Vikan

Tölublað

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 4

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 4
Þúsundir lamadýra hafast við á hásléttum Bólivíu. ! Þvert yfir Suöur- Am Miöasölumaðurinn var indfáni. Áhyggjudrættir komu i vingjarn- legt brosleitt andlit hans. Við höfðum spurt hann spurningar, sem hann gæti ekki gleymt á næstunni. Við höfðum beðið hann um Amerfkufarseðil, Pase Americano, farseðil, sem veitir rétt til þess að ferðast eins mikið með járnbrautarlest um nær alla Suður-Evrópu i heilan mánuð og handhafa hans lystir. Okkur hafði veriðtjáð, að slikur farseðill kost- aði 60dollara. Þótt stöðvarþjónn þessi væri i þjónustu chileönsku rikisjárnbrautanna og það i miðri höfuðborginni, hafði hann aldrei heyrt minnst á Amerikufarseðil fyrr. Pase Americano var honum algerlega óþekkt fyrirbæri. Hann hugsaði sig um lengi, rót- aði i skúffunni hjá sér nokkra stund og eftir langa mæðu dró hann tvo 60 dollara Amerlkuseðla fram i dagsljósið. ,,Og á hvaða leið eruð þið?” spurði hann og ekki að undra. Við höfðum svar á reiðum höndum: Við ætluðum að fara frá Kyrrahafsströnd Norður-Chile þvert yfir meginlandið til Atlantshafsstrandar Brasiliu. Þessa leið fer vöruflutningalest með kopar, og framámenn rikj- anna, sem hún fer um, sáu sér leik á borði og fundu upp snilldar- bragðið Pase Americano handa ævintýraþyrstum ferðamönnum. Indiáninn i miðasölunni varð aftur áhyggjufullur á svipinn: ,,Þið verðið að fara norður yfir Andesfjöllin. Þaðan fara tvær lestir á viku, á mánudögum og föstudögum. Það getur lika verið, að þær leggi af stað á þriöjudög- um og fimmtudögum. Ég veit ekki, hvort heldur á morgnana 4 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.