Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 22

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 22
Enska hljómsveitin Yes hefur verið heimsþekkt nú um árabil. Skerfur hljómsveitarinnar til rokktónllstarinnar er þegar orð- inn ntkkur og þvi full ástæða til að gerð hljómsveitinni nokkur skil. YeS nafa látið frá sér 7 al-. búm á fjórum árum. Árið 1969 kom plata samnefnd hljómsveit- inni, „Yes”. 1970 kom „Time and a word” og 1971 komu tvö albúm, „The Yes album” og „Fragiie',’. „Close to the edge” kom 1972 og svo kom „live” albúm 1973 i upp- hafi ársins. Var þar um aö ræða þriggja platna albúm, sem hlaut nafnið „Yessongs” og var þar að finna mörg þeirra laga, sem hljómsveitin haföi áður gefið út á plötu. Þegar leið að árslokum 1973 kom svo út plata, sem talin hefur verið einna þyngst af þeim öllum. Sú hlaut nafnið „Tales from topographic ocean”. Verður nánar fjallað um þá siðastnefndu siðar. Hljómsveitina Yes skipa þeir Jon Anderson, Rick Wakeman, Alan White, Chris Squire og Stve Howe. Tveir þeir fyrst nefndu eru hvaö þekktastir þeirra félaga og hafa þeir báðir látið frá sér fara „sóló” plötur, sem hafa hlotið góðar móttökur. Er þar skemmst að minnast plötu Rick Wakeman, „The six wives of Henry the eight”. En hvað liggur að baki Yes? Jon Anderson er aðaldriffjöður- in I hljómsveitinni. Hann semur langmestan hluta tónlistarinnar sem hljómsveitin flytur, og markar stefnu hennar i einu og öllu. Hann var einnig stofnandi hljómsveitarinnar. Hvert var takmarkið i upphafi? Hvað stóð til að gera? Jon Anderson svaraði þessu nýlega i blaðaviðtali. „Meginmarkmiðið var að stofna nokkurs konar endurútgáfu á hljómsveitinni Nice, þ.e.a.s. hvað varðar hljóðfæraleikinn, en hafa siðan jafn góðum söngvurum á að skipa og hljóðfæraleikurum. Hljómsveitin Nice var uppspretta fjölmargra nýjunga og fyrirmynd fjölmenns hóps i hljómsveitar- bransanum. Þeir opnuðu m.a. heim klassiskrar tónlistar fyrir poppunnendum. Það mátti mikið af þeim læra”. Þetta sagði Jon Anderson um hljómsveitina Nice. Þegar Yes var nýstofnuð, æfðu þeir sig i einn mánuð og unnu sið- an eins og þrælar I sex mánuði fyrir um það bil 6—7000 isl. krón- ur á kvöldi. Þaðþótti nú ekki mik- ið í þá daga og enn minna i dag. En hljómsveitin kom fram á hljómleikum með fjölmörftum hljómsveitum, sem þá vcí’u fræg- Framhald á bls. 47 PÓSTHÓLF 533 Þættinum bárust fjölmörg bréf með kosningaseðlunum i vin- sældakosningunni á dögunum. Nokkrir fundq að þvi, að kosning- in hefði verið eins og getraun, en þvi hef ég áður svarað hér i þættinum. Aðrir töldu upþ allar uppáhaldshljómsveitirnar sinar og óskuðu eftir greinarkorni og myndum. En fyrst er áð birta bréfin og sjá hvaö setur. Fyrri hluti bréfs frá St. Gúðm. var um fyfirkomulag vinsælda- kosningarinnar og þvi tet ég mig þcgar hafa svarað. Seinni hlutinn var svona: Kærr þáttur. Hvernig, væri að taka upp einu sinni sparihanskana og skrifa greinarkorn um hljómsveitirnar: Jo Jo Gunhe, Foghat, Geggars Opera, New Cactus Band, J. Geils Band, -líoobie brothers og Black Oak Arkansas. Þessar hljóm- sveitir eiga það sameiginlegt að 22 VIKAN 8. TBL. flytja mjög góða tónlist, en þein. er það ekki þakkað I fjölmiðlum sem skyldi Heldur setjast menn niður meö penna og krota það sama aftur og aftur, um náunga sem litið eða ekkert eiga skilt við músik, svo sem bjálfa eins og Os- mondsskrllinn, saétabrauðs- drenginn David Cassidy, litlu ljótu Marc Bolan og Gary Glitter og fleiri borna bjálfa. Nei, slikir vesalingar (músiklega séð) eiga allra sist erindi i „músik með meiru”. Og er það min heitasta ósk, hvað varðar músikþætti i f jölmiðlum að slikir sem ofantaldir hverfi með öllu þaðan burt. (Kannski þeir fengju inniibarnatimanum)? St. Guðm. Sæll vertu. Ég skil vel hug þinn. Reynt verð- ur eftir mætti að hafa efni þáttar- ins fjölbreytt, þ.e. fyrir sem flésta. Hljómsveitirnar, sem þú minnist á, eru góðra gjalda verð- ar og ég mun reyna aö gera þeim sem flestum skil. Ég þakka bréfið. es. 1 1 r _ 7 ^

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.