Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 27

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 27
Kvikmyndatakan fór 'fram i eins eölilegu umhverfi og á varð kosið — i eyðimörk Suð ur-Túnis, skammt frá Tozeur-vin- inni. Þangað voru m.a. fluttar tjaldbúðir, tvær kyrkislöngur frá London (ein til að „leika” i mynd- inni og önnur til vara), og svart- lakkaður trjástofn með nökkrum greinum, sem i kvikmyndinni skyldi vera aðsetur kyrkislöng- unnar, og var hann steyptur niður I sandinn með 150 kilóum af steypu. Flugvélin, sem notuð var, var fengin frá Bandarikjunum — eins hreyfils flugvél af Simoun gerð, sem flutt var frá Frakk- landi skömmu eftir 1930 til afnota fyrir sendiherra Frakka i Was- hington. Er hún af sömu gerð og vélin, sem Saint-Exupery hrapaði i yfir eyðimörkinni árið 1935. Aðdáendum litla prinsins finnst það liklega skrýtin tilhugsun að eiga ef til vill eftir að sjá þetta eftirlætisverk á breiðtjaldi — en hvort kvikmyndin á eftir að ná þeim vinsældum, sem sagan hef- ur náð mun timinn leiða i ljós. Til gamans birtast hér tvær myndir úr kvikmyndinni, ásamt hliðstæð- um teikningum Saint-Exupery sjálfs. ,,Ef einhver elskar blóm, sem aðeins er eitt til á milljónum og aftur milljónum stjarna, þá er það nóg, til þess að hann'sé hamingjusamur, þegar hann horftr á þær.” „Niður á hvaða hnött hef ég fallið?”, spurði litli prinsinn. „Niður á jörðina, i Afríku”, svaraði höggonnurinn. „Aha. Er þá ertginn á jörðinni?” „llér er eyðimörk. Það eru engir i eyðimörkum. Jörðin er stór”, sagði höggormurinn.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.