Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 23

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 23
MIKE OLDFIELD Hið frábæra verk Mike Old- fields, Tubular Bells, hefur vakið geysilega eftirtekt, siðan það var gefið út snemma á siðasta ári. En hver er þessi Mike Oldfield? Tón- listarferill hans hefst þegar hann er fimmtán ára, er hann yfirgaf skóla til þess að gera L,P. plötu með systur sinni. Platan hlaut nafnið „Children of the sun”. Eft- ,ir það fóru þau að leika opinber- lega á litlum-stöðum, en Mike var ungur að árum og viðurkennir nú, að hann hafi mest litið vitað hvað hann var að gera þá. Þvi næst stofnaði hann hljóm- sveít, sem hlaut nafnið Barefoot. Þá var Mike farinn að semja og hljómsveitin hélt hljómleika með frumsömdu efni eingöngu og þar með hrundi al.lt sjálfsálitið, þvi hljómleikarnir fóru i hund og kött. Þá hætti hann með hljóm- sveitina og gekk i 'aðra að nafni The Whole World, sem Kevin Ay- ers stóð fyrir. Þar var hann i tvö ár eða þar til hann hætti til þess að ljúka við Túbular Bells. eftir nokkrar vikur var hann tjlbúinn pieð tilraunasegulbandsspólur (demo tapes) og gekk.þá hljóm- pl'itufyrirtækja á milli i von um að fá samning. Það gekk hins vegar illa og eiga' menn yfirleitt erfitt með að skilj'a það, eftir að verkið er fullklárað. Það- var Virgin records, sem á'endanum lét hann hafa samnirig, en fyrir- tækið var þá nýbyrjað á hljóm- plötuframleiðslu. Það var þegar hafist handa við verkið, en gekk seint þvi Mike lék á öll hljóðfærin sjálfur og þau eru um 20—30 talsins. Hann varð eðli- lega að hljóðrita eitt og eitt i einu og það hefur komið i ljós, að hann var jafnvigur á allt. Talið er, að framkvæmdar hafi verið um 2600 yfirtökur eða „overdubs” við gerð verksins, sem tekur um 40 minútur i flutningi. Þegar platan kom svo út loksins var litil sala i henni til að byrja með, þvi enginn vissi hvað hér var á ferð. Siðan hélt Mike hljóm- leika i Queen Elizabeth Hall i London, sem er með virtari hljómleikahúsum þar Þeir, sem aðstoðuðu hann viö flutning- inn voru m.a. Mick Taylor, Kevin Ayers og Henry Cow, auk Viv Stanshall, sem kynnti. Stanshall þessi er sá, sem kynnir hljóðfærin á sjálfri plötunni. Það var ekki að sökúm að spyrja. Hljómplötu- gagnrýnendur voru yfir sig hrifn- ir og notuðu óspart stór lýsingar- orð og faguryrði. „Meistaraverk, ný original stefnubreyting á tón- listarsviðinu”, og þar fram eftir götunum. Og platan tók aldeilis við sér i plötusölunni og dvaldist m.a. 15 vikur á vinsældalista New Musical Express þar af 13 i top 10. Og hann er ekki hættur enn. Nú er i smiðum hjá honum nýtt verk, og enginn getur sagt fyrir um hvernig það verður. Væntanlega kemur það ekki eins mikið á óvart og Tubular Bells, — en það er bara að biða og sjá hvað setur. 8.TBL. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.