Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 2

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 2
ISLENSKIR MVNDLISTMRMENN Jóhann Briem listamaður heimsóttur. malar Hann tók á móti mér með útréttri hendi, er hann gekk til móts við mig frammi á gangi. Mér hnykkti dálítið við, því ég hafði ekki séð hann í um 40 ár, síðan ég var hjá honum í skóla. Ég minntist þess að hann hafði ávallt verið dálítið feitlaginn, en svona hafði ég ekki búist við honum. En auðvitað hafði hann elst á þessum árum eins og hver annar, og svipur- inn og fasið var það sama. Jóhann bauð mér til stofu og settist við borð um leið og hann bauð mér vindil og við tókum að rabba saman. Ég kunni strax vel við mig, og einhvernveginn fannst mér eins og ég hefði verið þarna aft áður, þó það væri auðvitað hrein firra. Kannski voru það hús- gögnin, sem gerðu þetta að verkum. Hér Hestar voru allir hlutir vel komnir til ára sinna. Samt engir „antik" munir, sem venjulega eru settir út í horn, þar sem enginn getur notað þá. Hértiiheyrðu allir hlutir daglegu lífi, borgundar- hólmsklukkan úti við vegg og sem ennþá sýndi réttan tíma, bókaskáparnir tveir troðfull- ir af gömlum bókum, um meters löng skjald- Má/verk úr Árnasafni 38. vísa Völsungakviðu innar fornu Svá bar Helgi af hiidingum sem ítrskapaðr askr af þyrni eða sá dýrkáifr, döggu slunginn, er efri ferr öllum dýrum ok horn glóa við himin sjálfan. 2 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.