Vikan


Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 6

Vikan - 21.02.1974, Blaðsíða 6
bavíananm ' t Athyglisverð grein um samfélag baviana, sem óneitanlega svipar á margan hátt til þess samfélags, sem við lifum og hrærumst i. Níður við ána, þar sem óvarkárt fólk snýr baki að krókó- dilunum, sem felast i vatninu, kveður við árvökul rödd, öguð og greind og þó álitin standa mannsröddinni að baki. Hópur sterkra striðsmanna þyrpist niður að vatninu. Þeir eru meö vigtennur og fax eins og ljón,- en kjálkarnir eru eins og langir hundskjálkar og þeir ganga á fjórum fótum, sem likjast mannahöndum. Vökulum augum viröa þeir fyrir sér vatnið og árbakkann. Ef þeim lizt ástandið hættulaust, gefa þeir frá sér hvellt hljóð, sem alltaf þýðir: — Allt er i lagi. Þá kemur allilr flokkurinn — milli 25 og 200 dýr — niður að bakkanum til þess að drekka, láta liða úr sér, hoppa til og frá, leika sér eða tina lostæt ber á skugg- sælum bakkanum, en valdir verðir vaka yfir öryggi þeirra i trjátoppnum. Ofugt við háttalag manna, vernda þeir börnin og mæður þeirra, sem hvorki hafa vigtennur né fax, frábærlega vel. Sjái verðirnir tvö lúmsk augu og gin, eða grænleitan hrygg koma i ljós i vatnsskorpunni, gefa þeir frá sér hættumerkið. Krókó- dilarnir fá aldrei tækifæri til þess að ná i gómsætan baviana tii þess að gæða sér á. Skipulagður hernaður Þegar bavianaflokkur fer um i leit að æti á fjallsléttum eða gresjum, hafa þeir bæði njósn á undan og eftir aðalhópnum. Njósnaflokkarnir eru «kipaðir ungum og hraustum baviönum. Eldri og reyndari karlbavianar, sem skipa flokksráðið og stjórna flokknum, halda sig i miöjum aðalhópnum og hafa milli sin ungviðið og mæður þess. Þeir mynda nokkurs konar æðsta ráö, sem leggur á ráöin og stjórnar aðgerðum. En sé hætta yfirvof- andi eru þeir næsta ólikir mönnum, sem gegna svipuðum stöðum, þvi að þá skipa þeir sér ætið i fremstu viglinu. Mæðurnar og ungviðið hafa þá að brjóst- vörn, sem ver þær fyrir utan- aðkomandi árásum. Hýenur, sjakalar og meira aö segja hlébarðar hliðra sér hjá að gera árás á bavianahóp. Þessum dýrum þykir gott aö gripa einn og einn baviana, sem hefur orðið viðskila við hópinn, en þeir láta skipulagðan hóp baviana óáreittan. Þessir apastriðsmenn þurfa þvi ekki að óttast neitt 6 VIKAN 8. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.