Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 33

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 33
„ÞAÐ, sem mig langar mest til að vita”, sagði Rún og leit alvar- lega framan i eiganda dýraverzl- unarinnar, ,,er hvort gullfiskar séu mjög háværir”. Maðurinn hörfaði eitt skref aft- ur á bak af eintómri undrun. Hann var vanur þvi, að börn vantaði 4 pence eða að gamlar konur segðu honum, að uppá- haldshundarnir þeirra ætu ekki nema úrvals nautakjöt, meðan allt útlit var fyrir, að þær liðu sjálfar hungur, en aldrei hafði hann orðið fyrir öðru eins og þessum kvenmanni, sem langaði að kaupa gullfisk og spurði, hvort hann væri hávær...! ,,Ég skal segja yður”, hélt hún áfram og hallaði sér þreytulega upp að dósahlaðanum með hunda- og kattamatnum, ,,að við eigum hóp af börnum og þó nokkur hús- dýr. Við höfum lika sjónvarp, út- varp, þvottavél. uppþvottavéi og isskáp, sem suðar, þegar hann fer i gang og tikkar, þegar hann drepur á sér. bað er hvinur i raf- magnsbónvélinni, skolhljóð i upp- þvottavélinni, rafmagnsklukkan tifar, hundarnir gelta, kettirnir mjálma, hamstrarnir klóra, páfagaukarnir kvaka... og allt gerist þetta i eldhúsinu hjá mér. og nú vill yngsti drengurinn okkar ólmur cignast dýr sjálfur Aub- vitað vil ég ekki fara að særa hann upp á lifstið með þvi að pejta honum um neitt, sem bræður hans og systur hafh eignazt, svo ég tök þá ákvörðun að gera það að skilyrði, — að þetta yrði algerlega hávaðalaust dýr”. Hann skildi konuna vel. „Eruð þér aðdáandi skáldsins Yeats?” spurði hann. „Já,þaðerég!” svaraði konan. „Þér eigið hér vafalaust einkum við...” „Eldhúsið yðar ', svaraði hann. Ég get ekki varizt þvi að hugsa um, hvort þér i öllu þessu daglega annriki yðar munið eftir kvæðinu „The Lake Isle of Innisfree” held ég það heiti, eftir Yeats, þar sem friðurinn kemur hægt drjúpandi. Það er eina kvæðið. sem ég man, frá þvi ég var i skóla „Þar hafa nú vist flestir sömu sögu áð segja”, andvarpaði kon- an. „Friðurinn hans Yeats,... ég skynja i djúpi sálar minnar. Og samt orti hann þetta kvæði, þegar hann var á gangi á Strand i Lundúnum, sem sjálfsagt er ein af hávaðasömustu götunum i öllu Englandi...” Hún var von þess háttar sam- tölum og þvi alls ekkert hissa á trúnaðinum, sem einkenndi þau, þvi að hún var sú kvengerð, sem fólki finnst ósjálfrátt vera náttúr- an sjálf. Gamlar konur trúðu henni fyrir þvi, hvað þær óttuð- ust, ungir menn fengu taugaáfall i gestaherberginu hennar. og ókunnugir hölluðu sér að henni i strætisvögnunum til þess að trúa henni fyrir..Hún Irmelin, móð- ursystir min, varð alveg óð”, sögðu þeir til dæmis. „Hún hratt manninum sinum niður stigann... og á nóttunni, þegar hann Georg hrýtur allt of hátt, þá verð ég stundum svo ákaflega hrædd um, að geðveikin hennar sé ef til vill arfgeng og það endi með þvi, að Gullfiskurinn Smásaga eftir M. Carter Einu s^nni á hverjum morgni, eft- ir að bornin voru nýfarin að þeim an með matarböggla sina, náms- bækurnar og stilabækurnar og svorvagnsmiðanna, vel geymda i vettlingunum sinum, notaði móð- ir náttúra rafmagnsbónvélina, þvottavélina og uppþvottavélina. I stað fornlega isskápsins var nú kominn nýr skápur af hljóðlátari gerð. og hvað sjónvarps- og út- varpstækið snerti, voru þau nú aldrei opnuð, fyrr en gauragang- Urinn hófst að nýju, þegar hús- dyrnar opnuððst-og allt heimilið endurómaði af þessari eilifu setn- ingu: „Mamma... ég er svang- ur...!” 1 eldhúsinu var allt kyrrt og hljótt, og friðurinn frá kvæði Yeats draup nú hægt og hljóðlega þangað til konunni fannst þess kyrrð orðin svo hávær, að han verkjaði i hljóðhimnurnar. „E. enginn er meðháreysti”, hugsaði móðir okkar náttúra, „Þá geng ég alveg af vitinu!” Hún sat þarna alein og fór að velta þvi fyrir sér, hvort hún ætti að fá sér vinnu hálfan daginn. All- ar vinkonur hennar höfðu vinnu hálfan daginn. Þær sögðu, að fyrir það fengju þær þessar smá- vegis aukatekjur, sem voru þeim svo mikjls virði. Og auk þess væri það svo hressandi, sögðu þær. „En ég þarf ekki á neinni hress- ingu að halda”, hugsaði konan. Gullfiskurinn var látinn inn til kattarins, hundsins, hamstursins, páfagauksins, þvottavélarinnar, útvarpstækisins, is- skápsins, allra kátu krakkanna i stóra hávaðasama eldhúsinu, sem lyktaði af þvotti og mannlifi... „Að fylgjast með I 4. bekkjar reikningi og 6 bekkjar frönsku er ég fari eins að við hann Georg minn”. Þessu svaraði hún ofboð rólega og blátt áfram — meðan hún snýtti öðru barninu, sem hún var með og sagði hinu, að ekki væri siðlegt að vaða upp i sætið með skítuga skóna: „Já, en nú á dög- um er hægt að fá útrás á smáskit- legheitum á svo margan hátt. Með sjónvarpi og bingó og get- rnunum og frjálsum uppeldisað- ierðum verða duldir okkar ekki nærri eins innibyrgðar, ef þér skiljið, hvað ég á við... Við éigum hægara með að veita þeim út- rás... Og áhyggjufulla konan lét huggast og fór heim til sin, elsk- aði hann Georg sinn öllu meira en áður og ákvað að láta hægfara- sinnisveikina rjátlast af sér með þvi að rissa teikningar á blað eða syngja i kirkjukórnum eða bara með þvi að útfylla getraunaseðil- inn vikulega. Svo að enda þótt þetta samtal kynni að orka undarlega á aðra, fannst bæði konunni og eiganda dýraverzlun- arinnar það ofboð eðlilegt og sak- laust. „Vegna margra ára reynslu”, svaraði hann alvarlega, „get ég fullvissað yður um, að þessi gull- fiskur er engin hávaðaskepna”. Þetta varð til þess, að konan keypti gullfiskinn og bar hann heim i glerkúlunni, meðan hin mikla móðir náttúra með sina þreyttu fætur stundi vegna 20 minútna göngúnnar sinnar og til- hugsunarinnar um, að hún ætti að taka til kvöldmat, handa sjö svöngum munnum, þegar heim kæmi. i Gullfiskurinn var látinn inn til kattarins, hundsins, hamstursins, páfagauksins, þvottavélarinnar, útvarpstækisins, Isskápsins og allra kátu krakkanna i stóra há- vaðasama eldhúsinu, sem lyktaði af þvotti og mannlífi! Vikurnar liðu, og gullfiskurinn óx og dafnaði eins og allt annað á heimilinu. Yngsti drengurinn óx lika, og brátt rak að þvi, að hann átti að fara að hefja skólagöngu. Hann labbaði af stað ásamt bræðrum sinum og systrum með úttroðna skólatösku á nýju skón- um sinum, sem marraði I, og i nýju fötunum, sem keypt höfðu verið það stór, að þau væru vel við vöxt. — Og það var hljótt i eld- húsinu. Kötturinn hafði elzt og svaf nú allan liðlangan daginn i brúðu- vagninum hjá eldavélinni, hund- urinn fór á lóðari, páfagaukurinn var I fýlu, af þvi hve einmana 'hann var, og hamsturinn svaf værara en ella, af þvi að nú hafði hann frið fyrir litlum fingrum, sem alltaf voru að pota i hann. nú meir en nóg hressing handa mér!” Ef til vill ætti hún að fara að sinna góðgerðarstarfsemi? En hún bakaði nú svo mikið af ótelj- andi kökum, bróderaði álika margar bakkaserviettur og að- stoðaði við allar .þessar garða- veizlur og við jólasöluna. „Það, sem á skortir, er ekki það, að ég hafi ekki nóg að gera”, hugsaði hún, „heldur hitt, að mér leiðist svo að vera i allri þessari kyrrð, meðan ég er að vinna!” Allt i einu kom hún auga á gull- fiskinn. Hann gerði auðvitað ekki beinlinis hávaða, en hann var samt lifandi. Kötturinn og hamst- urinn voru að sjálfsögðu einnig lifandi, en þeir sváfu. Og páfa- gaukurinn var ekki enn farinn að fást til að tala. En gullfiskurinn var hvorki móðgaður né daufur i dálkinn. Hann hringsólaði i kúl- unni sinni með næstum þvi ósýni- legum hreyfingum, liílu ugganna sinna. Við og við kom hann upp á yfirborðið og fékk sér bita af matnum. Þess á milli renndi hann sér næstum þvi með ást- leitni inn milli rústanna af neðan- sjávarhöllinni, sem ástfanginn eigandi hans hafði eytt hvorki meira né minna en þriggja vikna vasapeningum sínum I að útbúa handa honum. Fiskurinn virtist njóta friðar og næðis, og engin hætta virtist á þvi, að hann yrði taugaveiklaður af kyrrðinni né einverunni. ..Þú ert nú bara reglulega skrit- inn”, hugsaðr konan og fór að strauja — án þess að hætta með öllu að gefa fiskinum gætur. Gullfiskurinn stakk sér, flaut og synti... og konan var enn að Framhald af bls. 47 8. TBL. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.