Vikan

Tölublað

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 22

Vikan - 13.03.1975, Blaðsíða 22
Það var reimt i garðinum. öðru hverju gerðust undarlegir atburðir... kona hvarf sporlaust... óp og vein heyrðust að nætur- lagi... og rósirnar i garðinum tóku á sig blóð-rauðari lit en ella. Anna, hin unga og fagra heima- sæta á Fairmead á von á gesti frá London. Ef heimsóknin endar, eins og ég held ab hún geri, munu ópin og veinin heyrast á ný og fót- sporin koma I ljós... Gestirnir, sem ganga um garö- inn á Fairmead, gegnum skraut- hli&in og milli blómabeöanna, eiga erfitt meö aö tengja þetta fallega hús nokkru yfirnáttúru- legu. En þaö er enginn vafi á þvi aö þaö er reimt á Fairmead. Eng- inn getur boriö þvi betur vitni en ég- Ég er þó engan veginn aö segja, aö þaö sé reimt I húsinu. Þaö er öllu heldur í garöinum, sem ein- hvers veröur vart, nánar tiltekiö I gamla rósagaröinum. Þaö er þeg- ar rósimar viröast svartar 1 tunglsljósinu og grasiö milli runnanna er öskugrátt af dögg, sem ópin og veinin heyrast. Þegar dagur rennur, eftir slik- ar nætur, sjást fótspor I morgun- dögginni. Þrenns konar fótspor. Fyrst eru spor konu og siöan tveggja karla. Þau liggja aö staö, þar sem grasiö er niöurtroöiö, eins og áflog heföu átt sér staö, og siöan liggja fótspor konunnar og annars mannsins áfram yfir flöt- ina aö skeljagöngunum handan hennar. Þetta er þó ekki þaö eina dular- fulla viö garöana á Fairmead. Þaö er annaö mjög undarlegt viö þá, þótt þaö sé á engan hátt ógn- vekjandi. Garöarnir og þá eink- um rósagaröurinn viröast sjá um sig sjálfir. Flatirnar eru sléttar og klipptar, I blómabeöunum sést aldrei illgresi, og runnarnir eru alltaf eins og þeir séu nýkiipptir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.