Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 24

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 24
— Þegar börn leggjast á sjúkrahús, fara þau á mis við mikið. Þau fara á mis við foreldra og heimili og verða að laga sig að breyttum aðstæðum. Þau verða fyrir ýmiss konar likamlegum þjáningum og þurfa að þola með- ferö hjá mörgum ókunnugum aö- ilum. Þegar börn leggjast á sjúkrahús taka þau lika mikið meö sér. Þau koma með lif sitt, gleði og sorg og hræðslu við hið ó- þekkta. Það er þess vegna mikil- vægt fyrir þau að ná sambandi við annað fólk með snertingu, samtölum, list og skriflegri tján- ingu. Börn hafa þörf fyrir að vita, að einhver hlustar á þau og skil- ur. Það er þeim lifsnauðsyn. Undir framangreind orð ritar bandariskur myndlistarkennari, Nancy Lewis i bæklingi, sem fjallar um list til lækninga fyrir börn á sjúkrahúsum. Nancy Lew- is er ung kona, tveggja barna móöir og hefur starfað við Bell- evue sjúkrahúsiði New York und- anfarin ár. Hérna dvaldist hún nokkra daga i júni og tók þátt i ráöstefnu á vegum islenskra sér- kennara i Norræna húsinu, þar sem viö náðum tali af henni. — Ég á tvö börn, og fyrsta barn mitt fæddist vanheilt og lá lang- timum saman fárveikt. Ég eyddi dögum og nóttum með dóttur minni á sjúkrahúsum og komst þá að þvi, hve ópersónulega læknar meðhöndla sjúklinga sina og hversu mikla þörf þeir hafa fyrir náið samband við einhvern. Eftir aö dóttir min hafði gengist undir skurðaðgerð, gat hún ekki grátið i tvo daga, en ég vissi, að hún var bæði hrædd og vonlaus og hafði þörf fyrir að gráta. Að lokum tókst henni að gefa tilfinningum sinum lausan tauminn og grét án afláts, á meðan ég gerði mitt besta til að hugga hana. En hún grét ekki vegna þess að hún fyndi til likamlega, heldur fann hún til andlega. Hún bað mig.um blað og liti og teiknaði mynd. Myndin var af litlu hjálparvana barni, sem átti aö vera hún sjálf. Þegar ég fór að spyrja hana, hvaðhún hefði haft i huga, þegar hún teiknaði myndina, sagðist hún hafa teikn- að lítiö barn, sem vissi ekki, hvar það ætti heima og þráði að kom- ast heim. Þetta lýsti sálarástandi hennar vel. En ég fann henni leið mun betur, og ég fór að gera mér grein fyrir, hversu áhrifarik slik tjáning er fyrir sjúklinga. Dóttir min kom mér á sporið, og nokkr- um árum siðar fór ég að vinna á sjúkrahúsi. — Ég kaus að vinna með börn- um og kenna þeim að tjá sig i myndum og orðum og hjálpa þeim að vinna bug á sálrænum erfiðleikum. Undanfarin ár hef ég unniö á Bellevue sjúkrahúsinu i New York. Mörg börnin, sem ég hef unniö með, koma frá svoköll- uðum „ghettos” þar sem svert- ingjar, puerto ricanar og kinverj- ar búa og aöstæöur eru ömurleg- ar. Börn sem koma frá þessum hverfum eru afskaplega viðkvæm og illa á sig komin andlega vegna félagslegra og uppeldislegra or- saka og eiga þvi enn meira á hættu að verða fyrir andlegurh á- föllum á sjúkrahúsum en börn frá Drengirnir eiga erf itt meö að p 'vfl ’ :1 Ilætt við | I bandariska kennarann öðrum heimilum. Ég reyni að fá börnin til að auka skilning á sjálf- um sér,tjá sig og opna sig tilfinn- ingalega. Ég reyni lika að fá þau til að skilja hvort annað, til að gráta og hlæja saman, fá þau til að láta sér þykja vænt hvoru um annaö, vera vinir. Þetta fær þau til að lita á sjúklingana sem eina stóra fjölskyldu og kemur i veg fyrir að einhver loki sig af. — 1 samskiptum minum við þessi börn hef ég margsinnis rek- ið mig á, hversu drengir, einkum þó úr fátækrahverfunum, eiga erfitt með að láta tilfinningasemi I ljós. Það er oft afar erfitt að fá þá tilaðgráta. Hörð lifsbaráttan i fátækrahverfunum kennir þeim að gráta ekki. Enmeð þviaö setja mig I þeirra spor, fara hreinlega nibur á þeirra plan, tekst mér oft ótrúlega vel að fá þá til að tjá sig. Þaö er ekki hægt að vinna með börnum nema að upplifa þeirra raunveruleika. Með þvi tekst mér aö fá þau til að teikna og segja slna hugsun. — Það er lika mikilvægt að koma á góðu samstarfi meðal barnanna og starfsfólks sjúkra- hússins. Börnin hafa þörf fyrir að tala við lækninn, sem annast þau, og kunna vel að meta, ef hjúkr- unarkonan sýnir þeim ástúð. Mörgum foreldrum reynist lika erfitt að nálgastbörn sin, á með- an þau dveljast á sjúkrahúsum, og ég reyni lika að hjálpa þeim. — Likamlega vanheil börn verða oft fyrir andlegum áföllum. Löng dvöl á hverju sjúkrahúsinu á fætur ööru hefur afar slæmar afleiðingar á andlegt heilbrigði barna. Þau hafa tamiö sér að fela tilfinningar sinar, og slæm reynsla hefur kennt þeim að loka sig inni i skel sinni. Slik böm hafa mikla þörf fyrir að geta tjáð sig, og mér hefur fundist erfiðast að vinna með slikum börnum. En 24 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.