Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 11
Roðnar upp i hársrætur
Komdu sæll minn kæri Póstur og
gleðilegt nýár!
Ég þakka þér og Vikunni fyrir
gott og skemmtilegt efni. Ég leita
á náðir þinar, þvi að svo er mál
með vexti, að ef einhver yrðir á
mig, þá roðna ég upp i hársræt-
ur. Ég skil ekki, hvers vegna ég
roðna svona alltaf. Ég er ekki
beint feimin, en svona er það nú
samt. Ég er farin að halda, að ég
sé eitthvað taugaveikluð. Ég
roðna auk heldur, þegar einhver
ókunnugur yrðir á mig. Svo er
það lika þannig, að mig langar
svo mikið til að vera með strák.
Heldurðu, að strákur vilji vera
með stelpu, sem roðnar svona?
Hvernig lýsir það sér, þegar
strákur er hrifinn af stelpu?
Hvernig geturðu dæmt mig eftir
skriftinni? Hvernig er skriftin?
Hvernig er stafsetningin? Hvað
heldurðu, að ég sé gömul? Hvaða
merki á best við ljónið?
Elsku Póstur, ég vona, að þú
getir orðið að liði. Með fyrirfram
þökk, Alla
Mörgum finnst það ógurlega
sætt og kvenlegt að roðna, og þú
þarft ekki að óttast, að það út af
fyrir sig fæli strákana frá þér.
Annað niál er, hvort þú verður
ekki æ vandræðalegri og klaufa-
lcgri, ef þú lætur þetta litilræði
valda þér svona miklum áhyggj-
um. Berðu bara höfuðið hátt,
þetta er ekkert til að skammast
sin Ivrir. Én ekki treysti ég mér
til að lýsa því nákvæmlega,
hvernig strákur er, þegar hann er
hrifinn af stelpu, þú verður þess
áreiðanlega vör, þegar þar að
kemur. Og það kemur áreiðan-
lega að þvi. Kkriftin er myndarleg
og bendir til þess, að þú vitir,
livaö þú viljir og fylgir þvi eftir.
Stafsetningin er ágæt, og liklega
ertu 15 ára eða jafnvel eldri.
Ilrútur og stcingeit eiga líklega
livað best við Ijónið.
Eyrnagöt viö höfuðverk
Kæri Póstur!
Við erum hérna tvær jafn gaml-
ar stelpur. Við köllum okkurff - og
Þ. Okkur langar að fá svör við
nokkrum spurningum.
1. Hvað er andaglas?
2. Hvar er hægt að láta spá fyrir
framtiðinni, og hvað kostar það?
3. Batnar höfuðverkur við að láta
gera göt i eyrun?
4. Mega lögreglur reka krakka
heim á kvöldin (mjög seint), ef
þeir eru ekki einkennisklæddir?
5. Getur stúlka orðið ófrisk, ef hún
er ekki byrjuð á túr?
6. Birtist Pósturinn frekar,ef
maður hrósar Vikunni?
7. Þökkum fyrirfram birtinguna,
ef af veröur.
Hvernig er skriftin? En staf-
setningin? Hvað heldurðu, að við
séum gamlar? Þ.ogH.
1. Audaglas er kukl, sem þið ætb
uð alveg að láta vera. Það er
framið á þá leið, að teiknaðir eru
stafir.tölur og tákn eftir kúnstar-
innar reglum á blað, og. siðan
reyna þátttakendur að fá anda i
glas og spyrja hann spurninga,
sem hann á að svara á blaðinu.
2. Kpákonur og karlar eru á
hverju strái' og hafa nóg að gera
við að spá fyrir fóiki. Ég get ekki
gefiö þér upp nein nöfn, en
stundum má lesa auglýsingar frá
þessu fólki i blöðum, t.d. i
smáauglýsingum Visis. Gjaldið
er eflaust mismunandi, en heyrt
hef ég töluna 500 kr.
3. Enga trú hef ég á þvi.
4. Lögregluþjónar verða að
vera i búningi við sin störf.
5. Mánuðinn áður en fyrstu
blæöingar verða hjá stúlku,
myndast hið fyrsta egg i legi
hennar, og þá getur hún orðiö
ófrisk.
6. Pósturinn er alltaf á sinum
stað i Vikunni, á hverju sem
gengur, en birting bréfa i honum
fer sannarlega ekki eftir þvi,
bvort blaðinu er hrósað eöa ekki.
7. Skriftin er skýr og verður
eflaust lagleg með timanum.
Stafselning er i betra lagi, nema
það vantaði ypsilon á tveimur
stöðum. Ég giska á, að þið séuð
þrettán ára.
Um kappsiglara
Kæri Póstur!
Við erum hérna tveir land-
krabbar, sem vilja vera sjóarar.
Okkur langar mikið til að fá að
vita, hvar við getum fengið teikn-
ingu af kappsiglara, eins og þeir
nota i Nauthólsvik. Hvað skyldi
hann kosta? Getur þú gefið okkur
góð ráð um meðferð slikra kapp-
siglara?
Hvað heldurðu, að við séum
gamlir? Við vonum, að þú birtir
þetta bréf eins fljótt og þú getur,
þvi að okkur liggur mjög mikið á
svari. Við biðjum um einlæga náð
til handa þessu bréfi, að það lendi
nú ekki i ruslakörfunni. Og fyrir
alla muni leiðréttu stafsetning-
una. Tveir landkrabbar,
sem vilja vera sjóarar
Ég hélt nú, að engum undir sjö-
tugt dytti f hug að skrifa kjæri og
hjerna, en aisiað fannst mér ekki
þurfa að leiðrétta. Þrátt fyrir rit-
háttinn ætla ég þó að giska á 15
ára aldur ykkar.
Svör við spurningum ykkar um
kappsiglara fáið þið best og itar-
legust hjá manni, er Ingi Guð-
monsson heitir og á heima i Hllð-
argerði 2, Reykjavík. Hann er
skipasmiðameistari og hefur um
nokkurt árabil starfað sem
leiöbeinandi á vegum Æskulýðs-
ráðs við siglingaklúbbinn
Siglunes. Hann segir, aö ykkur sé
velkomið aö skrifa sér og mun
fúslega veita allar umbeðnar
upplýsingar.
1 ERUM
FUJTT
: AÐ LAUGAVEGI 15
LITIÐ INN OG SKOÐtÐ OKKAR MIKLA
OG VANDAÐA VÖRUÚRVAL.
VÖRUR FYRIR ALLA- VERÐ FYRIR ALLA
lEKK^
M V Laugaveg 15 sími 13111
-ív.ér er aLLtaf veL til hennar móður
binnar, hún reynclj hó tiL bess að
stía oVckur í sunciur.'
11. TBL. VIKAN 11