Vikan - 18.03.1976, Blaðsíða 13
ráðs handa brókarsjúkum ungling-
um. En nóg af þessu í bili.
Gætir þú ekki sagt mér heimilis-
fang einhvers skosks blaðs?
Hvaða menntun þarf maður að
hafa til að komast í stýrimanna-
skólann og hvað þarf maður að vera
orðinn gamall?
Hvað er það langt nám?
Jæja, Póstur góður, ég vona að
þetta bréf lendi ekki í körfunni.
Og svo það síðasta: Hvað lestu úr
skriftinni?
Fyrirgefðu villurnar.
Góða framtíð, Póstur góður.
Ein, sem hatar nakta kaktusa.
Ekki er Póstinum fullkomlega
Ijóst hvaó þú átt við með nakta
kaktusnum,—skeggvöxt Smára eða
ritfcerni. Orðalag þitt um kaktustnn
er nokkuð loðið. Réttast hjá þér
hefði verið að skrifa Smára sjálfum
kjarnyrt skammabréf, honum þykja
þau svo dcemalaust skemmtileg.
Ekki er ég sammála þér um ásta-
mál unglinganna, hvað þá að brók-
arsótt sé réttnefni á pennavinum
Pðstsins. Það getur ekki talist neitt
undur þótt þessi mál vefjist fyrtr
mörgum unglingum, eins og
frceðslu í þeim efnum hefur venð
háttað til skamms tíma. Það vcert
Póstinum mikil gleði, ef svör hans
hefðu hjálpað i stöku skipti. Gali-
inn er sá, að yfirleitt fcer Póstur-
inn sjaldnast hréf, þar sem annað
hvort svör hans eru gagnrýnd eða
honum sagt, að þau hafi komið
bréfritara að nokkru haldi. Hvort
tveggja vceri ceskilegt, _ svona af
og til.
Skrifaðu til: SCOTCHMAN
20. NORTH BRIDGE EDEN-
BOURGH SCOTLAND. Það er eitt
stcersta dagblað í Skotlandi.
Til að komast t undirbúnings-
deild stýrimannaskólans þarf sautj-
án mánaða sig/ingareynsiu eftir
fimmtán ára aldur. Inngönguskil-
yrði í fyrsta bekk skólans er hins
vegar tuttugu og fjögurra mánaða
siglingatími og gagnfrceðapróf.
Skriftin lýsir nokkurri óþolin-
mceði, ncemu skopskyni og hvat-
vísi.
Villurnar. Já, þœr eru nokkuð
margar. Stafsetning er alls ekki eins
flókin og margir halda. Aðalregl-
urnar gcetir þú lœrt á nokkrum
kvöldum, __góða skemmtunl
Hvers vegna hatar þú nakta
kaktusa? Þeir verka mun vinalegar
á Póstinn en þeir sem alþaktir
eru broddum.
Sigurður Ómar Asgrtmsson, Hafn-
arbyggð 22, Vopnafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við stráka og stelpur
á aldrinum 14-16 ára. Er sjálfur
16 ára.
Sólrún Björk Björgvinsdóttir, Fag'ra-
dalsbraut 9, Egilsstöðum óskar eftir
að skrifast á við stráka og stelpur
á aldrinum 14-15 ára. Hún er sjálf
að verða 15 ára og hefur engin
sérstök áhugamál.
Margrét Sólveig Halldórsdóttir,
Hjarðarhltð 8, Egilsstöðum, óskar
eftir bréfaskiptum við stráka og
stelpur á aldrinum 15-16 ára. Aðal-
áhugamál cru ferðalög, böll og frí-
merkjasöfnun. Mynd óskast með
fyrsta bréfi.
He/ga Magnúsdóttir, Arnarhóli,
Sandgerði og Ragnhildur Ölafsdótt-
ir, Hlíðargötu 31, Sandgerði óska
eftir pennavinum. Þær eru 14 ára.
og svara öllum bréfum, bæði frá
strákum og stclpum.
Þorgerður Þráinsdðttir, Ennisbraut
12 Ölafsfirði óskar eftir að komast
í bréfasamband við stráka og stelpur
á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál
hennar eru sund, dans, poppmúsík
og fleira.
Aðalsteinn Stefánsson, Stórholti
II, Akureyri óskar eftir pcnnavin-
um á aldrinum 14-15 ára.
Guðbjörg Grétarsdóttir, Lönguhlíð
I F, Akureyri óskar eftir bréfa-
sambandi við stráka á aldrinum 15-
16 ára. Áhugamál eru rnargvísleg.
Jack Walmsley, 6939 N. Hamil-
ton Avenue, Chicago, I/linots
60643. Hann er 35 ára gamall.
Áhugamál hans eru skíðaferðir,
lestur og ferðir til sérstæðra staða.
Dimplex
OLÍUFYLLTIR
RAFMAGNSOFNAR
Báöar tegundir ofnanna hafa öryggisstraumrofa,
sem kemur í veg fyrir, að ofninn geti ofhitað og
getur hann því ekki brennt föt eða klæði.
Á hverjum ofni er sjálfvirkur hitastillir, sem lagar
sig eftir lofthita herbergis, en ekki eftir yfirborðs-
hita ofnsins.
Ofnarnir eru— sérstak-
lega hentugir, þar sem
næturhitun veröur viö-
komiö, og kemur þá spar-
neyti þeirra mjög vel í
Ijós.
VANGURHE
_ VESTURGÖTU10 SÍM119440 & 21490 REYKJAVIK
Vinsamlegast sendlð mér verð og myndalista um
Dimplex raf magnsof na.
Nafn.
Heimlll8fang.
Sendist! Vángur H.F. Vesturgötu 10, Reykjavík.
12. TBL. VIKAN 13