Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 11

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 11
I NÆSTU lflKU AKASSANUM ÖII höfum lent i því að bíða við kassa í kjörbúð á föstudagssíðdegi, þegar flestir eru að versla til helgarinnar. Mörgum þykir nóg um biðina, en flestir sýna þó skilning og gera sér grein fyrir því, að í ösinni þurfa „kassastúlkurnar” sannarlega að halda á spöðunum til þess að hafa undan og gera enga vitleysu. Við litum inn í þrjár kjörbúðir og rseddum stuttlega við nokkrar afgreiðslustúlkur, aðallega „kassastúlkur”. Viðtölin við þaer birtast í næsta blaði. SJALFSMYND AF HELGA SELJAN Helgi Seljan situr á þingi sem alþýðubandalagsmaður fyrir austurlandskjördæmi og hefur sannarlega í mörgu að snúast. En Helgi er þannig, að hann á bágt með að neita bón, og hann gat heldur ekki neitað Vikunni, þegar hann var beðinn um að svara nokkrum spurningum í þættinum Sjálfsmynd. Eflaust tækju flestir alþingismennn undir þá frómu ósk Helga, sem fram kemur í svari hans við spurningunni um það, hvaða hæfileika hann kysi helst að vera gæddur. Óbrigðulli dómgreind, svaraði Helgi, en svör hans birtast í næstu Viku. MEÐ ÓSKALAGAÞÁTT SJÚKLINGA óhætt mun að fullyrða, að á öllum sjúkrastofum landsins er útvarpið á fullu og öll eyru opin á laugardagsmorgnum, þegar óskalagaþáttur sjúklinga er sendur út. Þægileg kvenmannsrödd les upp kveðjurnar, og við furðum okkur á öllum þeim aragrúa af gunnum og stebbum og jónum og stínum, sem til eru. En hver er hún, konan á bak við mjúku röddina, sem allir hafa heyrt í, en fæstir séð? Vikan rabbaði við Kristínu Sveinbjörnsdóttur nýlega, og viðtalið birtist í næsta blaði. Á FRÍVAKTINNI Margrét Guðmundsdóttir heitir stjórnandi eins af vinsælustu föstum þáttum útvarpsins, Á frívaktinni. Vikan brá sér á hennar fund um daginn og hitti hana fyrir, þar sem hún var að drukkna í loðnubréfum, en loðnuvertíðin og hvalveiðivertíðin eru aðalvertíðir Margrétar að sögn. 1 viðtalinu, sem birtist í næsta blaði, segir Margrét, að oft sé klipið af þeim tíma, sem henni er skammtaður, þegar auglýsingarnar fara fram úr áætlun, og eru ugglaust margir fleiri óánægðir með það. MARGRÉT SEM MÓÐIR OG DROTTNING Þrátt fyrir miklar annir og opinberar skyldur reynir Margrét danadrottning að gefa sér tíma til að vera móðir. Og bústaður drottningarfjölskyldunnar þykir verulega heimilislegur og líkjast fremur raunverulegu heimili en gamalli konungshöll. Bæði Margrét og Hinrik maður hennar gengu í verslanir og völdu húsgögn og annað til heimilisins, en auk þess er það prýtt hinum fegurstu munum, sem þau fengu í brúðargjöf frá ótal aðilum. Við fáum að sjá brot af dýrðinni I næstu Viku. VIKAN Útgcfandi Hilmir h.f. Ritstjóri: Kristín Halldötsdóttir, Blaðamenn: Trausti Ólafsson, Hrafnhildur Schram, Guðmundur Karlsson. Útlitsteiknari: . Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjori: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320-35323. Pósthólf 533. Verð I lausasölu kr. 250. Áskriftarverð kr. 2.800 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, kr. 5.250 fyrir 26 tölublöð hálfsárslega eða kr. 9.800 I ársáskrift. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: nóvember, febrúar, mal.ágúst. 12. tbl. 38. árg. 18. mars 1976 GREINAR: 6 Hjartaknúsarinn og drauma- dlsin. Sagt frá Jarl Kulle og draumadlsinni hans. 16 Sjálf notaði hún aldrei fegrun- arlyf, en græddi ógrynni fjár á því að fegra aðra. Sagt frá Helenu Rubinstein. VIÐTÖL: 2 Meistarinn málar enn. Jóhann Briem listmálari heimsóttur. 24 Sjálfsmynd 5. Gísli Sigurðs- son: Slepptu áhyggjunum, flýttu þér hægt. 26 Ég þakka guði fyrir að vera Leonard Bernstcin. SÖGUR:_____________________ 20 Dibs. Sjöundi hluti framhalds- sögu eftir Virginia M. Axline. 28 Marianne. Sautjándi hluti framhaldssögu eftir Juliette Benzoni. 36 Kjúklingurinn. Smásaga eftir brasillska höfundinn Clarice Lispector. FASTIR ÞÆTTIR:________________ 9 Krossgáta. 12 Póstur. 19 Tækni fyrir alla. 30 Stjörnuspá. 34 Babbl. Þáttur í umsjá Smára Valgeirssonar. 37 Meðal annarra orða: Flamenco og freðýsa. 38 Á fleygiferð. Þáttur I umsjá Árna Bjarnasonar. 40 Draumar. 41 Matreiðslubók Vikunnar I um- sjá Drafnar Farestveit. ÝMISLEGT:______________ 14 Poplistin I Listasafninu. 12. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.