Vikan

Tölublað

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 18

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 18
einhver barði að dyrum og sagðist vera frátekinn. bað voru aðeins starfsmenn i skrifstofunni, sem máttu berja á hurðina, alveg eins og það var aöeins skrifstofu- stjóri lslands, sem mátti berja á dyrnar hjá ráðherra íslands, sem nú var niðri f þingi að stjórna landinu. En þegar konan vildi ekki fara, og koma aftur á morgun og skrif- stofustjórinn var búinn að lesa Noröanfara allan, ákvað hann allt i einu að leyfa henni að koma inn fyrir. Hann tók henni með allri þeirri ljúfmennsku, er hann kunni og ætluð er til að gripa fyrir kverk- arnar á öllum raunverulegum velgjörningi og afgreiðslu mála. Bændur höfðu ekkert vit á landsstjórn og vissu ekki að ráðuneyti íslands var fyrst og fremst stofnaö tit þess að koma i veg fyrir að komið væri i veg fyrir aö landið stjórnaði sér sjálft. Til þess var ráðuneyti, en ekki til að rjúka til að stjórna hinu og þessu. Það gekk þvi miöur ekki i konungsbundnu lýðveldi. Ekki svo að skilja, að hann héldi að kona ofan úr sveit fengi einhverju þokað á kontórnum, heldur hitt að það skipti máli — út á við — að menn væru heima hjá sér i skrif- stofu landsins. Konan kom inn með hægð og skalf svolitið meðan hún heilsaði og fékk sæti. Hún haföi engan formála, heldur kvaðst hafa misst manninn sinn fram af einhverri bryggju um haustið. Þá vissi hann þaö. Hann sagði konunni aö sér þætti það mjög leitt. Ákveðinn maður heföi verið inni meö vatni og brauði tvisvar sinnum i þrjár vikur, grunaður um að vita meira um mann hennar en réttvísin og lögleg yfirvöld, og þrátt fyrir útúrsnúninga i blöðum og illa grundað tal manna, gæti ráöuneytið þvi miður ekki játað glæpi fyrir menn. Það yrðu þeir að gera sjálfir. Hún horföi á hann róleg, meðan hann talaði. — Bæjarfógetinn i Reykjavik og reyndar allt aukadómþingið hefði mikla reynslu i samskiptum við glæpamenn og hefði beitt hörku við yfirheyrslurnar. Hafði hann látiö spyrja manninn tuttugu og þrem sinnum og haft hann á vatni og brauöi þar á milli, en ekkert heföi komiö fram markvert, er skýrt gæti afdrif manns hennar. Ráðherra tslands væri mjög hryggur. Hann gerði hlé á máli sinu. Það er vont aö missa manninn svona frá fénu, sagði hún og horfði á hann eins og barn. Og svo hefur ekki veriö haldin nein jarðarför, bætti hún við. Mér hefur verið sagt að ég geti látið jarða hann þykjast, við kirkju, þótt hann sé ekki þar við. — Mér fyndist það viðkunnan- legra. Það er vont að missa manninn frá fénu undir veturinn, en hálfu verra þó að vera i óvissu. Þegar fólk er dáið er þaö jaröað fyrir austan og svo er þvi lokið og konur verða ekkjur I vet- fangi. Fólk sem hins ve'gar hverf- ur, situr ekki yfir fé og deyr i rauninni ekki heldur. Ég kom eiginlega til að fá að halda jarðarför. Það slöasta sagði hún biðjandi. Skrifstofustjórinn gat vart duliö hve feginn hann var. Hann faldi Noröanfara dálitið betur inni i þingskjölunum á boröinu. Hann hafði haldiö aö hún væri að koma til að biðja um morðingja eða einhvern fjandann. Hann sýndi samt stillingu. Hann vissi aö þaö var sjálfsögð venja aö menn væru úrskurðaöir dánir eftir hæfilegan tima. En þetta var nú einu sinni stjórnar- kontór og beiöni yrði að vera skrifleg til dómsmálaskrif- stofunnar og ráöuneytisins og siðan yrði hún afgreidd með eðlilegum hraða, að fenginni umsögn biskups og bæjar- fógetans. Hann geröi sig svolitið strangan á svip, en þó ekki fjand- samlegan og sagði svo varlega: — Ráöuneytiö gæti hugleitt það. Við, eða ég persónulega, hefði mikinn áhuga á að greiða fyrir slikri umsókn. Þér gætuð reynt að skrifa. — Skrifa, sagði konan. — Já, umsókn um leyfi til minningarguðþjónustu. Slikt leyfi verður að vera skriflegt og það verður þvi að sækja um það skrif- lega. Svo verður að gefa út dánar- vottorö. Við hér getum ekki afgreitt alvarleg mál munnlega. Menn lifa kannske og standa yfir fé sinu munnlega, en menn deyja i rituðu máli og löglegri embættisfærslu, sagöi hann með þunga. — Það er ekkert áhlaupaverk að gefa út dánarvottorö án liks, það er eins og að gefa saman fólk án þess að hafa brúðguma. Dánarvottorð er kvittun fyrir þvi, að einhver sé dauður og að gengiö hafi verið úr skugga um það i eitt skipti fyrir öll. Konan þakkaði fyrir sig og stóð upp. Skrifstofustjórinn yfirgaf kontórinn litlu siðar og kvaðst vera farinn á fund. Hann haföi lofaö að setja upp kartöflur heima. Framhald i næsta blaði aissuR GULLRASS E.FT/R- BtLL KAVANAGU e. FRANK FLETCFER Mina er alltaí að kvarta yfir þvi, að ég skuli aidrei bjóða sér út að boða! NU get ég veriö örlátur án þess að' þaö kosti krónu. 18 VIKAN 1 1. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.