Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 24
Stundin okkar er á slnum staö á sunnudaginn.
Tónheyrn og
önnur heyrn
Þriöji þátturinn um skilningar-
vitin veröur fluttur á mánudags-
kvöldiö og fjallar hann um heyrn-
ina. Meöal annars veröur komiö
inn á tónheyrn, þó aö þátturinn í
heild fjalli ekki fremur um tón-
mennt en annaö, sem viðkemur
heyrninni.
Taminn úlfur
A miðvikudagskvöldið verður
sýnd sovésk kvikmynd frá árinu
1973. Mynd þessi gerist I fjöllum
Kasakstan og- segir frá dreng,
sem elst upp hjá frænda sinum og
ömmu. Frændinn tekur drenginn
drepur alla ylfingana, nema
einn, sem hann gefur drengnum.
Þeir fara með ylfinginn heim, og
á hann eftir að koma mikið við
sögu.
Stórum fjárhóp hefur verið
stolið frá höfðingja þarna i
byggðarlaginu, og er höfðinginn
hinn reiðasti sem vonlegt er. En
það er einmitt frændi drengsins,
sem valdur er að þjófnaðinum, og
nú lætur hann drenginn fara með
stolnu kindurnar upp i fjöllin og
Greta Garbo
leikur I laugardagsmyndinni.
gæta þeirra þar. Drengurinn
lendir i miklum erfiðleikum,
einkum þegar úlfarnir ráðast á
kindurnar. Seinna kemst þjófn-
aðurinn upp og þáutkljá sonur
höfðingjans og frændi drengsins
málið i einvigi.
Frændinn sýnir drengnum
mikla hörku, svo að hann strýkur
að heiman og til útlaga i fjöllun-
um. En hann snýr þó heim aftur,
einkum vegna ömmu sinnar. Þá
erúlfurinn hans farinn að heiman
og orðinn villtur, en þegar hann
særist af skoti, flýr hann aftur
heim á bæinn. Þa er úifurinn
orðinn grimmur, hann bitur
drenginn og særir hann mikið. Ot-
laginn er sá eini, sem getur hjálp-
að honum....
t þessari mynd er sýnd glögg-
lega hörð lifsbarátta fólksins og
stórbrotið landslagið i Kasakstan
fær að njóta sin. Dýr koma mikið
við sögu, einkum úlfar og sauðfé,
og einkum er lögð áhersla á að
sýna grimmd úlfanna.
Greta Garbo í
laugardagsmyndinni
Upp úr klukkan tiu á laugar-
dagskvöldið hefst sýning á
bandarisku kvikmyndinni Mata
Hari, sem frumsýnd var árið
1931. Þessi kvikmynd gerist i
Paris árið 1917 og fjallar um
dansmeyna og njósnarann Mata
Hari, sem á sér óteljandi aðdá-
endur. Mata Hari kemst i kynni
viö rússneskan flugmann, sem
verður yfir sig ástfanginn af
henni. Þessi kunningsskapur
verður til þess að upp kemst um
njósnastarfsemi hennar.
Greta Garbo fer með hlutverk
dansmeyjarinnar og njósnarans
og leikur hennar i þessari mynd
hefur gert kvikmyndina, sem
annars væri löngu gleymd, si-
gilda. Þess vegna er okkur fengur
að þvi að sjá hana. Meðal mót-
leikara Gretu Garbo I myndinni
eru Lionel Barrymore og Ramon
Navarro.
Nýr teiknimyndaflokkur
á miðvikudögum
Björninn Jógi hefur lokið göngu
sinni i sjónvarpinu, að minnsta
kosti að sinni. 1 hans staö kemur
köttur nokkur, sem kallaöur er
Top Cat, og félagar hans. Þeir
kumpánar eru búsettir i Nýju
Jórvik og lenda i ýmsum ævintýr-
um, auk þess sem þeir eiga oft i
útistöðum við lögregluna.
SVOLITIÐ
,UM
SJONVARP
Springdýnur
Tökum aö okkur aö gera viö notaöar springdýnur. Skipt-
um einnig um áklæöi, ef þess er.óskaö. Tilbúnar samdæg-
urs. Opiö til 7 alta daga. Sækjum, sendum, ef óskaö er.
Helluhrauni 20,
MM Springdýnur s“f
Hafnarfjörður, Garðahreppur,
Suöurnes
Viögerftirá sjónvarpstækjum, útvarps- og hljtímflutnings-
tækjum, einnig biltækjum. Komum heim, ef óskaft er.
Radióröst h/f, simi 53181
Sjónarhóli, Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfiröi.
Glugga- og dyraþéttingar
Þéttum opnanlega glugga, úti- og svalahuröir meö inn-
fræstum varanlegum þéttilistum, SLOTTSLISTEN. Velj-
um úr 14 mismunandi prófilum úr SLOTTSLISTENS
þéttikerfinu þegar viö þéttum hjá yöur. Lækkiö hita
kostnaöinn. ölafur Kr. Sigurösson og Co. Tranavogi 1.
simi 83484 — 83499.
SLOTTSLISTEN
Pianó- og orgelviðgerðir.
4 A £ Gerum viö pianó, flygla og orgel, aö utan sem innan.
% Einnig stillingar. Avallt fyrirliggjandi Viscount rafmagnsorgel og Röslerog Kaldvin píanrt.
L, J Hljóöfærav. Pálmars Arna, Borgartúni 29, simé 22845.
Skrúðgarðavinna.
Þórarinn Ingi Jónsson. Sími 74870.
Hillu-system
n H J íur-ð Ai il Skápar, hillur og buröarjárn. Skrif- x>rÖ, skatthol, kommóöur. Svefnbekk- r. Skrifstofustólar og fl. Staögreiöslu- afsláttur eöa afborgunarskilmálar. Sendum hvert á land sem er. Opiö mánud. til föstud. frá kl. 1.30, laugar- daga frá kl. 9.00.
HDiaEiEa]
Strandgötu 4, liafnarfiröi simi 51818.
24 VIKAN ll.TBL.