Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 28

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 28
JON GISLASON: i Gegnishólum t rökum þjóðtrúarinnar er á stundum vikið langt af vegi hins skynlega. Trúin og furður hennar eru þar rikjandi i fullu veldi. Þar er ríki vætta, huldufólks og skrímsla. Oft er það langt frá gerð hins mannlega eða réttara sagt langt af þeirri leið, sem mannleg Imyndun á að venju eðli- legasta og réttasta. En samt sem áður á þetta alltaf rætur i mann- heimum, er iðennskt að vissu leyti. Á Suðurlandi var það svo áður fyrr, að mikið var um slika trú. Margar sögur eru til af allskonar vættum, huldufólki, álfum og draugum og fleiri yfirnáttúrleg- um fyrirbærum. Slíkar sögur eru sumar heillandi i gerð sinni, i ein- faldleik sinum og á stundum i skáldlegri dýpt, visa ákveðið til hugarheims horfinna kynslóða, er var þeim einum opinn, er átti rika imyndun eða þá frumlega trú, er var minni forna hátta i þeim sök- um, náttúrutrúarbragða, sem eru mjög islenzk, eflaust islenzkust allra trúarbragða. Gegnishólatorfan i Gaulverja- bæjarhreppi samanstendur af tveimur lögbýlum með mörgum hjáleigum. Sumar þeirra eru að visu farnar i eyði fýrir löngu, en eiga samt sem áður i geymd og vitund sögunnar minni horfinna kynslóöa og búskapar, erfiðrar Ufsafkomu, erfiðleika og ófull- komleika I atvinnuháttum lands- ins áður fyrr. Jarðabók Arna Magnússonar og Pals Vidalins segir svo um Efri Gegnishóla i Gaulverjabæjarhreppi: „Þessari jörðu er sundurskipt ' i þrjá sundurdeilda bæi, og eru tveir innan garða, en einn i úthögum, og er túni og engjum skipt milli býlanna, en úthögum óskipt. Jarðadýrleiki 30 hundruð á allri jörðunni, en 15 hundruð i Gegnis- hólum sjálfum”. Jarðirnar, sem i byggð voru og tilheyrðu Efri Gegnishólum voru: Gegnishólapartur 10 hundruð og Klængsel, er byggt var i úthög- um. Það var 5 hundruð að fornu mati. Ennfremur segir svo um Efri Gegnishóla: „Skógarhögg á jörð- in i takmörkuðu plássi i Búrfelji i Eystri Hreppamanna afrétti, þar sem kallast Gegnishólatorfa, brúkast sjaldan”. Þetta itak sannar það, að Gegnishólar voru stórbýli, þvi það voru aðeins stór- býli og höfuðból i Flóanum, sem áttu sjálfstæð skógaritök eða skógartorfur i Búrfelli. önnur tvö býli voru einnig i Efra Gegnishólalandi: „Timbur- hólar heitir örnefni eitt i heima- landi, sem menn ætla að byggt ból verið hafi, en vita þó ekkert um þaö að undirrétta, nema hvað af tóftarrústum og túngarðsléifum er að ráða, að þar hafi i gamalli tið bær verið. Ekki má hér aftur byggja, nema jörðunni til meins og skaða”, bætir jarðabókin við. Hitt býlið heitir öllu óvirðulegra nafni: „Viðbjóður hefur heitið tómthús hér i heimalandi, nærri landamerkjum Seljatungna og Gegnishóla, og varaði byggðin i 2 eða 3 ár, og vita nálægir ekki að undirrétta, hvað hér hefur goldist ihúsleigu. Flestir meina hún hafi engin verið”. Syðri Gegnishólum var aftur á móti skipt i tvö býli, en auk þess var þar eyðibýli. Jarðardýrleiki Syðri Gegnishóla var 30 hundruð forn á allri jörðunni, en Hólshús var þriðjungur allrar jarðarinnar eða 10 hundruö forn. En þar að auki var úr heimajörðinni það er Syðri Gegnishólum; hjáleigan Kisa, er farin var.I eyði árið 1708, þegar jarðabókin var rituð, en var áður i ábúð. Athyglisvert er það, aö jarða- bókin getur þess um sumar jarð- irnar i Gegnishólahverfinu, að þar sé landþröng, og fái bændurn- ir beit i Gaulverjabæjarlandi, og gjaldi fyrir. GegnishólahVerfið stendur á á- völu isaldarholti, sem ris úr Þjórsárhrauninu. Holtið er mjög grösugt. Þar er gróðurrikt og -frjósamt, eins og allsstaðar á hin- um fornu isaldarholtum Flóans. Á hinum úrgu holtum isaldar stendur gróðurinn fastari rótum en i mold og jarðvegi hrauns og mýra, þar sem jarðvegurinn er frgmburður og leifar rotinna jurta. Þar er veikara fóstur en i hinum forna og fasta jarðvegi eldri jarðmyndunar. Þar þolir, gróðurinn betut- hart ár, kal og haröindi. öruggt er, að fólkið fyrr á timum véitti þessu athygli. Það lagði I slikt dul og rök þeirra stað- reynda er að haldi urðu. I Flóan- um birtast, þessi rök á nokkrum stöðum föst og skýr i trú og dul kynslóðanna. Það er arfur horf- inna alda, náttúrutrú fjarræn og heillandi. 1 Gegnishólahverfinu voru einnig góðar og grösugar engjar, en voru sumsstaðar undir nokkr- um ágangi Hróarholtslækjar. Lækurinn bar á þær aur og sand, en jafnframt áburð. Land torf- unnar er grasgefið, gott og kjarn-, mikið, eintómt graslendi. 2. Fyrir löngu siðan bjuggu i Efri Gegnishólum hjón, er áttu gott bú, og búnaðist vel að öllu leyti. Ekki eru þau nafngreind né getið barna þeirra. Þetta var i þ'ánn ■tima, að nautgriparækt var al- gengari en siðar varð I landinu, sérstaklega i lágsveitunum á Suöurlandi. Þá var það venja, að nautpeningi var mjög haldið til heitar, og látinn gánga sem mest sjálfala, nema yfir harðasta tima vetrar. 1 þennan mund var það vani, að allir kálfar voru settir á, sérstak- lega seinni hluta vetrar, og þeir haföir sjálfala um sumar i hagan- um. Litið eftirlit var haft með þeim, enda var það algjör óþarfi. Fyrrgreind hjón i Gegnishólum áttu á hverju Vori margt kálfa, er þau létu ganga sjálfala sumar langt i beitarlandi torfunnar. 1 venjulegu ári gengu. þeir vel fram, og skiluðu góðum arði á haustdögum. . Skámmt frá bænum i Efri Gegnishólum, var forn hellir eða skúti, sennilega gerður af náttúr- unni, en ekki manngerður eins og margir hellar i Flóanum og Holt- um. t þessum helli höfðu skepnur gjarnan skjól I illviðrum á sumr- in, og urðu af þvi mikil not. Varð það aldrei að meini, þó innar i hellinum væru dimmir kimar og skútar. Að visu varð þess vart, að kálfar og annar, fénaður leitaði stundum i lengra lagi inn i hell- inn, sérstaklega kálfar, en þeir eru allra skepna nýjungagjarn- astir. En eitt verður einu sinni fyrst. Eitt sinn siöla sumars, var bóndinn i Efri Gegnishólum á gangi á sunnudegi á túninu 28 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.