Vikan

Eksemplar

Vikan - 17.07.1975, Side 26

Vikan - 17.07.1975, Side 26
Fyrir rúmum fjörutfu árum flaug fregnin um barnsrán amarins á Leka um allan heiminn. Svanhild Hansen var tæpra fjögra ára og i kringum 19 kiló að þyngd. Stór haföm greip hana og fiaug með hana rúma tvo kilómetra og upp á klettasyllu i 200 metra hæð. Sunnudaginn 5. júni 1932 fór Svanhild Hansen, þá þriggja ára og átta mánaöa, f fyrstu og sföustu flugferöina slna. Þaö geröist á fögrum aum.udegi á eynni Leka i Noröur-Þránd- heimi. Foreldrar hennar hvfldu sig, en yngsta barniö haföi veriö skfrt fyrr um daginn. Svanhild og tveir eldri bræöur hennar voru aö leik á túninu. En strákarnir uröu brátt þreyttir á aö hafa litlu stelpuna á eftir sér og stungu hana af. Svo er ekki meira vitaö. Ekki annaö en Svanhild hvarf. Aö sjálfsögöu er hægt aö gera sér í hugarlund, hvaö gerðist, en erfitt hlýtur aö vera aö imynda sér, hvernig litlu stúlkunni leiö, þegar hún þaut um loftiö i klóm arnar meö þriggja metra vængjahaf. Orninn greip f sjal, sem bundiö var um brjóst hennar. Hann hóf hana á loft. Og flaug langt og hátt. Þegar Svanhild fannst hvergi, uröu foreldrar hennar skelfingu lostnir. Boð voru látin út ganga, o{? menn og konur þustu af stað aö leita. Alls leituðu 200 manns. Hvergi sást tangur né tetur af litlu stúlkunni. Mannsöfnuðurinn nálgaðist Steinafjall. Menn vissu, aö örn átti sér hreiöur þar uppi. En að láta sér detta i hug, að hann hefði tekiö barnið? Nei, þaö gat ekki veriö. Ekki fyrr en einn mannanna sá vasaklút Svanhild viö rætur fjallsins. Stuttu seinna fannst annar skórinn hennar. Þrfr ungir menn tóku að sér aö klifra upp. Hægt og varlega mjökuöust þeir upp snarbratta hliðina. 200 manns stóöu niöri á jafnsléttu og gátu ekki aðhafst neitt nema halda niöri i sér andanum. 1 hópnum v.oru foreldr- ar Svanhild. 26 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.