Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 29

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 29
skammt frá hellinum fyrr- greinda. Hann heyrði þá allt i einu baulað greinilega undir fót- um sér. Hann heyrði þetta nokkr- um sinnum og undraðist það mjög. Honum varð auðvitað hvekkt við, og þótti þetta ekki ein- leikið og sæta mikilli furðu, sem vonlegt var. Hann heyrði og greindi það mæta vel, að þetta var kálfsbaul. Bóndinn litaðist i kringum sig, og sá ekkert til nýlundu. Honum datt fyrst i hug, að einn kálfa hans hefðu lent innarlega i hellinum og orðið þar fastur eða lent i ógöng- um. Óveður hafði verið nóttina áður, og þvi liklegt, að þeir hefðu leitað i hellinn. Hann sneri þvi i skyndi til hellisins. En þegar þangað kom, var þar ekket til nýlundu, og engin skepna þar sjáanleg, hvorki kýr né kálf- ur. Að visu var nokkuð traðk i hellinum, og nýleg för voru þar, frá nóttinni áður. En allt var þar með eðlilegum hætti. Bóndinn gætti vel að öllum vegsummerkj- um, en sá ekkert óvenjulegt i hell- inum eða i kimum hans. Hann leitaði inn i skúta og kima, fann þar engin för né neitt er benti á ó- venjulega hluti. En hins vegar stóð honum nokkur ótti af baul- inu, er hann heyrði undir fótum sér i túninu. Hann sagði engum frá þessum atburði, nema konu sinni. Leið svo fram um sumarið og bar ekkert til tiðinda fyrr en á haustdögum. •> Uppúr seinni réttum hóf bónd- inn i Efri Gegnishólum, ásamt öörum bændum þar i grenndinni að smala hjörð sinni til slátrunar og velja úr ásetningsgripi. Allt gekk vel i smalamennskunni og bar þar ekki til tiðinda. En þegar farið var að gæta að heimtum, kom þab i ljós, að hann vantaði einn kálfinn. Var hann með ein- hverjum sérkennum, sem sögu- maður gat ekki hver voru. Af þeim sökum var hann auðþekkt- ur. Var hans leitað i nærliggjandi högum, en án árangurs. Hann fannst ekki, hvernig sem leitað var, og ekki heldur af honum át- an, sem venjulegast var þó, ef káif eba annan grip vantaði úr sumarhaga. Bóndinn hélt uppi spurnum um hann i næsta ná- grenni og jafnvel i næstu sveitum, og varð það lika án árangúrs. Að visu var það ekki undrunar- efni, þó kálf vantaði úr sumar- haga. Það gat alltaf komið fyrir og gat verið með felldu að öllu leyti. En hitt var óvenjulegra, að ekki fyndist tangur né tetur af honum i jafn þéttbyggðum sveit- um og i Gaulverjabæjarhreppi. Þó kálfur lenti á flækingi og bær- ist i næstu sveitir, átti hann að finnast, þvi orðrómur um heimt- ur, jafnt úr heimahögum og af af- rétti, var kært umræðuefni meðal fölksins, jafnt heima og að heim- an, sem sagt hvar sem menn hitt- ust. Langt fram á haust var hald- iö uppi spurnum um kálfinn frá Efri Gegnishólum, en það kom fyrir ekki neitt, og voru hjónin orðin úrkula vonar að heimta hann, né fá af honum nokkrar fregnir eða afdrifum hans. Gömul trú var það i sveitinni, að hóllinn, sem Gegnishólabæirn- ir stóðu á, væri holur að innan, og þar væru heimkynni huldufólks og jafnvel fleiri vætta. Höfðu sumir i hverfinu góð kynni af þessum nágrönnum og þótti á stundum ekki einleikið, hve bú- peningur þar i hverfinu gekk vel fram, og þar urðu sjaldan neinir verulegir skaðar á peningi, hvorki i námunda við túnið eða annarstaðar þar i landareigninni. Var ekki laust við það, að fólkið tryði þvi i næsta nágrénni, að Gegnishólame'nn hefðu nokkurt samband við huldufólkið i hólun- um. Var þess á stundum vart, að einstaka maður hafði nokkurn á- trúnað á hólunum. En nú var kálfshvarfið algjör andstæða þess, er venjulegt var. En fleira var lika i efni um dul og myrka forneskju hólanniN Gegnishólum. Það var gömul sögn i sveitinni, að göng ættu ab liggja úr þeim allt upp i Hestfjall i Grimsnesi, undir allan Flóann og Hvitá. Þessi sögn var bundin mið- aldalegri og fornri trú á dul og vætti i Hvitá og Hestvatni i Grimsnesi. Það átti að hafa komið fyrir fyrir öldum eða áratugum, að skepnur hefðu lent i þessum göngum.ogkomist eftir þeim upp 1 Hestfjall. Göngin áttu sér lika i þjóðtrúnni og voru i vitund kyn- slóðanna tákn sliks, jafnt i byggð sem afrétti. Þvi var til dæmis trú- að, að göng væru undir Hestfjall niður i Hvitá við Merkurhraun, og voru i sambandi við það furður i trú og vitund fólksins. Dul og ögWb]óðtrúarinn!ir var mjög lifandi njá fólkinu i Flóanum áður fyrr, og er af þvi mikiö efni. Oft urðu einkennileg atvik, eins og það sem er i máli frá Efri Gegnis- hólum þetta sumar. Trú á huldufólk og vætti i hólum Flóans var almenn áður fyrri, og átti rik og viss rök i lifi og lifsbar- áttu kynslóðanna. Þessi trú var forn, sennilega frá elztu timum og fyrstu byggð i landinu. En margir siðir höfðu gengið yfir landið, jafnt kaþólska, siðskipti og fleiri breytingar, ’er ullu margskonar raski og hvörfum og skullu stund- um á alþýðunni eins og þrumu- ský. En trúin á forna vætti, huldu- fólk og álfa i hólum og holtum, hvarf aldrei með öllu, jafnvel þótt prestar og aðrir prelátar fyrirlitu 8. TBL. VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.