Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 21
— Það þykir mér vænt um að
heyra, sagði ég.
— Það stóð flýttu þér að láta
þér batna. Það stóð þér þætti
leiðinlegt, að ég gat ekki komið.
— Já, alveg rétt.
— Ég varð hrifinn af gæsarung-
unum, sem þú sendir mér. Þeir
voru alveg eins og vorið. Fallegir
gæsarungar. Pabbi sagði, að þeir
myndu róta sig, ef þeir stæðu
nógu lengi í vatni, og þá gæti
ég plantað þeim I garðinum. Hann
sagði. að kannski gætu þeir orðið
há tré. Heldurðu það virkilega?
spurði Dibs.
7
Framhaldssaga
eftir
Virginia M.
Axline.
— Þú segir, að pabbi þinn hafi
sagt það. Hvað heldur þú sjálfur?
spurði ég.
— Ég held það sé rétt hjá honum
sagði Dibs. — Og ég ætla að reyna
þetta, þá veit ég, hvort það var rétt.
— Þannig geturðu komist að því,
sagði ég.
Athugasemd föðursins vakti
áhuga minn. Það var erfitt að segja
til um, hvort þetta samtal benti
til, að faðirinn væri að reyna að ná
sambandi við Dibs á nýjan hátt —
eða hvort hann hefði ítrekað reynt
að útskýra ýmislegt fyrir Dibs
þótt drengurinn hefði aldrei sýnt
nein viðbrögð við útskýringum
hans. Eins og Jane hafði gert I
skólanum. Eins og Jake hlaut að
hafa gert svo oft, þegar Dibs ,,bara
sat þegjandi.” Hvað sem því leið
hafði Dibs sagt mér rólega og
„þurrlega” frá þessu.
— Hvað sagðir þú, þegar pabbi
þinn sagði þér þetta? spurði ég í
von um að ná tangarhaldi á ein-
hverju, sem gæti komið að haldi
við að greiða úr\ þessari flækju.
— Ég sagði ekki ncitt. svaraði
Dibs. —Ég bara hlustaði.
— Farðu úr skónum, Dibs. skip-
aði hann sjálfum sér.
Hann fór úr skónum. Hann fvllti
þá af sandi, mokaði sandinum
markvisst í skóna með skóflu.
Snögglega stökk hann á fætur,
hljóp út úr sandkassanum og opn-
aði dyrnar á leikherberginu. Hann
teygði sig í skiltið, tók það niður,
kom aftur inn í herbergið, lokaði
dyrunum, og rétti skiltið fram.
— Hvað er þjálfun? spurði hann.
Ég varð steinhissa. — Þjálfun?
sagði ég. — Tja, leyfðu mér að
hugsa mig svolitla stund.
Af hverju spurði hann að þessu?
Hvaða svar myndi hann skilja?
— Það þýðir eiginlega, að fólk
má koma hingað og leika sér ot
tala alveg eins og það vill, sagði
ég. — Hér ...'■’a allir vera eins og
þeir vilja. Hér mc6_ allir vera þeir
sjálfir. Þetta var skásta skýring.