adria, ég gat þaö ekki! Ég gat ekki sagt nokkrum manni frá þvi, mig langaði svo til að hjálpa bróöum minum, — það var heldur ekki hann sem ýtti stóln- um fram á gilbrúnina. — Svo þú þurftir að læöast um hérna og þykjast vera vinur minn og..,. — Néi! hrópaöi ég upp yfir mig. — Það máttu aldrei segja. Ég vildi fyrst af öllu, að við yrð- um vinir. — Ég trúi þér ekki, sagöi hún. — Þú getur fariö og skiliö mig eina eftir. Ég kæri mig ekki um aö tala neitt meira viö þig. Ég heyrði gráthljóðið i rödd hennar, en gat ekkert gert að svo stöddu. Ég læddist fram á gang- inn og áleiðis aö herberginu minu. A leiðinni hugleiddi ég, hvar stig- inn upp á háaloftið væri og skrapp rétt inn á herbergið mitt og lagöi frá mér handritið, en gekk svo niöur ganginn alveg að hinum endanum. Þar var baðherbergi og dyr, sem mér fannst að hlytu að vera að skáp, en þegar ég opn- aöi þær, sá ég aö þröngur stigi lá þar upp á loft. Ég þreifaði fyrir mér og fann rofa og dauft ljós birtist fyrir ofan mig. Þaö var ekkert handriö, svo ég fór mjög varlega, studdi mig | við vegginn til að haída jafnvæg- inu. Efsta þrepið lá beint inn á gólfið á óinnréttuöu rými, sem var fullt af alls kyns gömlu dóti. Alls staðar voru gamlar feröa- töskur, kassar og kistur, gömul húsgögn, gamlar myndir og skörðóttir diskar. Köngulóarvefir héngu milli rafta og alls staðar var ryk. En hvar Shan haföi falið pappirsörkina, sem hún tók i kofa Emorys, var ómögulegt aö segja. Þarna voru svo margir felu- staöir og sporin i rykinu á gólfinu lágu hingaö og þangaö, eins og ibúar hússins heföu veriö þarna nokkuö oft á ferli og skiliö eftir sig spor, rétt eins og spor i snjónum. Ég skalf af kulda og einhverj- um óljósum ónotum, og ég tafði ekki þarna nema stutta stund, gafst upp og flýtti mér niður i her- bergið mitt. Ég hugleiddi, hvort þarna hefbi ef til vill verið felu- staöur barna fjölskyldunnar i marga ættliði. Ég ætti liklega að reyna aö fá Adriu til að segja mér eitthvað frá þessu lofti. En eitt var ég viss um, ég átti eftiraö klöngrast þarna upp aftur. Mér var farið aö hlýna, þegar ég heyrði i bilum á hlaöinu og heyrði, að Shan og Julian komu inn i húsiö. Ég var ekki farin að hátta, svo ég hljóp niður og elti þau inn i bókaherbergið. Julian var að hella i glas handa sér, þegar ég kom inn. Shan hafði fleygt sér niður i stól og hún grét upphátt, tárin runnu niður kinnar hermar. Þau sáu bæöi, aö ég kom inn I herbergið, en það var Shan, sem tók til orða. — Þetta er allt þér aö kenna! kjökraði hún. — Ef þú hefðir ekki svikizt inn á okkur, hefði þetta aldrei skeð. Hvers vegna gaztu ekki komið þér i burtu, þá hefði þetta ekki skeð. Það heföi ekki oröib neitt slys, þvi aö Emory \ heföi alls ekki farið upp i skiöa- brekkuna i kvöld. Julian tók kuldalega fram i < fyrir henni. — Þaö var ekki slvs. Emory hefði getaö flogiö nrour þessa brekku i svefni, svo vel þekkti hann hvern blett. — Auðvitað var þetta slys! Rödd Shan var skræk. — Ég sá þegar þab skeði. Og Clay sá það lika. Emory var kærulaus. Hann var reiður, reiður út af.... hún pataöi rrieb hendinni i áttina til min.... út af henni. Hann fór ekki eins varlega og hann var vanur, Julian tók vænan sopa úr glas- inu. — Emory var of góöúr skiöa- maöur til aö fara syona glanna- 10 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.