Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 30

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 30
KÁLFURINNí GEGNISHÓLUM slikt og reyndu á allan hátt ao draga úr sliku og eyða þvilfkri trú fyrir fullt og allt. Á stundurh stóð vel kristnu fólk-i ótti af þessu, og er af þvi nokkur saga. 3. ■Þetta haust snemma var fjár- maður^rá Kiðjabergi i Grimsnesi að gæta fjár i Hestfjalli ofan- verðu. Hann heyrði skyndilega þar sem hann var á göngu sinni kálf baula skammt frá sér. Hon- um varð fremur hverft við, þvi hann átti ekki von á þvi, að neinn nautgripur væri þarna til staðar á þessum slóðum, þó naut væru á sumargöngu langtum neðar i fjallinu. En það voru eftirlegu kindur frá Skálholti og Hömrum i Grimsnesi. En nautum frá Skál- !QrTKidlWl! Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaöur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaöar um víða veröld. Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti. I^í < Samband ísl. samvinnufélaga \ J N NFLUTNI NGSDEl LD 7 holti og Hömrum var venjulega slátraðum miðjan september. En ' Skálholtsstóll átti sumarhaga i Hestfjalli fyrir naut um langan aldur. Smalamanni varð nokkuð hvekkt við, er hann heyrði baulið, en hóf samt að litast um i kring- um sig, hvort hann sæi kálf eða annað nautakyns. En hann þurfti ekki lengi að lit- ast um. Skammt i burtu var kálf- ur, fremur veikburða i graslaut þar i fjallinu, illa farinn að öllu leyti, en ómeiddur, slæptur og máttfarinn. Hann leit þannig út, að hann hefði liðið allmikið af næringarskorti, og innistöðu. Fjármaðurinn leit eftir kálfinum, kom honum i sæmilegan hvamm i fjallinu, þar sem var góð beit og vel skýlt. Að þvi búnu lét" hann kálfinn eiga sig, en hélt leið sina. Hann hugsaði sem svo, að hann liti eftir honum eftir nokkra daga, þegar hann ætti leið um fjallið næst. Honum þótti þessi fundur að visu fremur undarlegur, þar sem hann kannaðist ekki við kálfinn, en tók auðvitað strax eftir þvi, að hann var sérkennilegur á lit, og taldi þvi liklegt aö auövelt myndi að koma honum til skila, vegna litarins. Hann hélt svo leið sina, eins og ekkert hefði i skorist. Að nokkrum dögum liðnum var fjármaðurinn á sömu slóðum. Hann fann kálfinn i hvamminum, þar sem hann skildi við hann, og var hann steindauður. Hann at- hugaði kálfinn vel, og sá bráð- lega, að hann var ekki þaðan úr næsta nágrenni. Það-þótti honum harla einkennilegt, þvi Hestfjall er vel varið vötnum og torfærum á þrjá vegu. Undraðist hann þetta mjög. Þegar hann kom heim sagði hann húsbónda sinum frá fundi kálfsins. Var þá sent eftir honum, og var hann fleginn og skinnið af honum spýtt, eins og þá var vani. Var það Siðan geymt, þangað til réttur eigandi fyndist. Kiðjabergsbóndinn tilkynnti hreppstjóra sveitarinnar fundinn, og bað hann grennslast eftir, hvort ekki væri hægt að finna hinn rétta eiganda hans. Þeir urðu bráðlega á einu máli um það, að kálfurinn væri ekki þaðan úr sveitinni, litur hans sagði til um það. Það þótti samt mjög ein- kennilegt, að kálfur úr fjarlægum sveitum gæti komist upp i Hest- fjall, sem var mjög varið vötnum og öðrum torfærum- En sú gáta varð ekki ráðin að svo búnu, og liöu svo fram stundir. 4 Svo bar við um veturnætur þetta haust, að maður úr Grims- nesi var á ferðalagi niður i Flóa. Hann hafði farið kaupstaðarferð til Eyrarbakka einhverra smáer inda og lausgangandi. Hann þurfti einhverra hluta vegna að fara austur i Gaulverjabæjar- hrepp eins og gerist og gengur. Hann varð nætursakir á bæ i grennd Efri Gegnishóla. Um kvöldið ræddi hann við heimilis- fólkið um dagsins vandamál, fréttir úr héraðinu, hvaðeina er á góma bar, eins og gerist og geng- ur. Hann sagði fólkinu fréttir úr Grimsnesinu eins og eðlilegt var. Meðal annars af fundi kálfsins sérkennilega i Hestfjalli snemma um haustið. Hann sagði ljóst og skýrt frá öllum atvikum, og jafn- framt lýsti hann lit hans mjög ná- kvæmlega. Bóndinn spurði gest sinn all- itarlega um kálfinn, lit hans og önnur einkenni. Gesturinn endur- tók fyrri lýsingar sinar og gerði þær ef til vill greinilegri, en hann gerði við fyrstu frásögn af hon- um. Bónda fannst lýsing kálfsins vera ótrúlega lik kálfinum frá Efri Gegnishólum, er tapast hafði, og ekki komið fram um haustið.Hann lét þetta samt ekki uppi við gest sinn. Ræddu þeir samt lengi um fund kálfsins og fleira i sambandi við hann. Gest- inum þótti furðulegt, hve mikinn áhuga bóndinn hafði á þessu. Leið svo af kvöldið.og hafði gesturinn góða nótt hjá gistivinum sinum, og þáði góðar veitingar um morg- uninn, áður en hann hélt af stað heim. Bóndinn fór þegar morguninn eftir að Efri Gegnishólum, og sagði bóndanum þar frá fundi kálfsins i Hestfjalli, er hann hafði frétt af hjá næturgesti sinum um nóttina. Gegnishólabónda setti auðvitað hljóðan við þessa fregn, og vildi ekki trúa þvi, að kálfur sinn hefði getað borist upp i Hest- fjall. En lýsing næturgestsins passaði mjög vel við kálf hans, var næstum þvi eins nákvæm eins og frekast var hægt að gefa af ó- kunnugum manni. Hann ákvað þvi að fara undir eins og hann gæti upp að Kiðjabergi og athuga skinn kálfsins. Skildu þeir graiTn- arnir með mikilli vináttu og sam- lyndi. Bóndinn i Efri Gegnishólum lét ekki dragast lengi að fara upp i Grimsnes að Kiðjabergi. Hann bar þar upp erindi sitt. Honum var þar tekið með kostum og kynjum og þótti ferð hansog er- indi auðvitað nokkuð unaarlegt. Kiðjabergsbóndi sýndi honum kálfsskinnið, og þekkti hinn undir eins, að hér var komið skinnið af kálfinum, er hann heimti ekki um haustið. Mönnum þótti þetta harla einkennilegt, og létu óspart i ljós undrun sina. Var rætt um þetta fram og aftur, hvernig kálf- urinn hefði borist upp i Hestfjall neðan frá Efri Gegnishólum, yfir Hvitá, sem er talin hverri skepnu ófær. Um kvöldið á vökunni var enn rætt um þetta. Gegnishólabónd- inn stóðst þá ekki mátið lengur. Hann sagði heimilisfólkinu á Kiöjabergi frá baulinu er hann hafði heyrt siðla sumarsins undir fótum sér i túninu heima i Gegnishólum, og jafnframt sög- una fornu um undirgöngin, sem ættu að vera undir Flóann allt upp i Hestfjall. Hann sagði jafnframt frá þvi, að hann hefði heyrt það i æsku, að nautkind hefði komizt þessa sömu leið og kálfur hans hefði farið um haustið. öllum þótti atvik öll að þessu furðuleg, og- bárust þessi tiðindi vitt um sveitir um veturinn og vöktu mik- ið umtal og undrun. (Heimild: Kristin Þorláksdóttir, amma min) 30 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.