Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 14

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 14
Gláka — Ég hef svo mikil óþægindi i augunum, læknir, þótt ég gæti þess vel að skipta um gleraugu. Ég á erfitt með að sjá nálægt mér. — Við, i minni fjölskyldu, erum yfirleitt fjarsýn, sagði sjúklingur- inn. — Ég hefi þurft að nota gler- augu við alla vinnu i mörg ár og ég veit að það er nauðsynlegt a.ð láta fylgjast vel með sjóninni, pegar maður er orðinn miðaldra, en^g er ekki ánægð með siðustu gleraugun. — Fáið þér oft höfuðverk? spurði ég konuna. — Stundum fæ ég slæman verk kringum augun og hann breiðist oft úr um ennið og niður i kinnbeinin. — Finnst yður sjónin verulega trufluð? — Það kemur fyrir að ég sé allt eins og i þoku. Ég var að horfa á sjónvarp i nokkrar klukkustundir i gær og kveikti ekki ljós, en þegar ég kveikti ljósið, var eins og regn- bogi i kringum það. Þess vegna þorði ég ekki annað en að koma til yðar strax. Mér leið reyndar ágæt- lega eftir að hafa notið vel nætur- hvildar. — Þetta virðist vera fyrstu ein- kenni af gláku, sagði ég. — Hafa einhver skyldmenni yðar fengið gláku? Ég sagði henni að yfirleitt tveir af hundraði, sem komnir eru yfir fertugt, fá einhverja aðkenningu af gláku, sem stafar af óeðlilegum þrýstingi i augunum. Einföld skýring er, að augað er eins og allir vita kúla, kúptari að framan. Kúlan skiptist i tvennt með augasteininum. Fyrir aftan hann er glært hlaup, en fyrir fram- an tær vökvi. Ef þrýstingurinn i þessum hólfum er meiri en eðlilegt getur talizt, getur það truflað taugaendana i sjónhimnunni og hefur þar af leiðandi áhrif á sjón- viddina. Ein tegund glákunnar gerir svo hægt vart við sig, að sjúklingurinn verður ekki var við það fyrr en að hann sér aðeins beint fram undan sér. Þá segjum við að sjónviddin sé skert. Það getur verið að það komi ekki i ljós, nema það augað, sem hefur betri sjón, sé byrgt og það kemur i ljós að annað augað hefur breiðara sjónsvið en hitt. í öðrum tilvikum kemur sjón- viddartruflun svo snögglega, að það orsakar höfuðverk, flyksur fyrir augunum og mislita hringi kringum ljós. Þessi köst koma oftast af of mik- illi áreynslu á augun, miklum lestri og oft vegna þess að setið er ij dimmum herbergjum við að horfaj á sjónvarp og i kvikmyndahúsum. — Er hægt að lækna gláku? — Það er nauðsynlegt að bregða skjótt við. Þrýstingurinn á augað er mældur nákvæmlega og athuguð skerðing á sjónviddinni. Stundum getur verið nóg að nota ákveðna augndropa, en þá verður* að gæta þess að fara nákvæmlega eftir læknisráði. Svo er lika oft gerð aðgerð, reyndar tiltölulega einföld aðgerð á augunum á þann hátt að það er opnuð rás fyrir augnvökv- ann, einskonar öryggisrás, til að létta á þrýstingnum. URiDAGBOK LÆKNIS 14 VIKAN 8.TBL. -Þið fyrirp'efið hvað við förum snemma, en okkur Leiðist svo hræðilepa mikið." -Þév ei-uð á flótta undan einhverju.' -heðmæli? já, pabbi er einn af eipendunum« -hamma er a.ð bíða eftir ber, hun lokeði miv uti .' 1

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.