Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 44

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 44
 © Bvll's það af snaganum og felá eitthvað i þvi, eitthvað sem er ekki of stórt.. — t>að er. skemmtilegt, sagði ég, en svo lét ég- þar við sitja. Við sökktum okkur svo ofan i lexiurnar og Adria var aftur orðin kuldaleg. Meðan viðvorum að starfi, kom Stuart upp og Teit inn til okkar. — Sæl, Adria,-það er gaman að sjá þig- Augnaráðið, sem hún sendi honum, var hikandi, en hún heils- aði honum samt hæversklega. Ég fór með honum inn i herbergið, sem honum var ætlað og sá að hann gekk strax að skiðabúnaðin- um,- sem hann hafði svo lengi saknað. Mér létti ósegjanlega, það var eins og ég hefði losnað við þunga byrði. — Ég verð að komast strax upp i fjallið, það hefur alltaf verið mér allra meina bót. Má ég ekki fá bílinn þinn? Ég leyfði það fúslega, enda var mér ljóst að bonum var það mikil nauðsyn að komast út i náttúr- una. Ég hélt Adriu að starfinu og við fórum ekki niður fyrr en kallað var i okkur til hádegisverðar. Stuart var ekki kominn heim og ég vissi að hann myndi ekki kæra sig um að koma heim i mat. Shan og Julian voru greinilega þreytt eftir morgunerindi sitt, svo sam- ræður voru frekar dauflegar við matborðið. Ég reyndi að ráða eitthvað úr svip Julians, reyndi að sjá hvort hann væri ennþá reiður i minn garö. En ég gat ekkert merkt, hvorki til né frá. Hann var háttvis að venju en nokkuð kuldalegur. En ég mátti ekki láta það á mig fá, ég varð að reyna að brydda upp á einhverju. En hann stóð upp, án þess að lita i áttina til min og gekk út. Ég fór þvi upp i her- bergið mitt og fleygði mér á rúm- ið. Ég reyndi að ihuga hvað ég ætti aö segja við hann og hvernig bezt væri að haga orðunum. ----r — Eftir klukkustund eöa svo, fór ég niður til aö finna hann. Mér til mikillar undrunar, var hann inni i herbergi Margot og tvær stúlkur voru honum til að- stoöar við að setja eigur hennar niður I pappakassa. Mér fannst þetta góðs viti, ekki sizt vegna Adriu. Það var nauðsynlegt að reyna að breyta til, losna við allt sem gat minnt á hinn sorglega harmleik. begar ég bað hann að tala við mig, l.eit hann upp og horfði á mig, fjarrænu augnaráði, en svo kom hann með mér inn i bókaher- bergið og lokaði dyrunum á eftir sér. — Hvað viltu mér? spurði hann snöggt. Ég var ekki lengur sár, ég var eiginlega alveg tilfinningalaus. Ég spurði þvi blátt áfram: — Hefur þú lesið bréfið til Emorys, sem sagt er að Margot hafi skrifað. Lögfræðingur Stuarts sýndi mér það i morgun. — Að sjálfsögðu hef ég séö það, sagöi hann. — Það var bréfiö, sem var ástæðan til þess, að ég hélt að mér höndum I öllu sem snerti Stuart. — En nú hefur þú skipt um skoðun? Kannski. þú haldir ekki að Margot hafi %krifað það? — Auðvitað skrifaöi hún það, ég þekki rithönd hennar, enda var það sannað af rithandarsérfræð- ingi. Ég rétti snöggvast úr mér, en leit svo niður aftur. — En þrátt fyrir það hefurðu boðið Stuart að dveija hér á heimili þinu. Andartak brá fyrir einhverjum viðkvæmnisvip i augum hans og hann var miklu vingjarnlegri, þegar hann svaraði. — Ef þú vilt vita það, þá hefi ég þá skoöun, að þetta bréf hafi verið skrifað af illvilja, eins og Stuart heldur fram. Ég held að Margot hafi ekki haft neina ástæðu til að halda að Stúart hafi ætlað að gera henni mein. Ef hún hefði I raun og veru haldið þaö, þá hefði hún örugglega orðið það uppnæm, að hún hefði kvartað við mig. Hún hefði aldrei farið þeirra erinda til Emorys. — Það var nú einmitt það, sem mér fannst sennilegast. Mér hef- ur skilizt, að Emory hefði siður en svo verið vingjarnlegur I hpnnar garð. Julian, heldurðu að það sé mögulegt að Emory hafi...? — Nei, sagði hann ákveðinn. Ég var nú ekki tilbúin til að trúa þvi. — Hvað ætlar þú þá að gera næst? — Næst? Ég flýtti mér i burtu frá honum, út að glugganum og sneri i hann baki. — Að sjálfsögðu er eitthvað sem gera þarf næst. Hafi einhver ýtt stólnum með Margot fram að gilbrúninni, þá er það einhver, sem ennþá er á ferli. Það er ekki ' nóg að láta Stuart lausan, það verður að hreinsa hann af þessum áburði. Ég vil að mannorð hans verði hreinsað! Þú ættir að hafa áhuga á þvi lika. — Ég vona að Stuart virði tryggð þin að verðleikum. Ég vona innilega að hann skilji hvað þú hefur lagt i sölurnar hans vegna. — Ég er ekki að vonast eftir neinu þakklæti. Það skiptir ekkí máli I minurn augum. Hann vildi alls ekki að ég færi hingað. Hon- um fannst það heimskulegt af mér, það yrði aðeins tii að stofna til vandræða. Hann kom til min, snerti létt axlir minar um leið og hann sneri mér að sér. — bú hefur komið sjálfri þér i vandasama aðstöðu. Sérðu það ekki? — Það skiptir ekki máli með mig, sagði ég og ég réði ekki við tárin, sem runnu nú niður kinnar mér. Hann kyssti mig bliðlega á kinnina, en ég varð stjörf við atlot hans, — skildi ekki hvað bjó und- ir, treysti honum varla. Ég hafði aldrei haldið að Julian McCabe væri bliðlyndur maður. — Ég hefði kosið að verða að- njótandi slíkrar tryggðar sjálfur, sagði hann. . — Nú ætlar þá að hjálpa hon- um? Þú ætlar að reyna að komast að þvi rétta? Frh. I næsta blaði. Erfinginn Framhald af bls 2 þetta við nokkurn mann, sist af öllu við Charles. Hún gat látið þessar grunsemdir minar lönd og leið, þvi að sjálf var hún örugg. Það átti lika eftir að liða langur timi þar til öll atriöi i þessu sam- bandi urðu ljós. Nokkuð, sem Charles sagði við mig kvöldið áður en hann fór til London, hefði átt að hrista upp i mér og vara mig við. En ég var alltof viðutantilaðátta mig á þvi. Við vorum ein i dagstofunni. Frú Trendennis var nýbúin að bjóða góða nótt og var farin að hátta. Ég stóð við gluggann og Charles gekk að arninum, til að berja úr plpunni sinni. Ég var þess vör, að hann virti mig fyrir sér og það var eins og hann væri að ihuga eitthvað, en hikaði samt við að tala. Ég varð mjög undrandi þeg- ar hann að lokum stakk upp á þvi, að ég færi frá Tregarran um stundarsakir, að ég færi eitthvað i burtu. t fyrstu varð ég himinlifandi. — En hefur þú ekki of mikið að gera til þess, Charles? Getur þú komizt I burtu? Hann varð leiður á svipinn. Nei, það gat hann ekki, fyrirtækið i London var einmitt nú að semja um mikil viðskipti og hann gat ekki farið I burtu. En hvort ég gæti ekki hugsað mér að fara eitt- hvað ein? Ég fann hve allt innra með mér hrópaði á samþykki. Hugsunin um það að losna undan abnaraugum frú Trendennis gerði mig næstum æra af gleöi. En þá var að athuga, að Charles yrði þá einn með henni, algerlega undir áhrifum frá henni. — Nei, sagði ég. — Nei, það vil ég ekki. — Hvers vegna ekki? — Ég veit það ekki, Charles. Ég get ekki hugsað mér að fara ein I burtu. Þá vil ég heldur biða þang- að til þú getur komið með mér. Nú sá ég greinilega hve ein- kennilegt tillit hans var, sami á- hyggjusvipurinn, sem ég hafði séö, þegar hann beygði sig yfir mig I rúminu, daginn sem mér var bjargað frá drukknun... Ég sá nú hvað það var, sem hann hafði áhyggjur af, hann var raunverulega hræddur um, að eitthvað alvarlegt væri að mér. Hann hélt að öllum llkindum, að ég hefði stofnað mér i lifshættu með vilja. Hann var hræddur um að ég væri I einhverjum sjálfs- moröshugleiðingum. Og nú, þeg- ar ég sagðist ekki vilja fara ein, var hann hræddur um að ég óttað- ist einmanaleikann. Mig langaði til að segja honum hvernig þetta væri, en gat ekki gert það nema með þvl að ásaka móöur hans um leið. Ég sneri mér þvl undan og þagði. — Reiknar þú meö að vera oftar fjarverandi? spurði ég. — Ég er hræddur um þáð. Hann leit rannsakandi á mig. — En ef þú óttast einveruna, þá skal ég reyna að fá einhverja konu til að vera hér hjá þér. —-Hvað ætti ég að gera með fé- 44 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.