Vikan

Tölublað

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 6

Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 6
HMRTA- KNÚSMRINN OC DRAUMADÍSIN Þaö er orðið nokkuð langt síðan við höfum séð sænska hjartaknúsarann Jarl Kulle á hvíta tjaldinu hér heima. En áreiðanlega muna margir eftir honum, til dæmis í myndinni Kæri Jón þar sem hann lék með Christine Scollin. Jarl Kulle var lengi eftirsóttur ungkarl, en svo hitti hann sína draumadís, sem hann hefur búið með síðastliðin sex ár. Ast og félagsskapur þarfn ast tima til að geta þróast þann ig að það verði þáðum aðilum til ánægju. Heimilið á ekki aðeins að vera staður þar sem maður segir halló og bless, skiptir um skyrtur og sýður sér egg, segia Jarl Kulle og Anna Nord, sem hafa buið saman i 6 ár. Við lifum á ást og hind berjum iTieð rjóma, segir Jari Kulle Draumadisin min er auð vitað ems og Anna. Kát, indæl og húsmóðurleg Auðvitað hjálpumst við að við husverkin, minna má nú vera. Ég er alltaf boðinn og búinn til að hjálpa til, þ.e.a.s. ef ég hef tíma. Nú ef ég ekki hef tíma, þá hjálpa ég ekki til. Anna og Jarl búa á Gregers- boda búgarðinum í Roslangen í Svíþjóð. Þau hafa búið i pappírs- lausu hjónabandi í 6 ár, eða síðan þau hittust á sviðinu. Leikritið hét ,,Piparsveinsíbúðin”. Hann var frægur og dáður, hún algjör- lega óþekkt. Þetta var stóra tækifærið, segir Anna og á við hlutverkið. En nú býr hún í sveitasælunni og er ,,bara heima” og hugsar um Jarl og hefur lagt alla leik listardrauma á hilluna. - Þegar ég gaf leiklistina upp á bátinn, sögðu illar tungur, að hann hefði hindrað mig frá þvi, sem áður átti hug minn allan, segir Anna. Það er blátt áfram hlægilegt. Einmitt þá hæfði það mér ágætlega að hvíla mig frá leikhúsinu. En ef mér byðist eitt hvað verulega lokkandi, segði ég auðvitað ekki nei. Það kemur fyrir, að ég tek að mér hlutverk, en ég mundi ekki vilja binda mig við leik hús, þvi ég hef um stórt hús og hugsa og fengi bara slæma sam- visku, ef ég gæti ekki sinnt heim- ilinu. Heimilið er okkur allt, segir Jarl. Það er það mikilvægasta í okkar lifi. Það kemur að þvi fyrr eða síðar, að maður óskar sér að eiga einhvern samastað. Allir leita þessa öryggis, sem verður einskonar andlegt akkeri. En ef Anna ákveður nú einn góðan veðurdag, að timi sé kom- inn til að snúa sér aftur að leik- listinni? Kemur hún til með að fá nokkur hlutverk eftir að hafa verið svo lengi i burtu? Er ekki hætta á því að hún gleymist? En Anna er fús til að taka þá áhættu eða hvað — ? Jú, ætli það ekki, segir Anna. Jafnvel hamingjusömustu hjónabönd geta farið út um þúfur, ef hjón eru neydd til að vera langdvölum hvort frá öðru vegna starfsins, og hittast of sjaldan, segir Jarl. Það er heldur ekki gott að bæði séu að flýta sér til vinnu á morgnana. Maður er geðillur, morgunsúr og er að verða of seinn i vinnuna. Þegai hjónin hittast næst, er það að loknum vinnudegi, og þá fara þau í taugarnar á hvort öðru og hafa ekkert til að tala saman um. Það er heldur ekki gott að vera of mikið saman, heldur Jarl áfram, og ákjósarilegast er, að aðeins annað vinni utan heimil- isins. Þess vegna er alltaf svo gaman að kveðjast og alltaf jafn gaman að koma heim aftur. Ég gæti ekki búið með neinum sem ekki tekur lífið alvarlega, segir Jarl. Anna tekur allt alvar- lega, bæði vinnuna, heimilið og mig umfram allt. Það er sagt um Jarl, að hann taki allt mjög alvarlega. Bæði starfið í leikhúsinu og starf sitt sem bóndi. Hann er viljasterkur og þrár og hættir aldrei, fyrr en hann hefur náð sæmilegum árangri. Hann lítur ekki á bóndastarfið sem hlutverk til að bregða sér í milli hlutverkanna i leikhúsinu, heldur lítur hann á það sem sitt annað aðalstarf. Stórir skógar og beitilönd tilheyra Gregersboda- búgarðinum, auk þess sem Jarl rekur hestaræktunarstöð. Fyrir utan leiklistina net' ég aðeins stefnt að einu takmarki í lífinu, og það er að eignast jörð og marga hesta. Ég er hamingju- samur yfir að hafa náð því tak- marki, og ég gleðst yfir hverju nýju viðfangsefni. Og ég hef hugsað mér að halda áfram að leika og hugsa um hestana mína eins lengi og hægt er. En hvað segir Jarl um þjóð- félagið i heild? Þótt hann hallist að því að konan eigi að vera heima, finnst honum jafnrétti milli kynjanna sjálfsagður hlutur. Launamismunur karla og kvenna fyrirsömu vinnu er hróplegt órétt læti að hans dómi. Jarl hefur ákveðnar skoðanir um aðbúnað aldraðra í Svíþjóð. Heimilin geta ekki lengur annast aldrað cg sjúkt fólk. Þegar bæði hjónin vinna úti, verður amma gamla að fara á elliheim- ilið. Þar er allt glerfínt og pússað. Þar er bjart og hreint, gott loft og hreinlætisaðstaða, sjónvarp, mat- ur, músík og skemmtun. EN það er ekki nóg. Það vantar samband- ið milli manneskjanna. Gamalt fólk getur allt eins búið á afskekktu býli úti á landi. Aðalatriðið er að fólki líði vel andlega. Það dýrmætasta þarf enginn að borga fyrir. Sólina, loftið, vatnið, heilsuna og ástina. Það er bara að gera sér það að góðu og vera ekki eins og gráðugir apakettir við kalda borðið. Ef okkur tekst að eyðileggja allar þessar dýrmætu gjafir verður skaðinn aldrei bættur. En þá hann sjálfur? Hver veit nema bak við þessa stroknu fram- hlið leynist eitthvað annað. Eru engar neikvæðar hliðar á honum? Jú mikil ósköp, en ég sýni þær bara ekki, segir Jarl. En mig langar til að gera einkunnarorð revíukóngsins Karls Gerhardts að mínum: ,,Ég lít á sjálfan mig sem manneskju, sem ég reyni með hverjum deginum sem líður að ala dálítið betur upp." — — Þú skalt ekki voga þér að segja móður þinni að halda sér saman, það er í mínum verkahring. 6 VIKAN 12. TBL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.