Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 47

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 47
réttindastéttir standa saman um hagsmuni sina og stööu, en þó leitast þessar forréttindastéttir viö aö hafa samstarf við lægri stéttirnar um varnir gegn utan- . aðkomandi árásum. þurfi háttsettir bavianar að ná markmiði sinu, þurfa þeir sjaldn- ast að beita valdi. Eins og hjá mönnunum eru forréttindafjöl- skyldur hjá baviönunum, sem stjórna frá kynslóð til kynslóðar i krafti arftekins valds sins. Það er algengt, að yfirstéttarbavian liti ströngum augum undirsáta sinn, sem gerzt hefur uppivöðslusam- ur. Undirsátinn vikur undan augnaráði hans og laumast burtu. Hafi einhver baviananna gert þeim allra hæstsettu eitthvað á móti skapi, sýnir hann þegar i stað undirgefni sina, hann snýr bakhlutanum að yfirboðara sin- um. Það kemur- fyrir, að undirsát- arnir eru ekki svona auðmjúkir og þá endar málið yfirleitt með skelfingu. Hann er þvingaður til að sýna undirgefni sina og þá á h^nn ekki á góðu von, gripi hann aftur til uppreisnar. Sjaldan liður á löngu, áður en karlbavianarnir hafa gert sér grein fyrir stöðu sinni i kerfinu. örsjaldan gerist það, að óvenju sterkbyggðir og ótrauðir bavian- ar reyna að komast yfir stétta- mörkin — og mjög fáum þeirra tekst það. Bein átök um völdin milli þeirra hæstsettu, eiga sér lika sjaldan stað, i hæsta lagi fimm til-sex sinnum á ári. Oftast eru það ungir bavianar, sem reyna að komast i næstu stétt of- an við sig. Sá, sem verður undir i slikum viðskiptum, sýnir undir- gefni sina og þá er jafnvægi kerf- isins borgið. Kerfið verður nefni- lega að vera i jafnvægi, ef bavi- anaflokkurinn þarf að berjast við óvini sina. t herjum mannanna, kann að rikja sundurlyndi milli ó- breyttra liðsmanna og yfirboðara þeirra, en þeir verða að vinna ' saman. Það sama er uppi á ten- ingnum meðal baviananna. Meðal kvendýranna er miklu meiri hreyfing milli stétta mögu- leg. Hvert karldýr getur átt frá einni og upp i sex konur og fer fjöldi kvennanna eftir stöðu hans innan hópsins. Auk þess geta háttsettir karlbavianar áskilið sér rétt yfir konum undirsáta sinna, en lægri stéttunum er ráð- legast að reyna ekkert slikt sjálf- um. Konur háttsettra baviana rikja með harðri hendi yfir kon- um lægrasettra baviana. Börnin njóta verndar En við og viö riðar kerfið til falls. Kvenaparnir verða miklu á- ræönari og árásargjarnari um það leyti, sem égglos verður hjá þeim. Þetta verður til þess, að þessi kvendýr eiga oft i vök að verjast gegn hinum, sem standa saman gegn þeim. Aftur á móti standa karlbavianarnir allir með frjóa kvendýrinu. Um fengitim- ann fylgja hæstsettu karldýrin kvendýrinu dyggilega eftir og þá er víssara fyrir hin kvendýrin að halda sig i hæfílegri fjarlægð. „Fengitiminn” stendur yfir i sex til sjö daga og um leið og hann er liðinn hjá, er uppreisnarandi kvendýrsins á bak og burt. Hvort sem hún hefur tekið fang eða ekki lætur hún aftur að öllum kröfum samfélagsins. Ali hún af sér af- kvæmi, nýtur hún strax ýmsra forréttinda og er dyggilega varin af háttsettum karldýrum, reyni einhver að gerast henni nærgöng- ull. Þegar afkvæmin eru orðin sjálfbjarga, missir móðirin for- réttindin og verður að hlita regl- um samfélagsins. Gagnstætt skógaröpum hafa karlbavianarnir mikla ánægju af afkvæmum sinum og þykir ; greinilega mjög vænt umþau.Þeir gera meira en að kjassa þá og klappa þeim, þvi að þeir gæta þeirra og ala þá upp. Menn haga sér mjög svipað, en ekki verður gengið framhjá þeirri staðreynd, að bavíanarnir hafa liklega sterkustu kvnhvöt allra dýra. Það sést bezt á þvi, hve illá bavianar una sér i dýragörðum, ef þeir fá ekki að fullnægja kyn- hvöt sinni. Frægasta dæmið er aö öllum likindum apabardaginn mikli i dýragarðinum i London árið 1947, þegar 40 kvenbavianar voru settir á „eyju”, þar sem fyrir voru 100 karlbavianar. Afleiðingarnar voru þær, að 60 karldýr og 33 kvendýr létu lifið. Smávaxin kvendýrin gengu milli karldýr- anna og mörg þeirra dóu hrein- lega af þreytu. Visindamenn, sem fylgdust með þessari „tilraun”, drógu af þessu þá ályktun, að bavianarnir væru kynóðar skepnur. Hvað væri hægt að segja um kvnhvöt manna af tilraun, sem framkvæmd væri á þann hátt, að 40 fallegar ballettstúlkur væru settar á eyju, þar sem fyrir væru 100 fangar, sem ekki hefðu litið kvenmann i heilt ár? I eðlilegu umhverfi við eðlileg skilyrði, nota bavianarnir meiri tima til að annast hvern annan en til að elskast og deila. Þegar þeir hafa rifið feldinn eða orðið fyrir einhverju öðru hnjaski, leitast hinir við að láta þeim meidda llða betur með þvi að veita honum eins konar nudd. Þetta nudd er tákn vináttu . allra stéttanna á milli. Að visu nudda undirsátarn- ir yfirboðara sina af meiri natni en jafnoka sina, en þeir fá lika sinn skerf af nuddi frá þeim. Jafnvel þótt samfélagsbygging þeirra kunni að virðast óréítlát, eru bavianarnir litt fyrir það gefnir að láta vandamál samfé- lagsins á sig fá. A sama hátt og menn gerast undirsátar vinnu- veitenda, huseigenda, skatt- heimtumanna, stjórnmála- manna, dómara og konunga, eru bavianarnir fúsir til þess að gefa persónulegt frelsi sitt til þess að falla inn i munstur samfélagsins. Og þetta er hyggni makak'o- anna — og eina leiðin, sem þeim er fær til þess að komast af. ■* ' 3M__________________________ Framhald af bls 23 ar, þeirra á meöal Cream. Hljóm- leikarnir meö Cream voru raunar kveðjuhljómleikar hljómsveitar- innar. Þannig var leiðin til frægð- ar og frama litið annað en vinna og aftur vinna. Nokkrar breyting- ar urðu á hljómsveitinni snemma á ferli hennar. Pete Banks nét aðalgitaristi hljómsveitarinnar, en samkomulagið var ekki upp á það bezta, svo hann varð að vikja fyrir Steve Howe. Siðan urðu framfarir örar i hljómsveitinni á árunum 1969 og 1970 og orgelleik- ari hljómsveitarinnar þá, Tony Kaye, var orðinn töluvert á eftir hinum, að áliti hljómsveitarinn- ar, svo hann varð að vikja fyrir Rick Wakeman. Og sá hefur ekki látið sitt efir liggja. Hann á núna tlu orgel og pianó, ef það er ein- hver mælikvarði á getu. Bandarikin eru ætið takmark enskra hljómsveita, mest vegna þess hve markaðurinn þar er gif- urlega stór. Bandarikjn freistuðu Yes en þeir létu það ekki eftir sér fyrr en þeir höfðu látið frá sér þriðja albúmið, „The Yes al- bum”. Þeim var mjög vel tekið i Bandarikjunum og plöturnar þeirra seldust allar á einu bretti lá við. En voru þær ekki mjög ó- likar. Hvað ávann hljómsveitin sér með hverri plötu? Jon Ander- son verður fyrir svörum: „Close to the edge var okkur mikill á- vinningur. A þeirri plötu var öðru megin eitt samfellt verk. Á hljómleikum tókst okkur að halda eftirtekt fólksins vakandi o"g meira en það, allan timann sem tók að flytja verkið. Að ná þannig sambandi við fólkið, var okkur mikils virði. Close to the edge tók langan tima i sköpun. Við áttum mikið efni og það tók mikinn tima að vinna úr þvi. Fragilp var ein þeirra platna, sem varð að klára á stuttum tima, en engu að siður var þar að finna mörg góð til- þrif”. En hvernig var það með „Yes- songs”. Jon Anderson heldur á- fram. „Yessongs var veigamikið albúm fyrir okkur. Ég bjóst ekki við þvi, að það yrði mjög vinsælt. Við lögðum sem allra minnst i það, en samt varð það mjög vin- sælt og seldist vel. Það, sem skipti þó mestu máli var, að við heyrðum i okkur sjálfum eins og við raunverulega vorum á hljóm- leikum og það var ómetanlegt. Þar fyrir utan er „Yessongs” al- búmið mjög góður tengiliður milli „Close to the edge” og Tales from topographic oceans”, en báðar plöturnar eru mikil stúdióvinna, sérstaklega sú nýjasta. Við urð- um að sýna hvað við raunveru- lega gátum „live”.” Og þá er það „Tales from topo- graphic ocean”. Eins og áður sagði, kom platan út nokkru fyrir áramótin og er þegar komin ofar- lega á flesta vinsældalista. Hér er um að ræða eitt samfellt verk, sem tekur um eina klukkustund og tuttugu minútur i flutningi. Hljómsveitin eyddi fimm mánuð- um i stúdiói við gerð plötunnar, sem kostaði alls rúmar sjö mill- jónir islenzkra króna. Þvi hefur verið fleygt að hér sé um að ræða dýrustu plötu, sem gerð hafi veriö i Evrópu. Áður en haldið var i stúdióið, var sex vikum eytt i æf- ingar. Verkið er að mestu eftir Jon Anderson, en Alan White á nokkra búta I þvi. „Tales from topographic oceans” er lang þyngsta verk hljómsveitarinnar hingað til, og ef til vill hápunktur- inn á ferli Jon Anderson. Hann á lokaorðin i þessum pistli. „Fari okkur aftur, gerum við okkur grein fyrir þvi, að yið hefð- um getaö gert betur. Fari okkur fram, verður okkur æ ljósara, að til eru betri verk eh við erum að gera. Þegar ég t.d. hlusta á Sibel- ius, sé ég að ég á matgt ólært. Sibelius skapaði hreina, tæra tón- list, tónlist sem ég veit að mun æ- tið standa minum verkum langt- um framar”. Gullfiskurinn Framhald af bls 33 strauja, þegar húsdyrunum var skellt, „Mamma,... ég er svangur!” Herra minn trúr!” hugsaði konan og leit á klukkuna. „Er virkilega kominn tetimi? Þessar klukkustundir hafa sannarlega veriö fljótar að liða”. Hún var búin að setja upp ketil- inn og koma straujaða þvottinum á sinn stað. áður en lyrstu skóla- töskunm var tleygt á eldhúsgólf- iö. Kötturinn reis á fætur og fór að mala, hamsturinn vaknaöi og fór að klóra i matarskálina sina, hundurinn kom stökkvandi inn I eldhúsdyrnar, og páfagaukúrinn sagði: „Góðan dag. Gleðileg jól, Tvo sykurmola. Takk!” Einhver opnaði sjónvarpið, en þrátt fyrir allan þennan gaura- gangsynti gullfiskurinn hring eft- ir hring, án þess að nokkur veitti honum athygli. „Saknaröu okkar, meöan við erum i skólan'um?” spuröi eitt af börnunum. „Já”, svaraöi konan, „ég sakna ykkar mikið”. „Finnstþér þú vera einmana?” spurði annaö. „Nei, ekki beinlinis”, sagði hún, „það er svo margt, sem ég hef að gera. Og öll dýrin eru mér til ánægju”., „Lika fi'skurinn?” spuröi yngsta barnið. „Getur fiskurinn minn verið þér til ánægju, þó hann hvorki mali, gelti, klóri né tali...?” „Já”, sagði hún, „fiskurinn er mér til mikillar ánægju”. Hún gekk að glerskálinni og hellti æti niður i vatnið. „Það, sem mestu máli skiptir”, sagöi hún svo lágt, að ekkert barnanna heyrði það, ... Það, sem méstu máli skiptir, er, að dýrin minna mig á ykkur öll. og á mikilsverð- ustu skyldur minar á . þessari jörð...” En hún hefði alls ekki þurft að hvisla þessu, þvi að nú voru börn- in farin að syngja i kór einhvern barnasöng, sem verið var að kyrja i sjónvarpinu, svo að þau heyrðu alls ekki nema til sjálfra sin. Gullfiskurinn kom upp á yfir- borðið, nartaði i fóðrið sitt og hvarf siöan niður I vatnið. Og þaö var konunni eiður sær, að hann renndi til hennar ástaraugum. 8. TBL. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.