Vikan

Tölublað

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 32

Vikan - 17.07.1975, Blaðsíða 32
gráklædd kona krjúpandi viö vegarmerkið. Hver gat hafa týnt eyrnalokkn- um, ef það var ekíri Rósa frænka sjálf? Og farþegi Babbits, sem hafði spurt um Saxelby Mill og svo stigiö af vagninum svona langt í burtu, i stað þess að láta hann aka með sig alla leið. Hver gat þaö verið önnur en Rósa frænka? Eftir öll þessi ár , hafði hún komið að krossgötunum og svo» horfið, eins og jörðin hefði gleypt hana og ekki skilið eftir nein merki, nema þennan litla hlut úr gulli í grasinu. Hvers vegna gat hún ekki komið til okk- ar? Það var jafn undarlegt, að hún hafði verið þarna við kross- göturnar, eins og að ekkert skildi spyrjast til hennar siðar. Ég klæddi mig með skjálfandi höndum og flýttimér út i garðinn. Þokuslæðan lá ennþá yfir ánni, en á stöku stað glitti þó i vatnið. Nú var ég alveg viss um, að það haföi verið Rósa frænka, sem hafði komið með Babbit þennan þriðjudagsmorgun. Það hafði verið i dögun á miðvikudegi fyrsta mai, sem Lucy haföi séö hana; og sfðar um daginn hafði stjúpmóðir okkar komið. Ég settist á minn vanastað milli runnanna og reyndi að koma skipulagi á minningar minar frá þessum siðustu tveim árum. En mér fannst þetta allt svo rugl- ingslegt. Ég virti fyrir mér þröst, sem var rétt Við fætur mér og hamaðist á snigilskel, með svo mikilli atorku, að áhugi minn á þessu vaknaði; og þá.....skyndi- lega kom ég auga á lukkusteininn I hrúgu af múrsteinsbrotum. Mér fannst þetta mikið happ og á- byggilega góður fyrirboði. Mark Aylward hafði gefið mér þetta af góðum hug, það hlaut að boða gott, að ég skildi finna þetta i ein- manaleik minum. Ég tók steininn, lagði hann upp að vanganum og svo hélt ég hon- um i lófa mér, svo ég gat séð lif- linuna i gegnum gatið. Þetta var einsog að hitta gamlan og góðan vin. Og mér varð um leið ljóst, hvert ég átti að snúa mér. Ég vissi að Mark gæti hjálpað mér. Traust mitt til Marks og von um skilning af hans hálfu yljaði mér, svo að ég varð alveg-róleg. Ég gekk inn i eldhúsið, ákveðn- um skrefum og fékk mér góöan morgunverð. Svo fann ég gamla tösku, sem faðir minn hafði átt, setti I hana svolitið brauð, kalt kjöt, herðasjal og sokka til skipt- anna. Ég hengdi töskuna á öxl mér og stakk eina gullpeningnum sem ég átti I vasann og lagði svo af stað upp hæðina. Eins og venjulega fannst mér ég geta andað léttar, þegar ég kom upp i hæðina. Það var ekki fyrr en ég kom að runnaflækju rétt ofan við vegarmerkið, að ég fann til einhverra ónota. Það gat veriö kjánalegtaf mér, að setjast einmitt þarna til að hvila mig á þeim stað, sem Cissy hafði séð grátandi konu; en þarna var flat- ur steinn i skjóli, svo að ég tók upp bita úr malpoka mlnum og fékk mér vatn úr læknum, sem sitraöi þarna rétt hjá. Það hlaut að hafa verið Rósa frænka okkar, sem hafði kropið þarna grátandi, aðeins hálftima gang frá okkur, ættingjum sinum. Þessar hugsamr oreyttu eigin- lega eöli feröarinnar. í fyrstu hafði ég lagt af staö , eingöngu i þeim tilg. að finna Mark. En nú fylgdiméreftirhugsuninum þessa konu, sem haföi fariö einmitt þessa leið fyrir tveim árum. Eða höfðu konumar verið tvær? Ég nam staðar og leit yfir þökin á húsunum i Cross Gap, grænu röndina meðfram ánni og kirkju- turninn. Ég skokkaði áfram, gegnum þorpið og svo upp brekkuna. Þeg- ar ég var komin upp á næstu brekkubrún, sneri ég til vesturs. Ég tók eftir þvl,að stór ský hrönn- uðust upp og skuggar þeirra breyttu landslaginu. Um hádegisbilið tók ég upp svo- litinn kjötbita, en gat varla kyngt honum. Vegurinn fram undan var svo óralangur og mér var ljóst að ég hafði ekki lagt nema litinn hluta leiöarinnar að, baki. Það eina sem hélt i mér kjarkinum, var aö ég varð að fá einhverja vitneskju um það, hvað orðið haföi af þessari dularfullu konu; og ég varð ennþá ákveðnari i þvi, að finna Mark Aylward. Ég stóð þvi upp og hélt á bratt- ann. Ég reyndi að telja sjálfri mér trú um, að frá næsta hæðar- ási hlyti ég að sjá Kindlehope. En þar skiptist vegurinn aftur og lá meðfram endalausum hæöar- drögum, þar sem ekki voru nokk- ur vegarmerki og ekkert bar vott um búsetu manna. Hugur minn hvarflaði að dánu konunni, sem hafði fundist i skurðinum. Það var orðið miklu kaldara, enda fór að rigna og eftir stundar- korn var ég orðin holdvot Blautt hárið hékk niður með kinnunum undan hattbarðinu. Ég varð að taka á þvi sem átti, til að mjakast áfram. Ég varð æ daprari og vissi eiginlega ekki hvers vegna mér var svo mikið i mun, að komast til Kindlehope. Ég mundi vel hvað Mark hafði sagt: „Við bjuggum eins og molbúar, en nú er þetta allt annað Hf.” Ég nam skyndilega staðar og minntist þess, að ég haföi séð Mark rlöa að leikfangaborðinu á markaðnum og kaupa brúðu. Það var sennilegt, að Mark væri nú kvæntur. Þessi hugsun svipti mig allri von. Ég var komin að svolitilli laut innan um smávaxin furutré og heiðagróöur. Ég dróst áfram, en svo gafst ég upp á göngunni og hné niður i blautt grasið. Ég man að ég tók upp lukkusteininn og hélt honum i lófa minum og horfði á hann gegnum tárin, sem nú runnu niður kinnar minar. En svo varð allt dimmt. Þegar ég rankaði við mér, sá ég einhverja hreyfingu öðrum megin við mig og sá svo að þetta var fjárhópur. Þegar kindurnar voru komnar allt I kringum mig, fann ég frekar en ég sæi, dökka veru beygja sig yfir mig. — Ellen! Elsku Eilen! sagði rödd, sem ég þekkti svo vel. Ég heyrði einhvern flauta hátt og aörar raddir og skrölt I vagn- hjólum. Svo fann ég að mér var lyft upp af sterkum örmum. Blómaval, garðgróðurhúsið Eigum ennþá til allar stærðir af vinsælu ál-gróðurhúsunum. STÆRÐIR: Breidd 2,54 cm X lengd 1,93 cm. Breidd 2,54 cm X lengd 2,54 cm. Breidd 2,54 cm X lengd 3,16 cm. Breidd 2,54 cm X lengd 3,78 cm. Góðir greiðsluskilmálar. blómouc so Gróðurhúsið v/Sigtún Símar 36770 — 86340 32 VIKAN 29. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.