Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 22

Vikan - 18.03.1976, Qupperneq 22
sem mér datt I hug I augnablik- inu. Hann sneri skiltinu við. —Ég veit, hvað þetta þýðir, sagði hann. — Gcrið svo vel að trufla ekki þýðir, að allir eiga að vera svo góðir að láta þau í friði. Ekki trufla þau. Ekki fara inn. Ekki banka heldur. Bara láta þau vera, bæði. Þessi hlið þýðir að þau séu hér. Og þessi hlið þýðir, að það eigi að láta þau vera, bæðií Svona er það. — Já. Svona er það. Einhver gekk eftir ganginum. Dibs hlustaðí á fótatakið. — Það gengur einhver eftir ganginum, sagði hann. — En þetta er herbergið okkar. Hann kemur ekki hingað, er það? — Ég býst ekki við því, sagði ég. — Þetta er bara fyrir mig, er það ekki? Bara fyrir mig? Ekki fyrir neina aðra. — Þetta herbergi er ætlað þér á þessum tíma einu sinni í viku, sagði ég. — Fyrir Dibs og fröken A, sagði Dibs. — Ekki bara fyrir mig. Líka fyrir þig. — Okkur bæði, sagði ég. Dibs opnaði dvrnar. — Ég ætla að setja skiltið á sinn stað aftur, sagði hann. —svo þau trufli okkur ekki. Hann setti skiltið á hurðina og lokaði siðan. Hann brosti ánægju- lega. Hann gekk að teiknigrind- inni. — Dibs, finnst þér þú ættir að fara í skóna og sokkana aftur fyrst þú ert ekki lengur i sandkassanum? spurði ég. — Jú, sagði Dibs. — Ég, sem er búinn að vera með mislinga og allt hreint. En fyrst sokkana og svo skóna. — Já, auðvitað. Sagði ég skóna og sokkana?spurði ég. — Já, sagði Dibs. Hann brosti. Og svo þegar hann var kominn aftur í sokka og skó og hafði hnýtt skóreimarnar vandlega, fór hann aftur upp í sandkassann. — Þegar ég var með mislingana, varð ég að liggja i rúminu, sagði hann. — Og það var dregið fyrir gluggann og það var svo dimmt ,inni. Og ég gat ekki lesið, ekki tciknað, ekki skrifað. . — Hvað gerðirðu þá? spurði ég. — Þau spiluðu plötur fyrir mig. Og mamma sagði mér nokkrar sögur. Ég á ósköpin öll af ævin- týrum á plötum og ég hlustaði á þau öll aftur og aftur. En mér þykir mest gaman að söngplötunum mín- um. Og mig langaði til að lesa í bókunurr) mínum. — Þér þykir gaman að lesa? — Já. Voða gaman. Og mér finnst gaman að skrifa sögur og ævintýri um það, sem ég sé og hugsa. Mér finnst líka gaman að teikna. En skemmtilegast finnst mér að lesa. — Hvað finnst þér gaman að lesa? spurði ég. — Hvernig bækur áttu? — Ó, ég á alls konar bækur Ég á bækur um fugla og dýr og tré og blóm og steina og fiska og fólk og stjörnur og veðrið og tvær bækur með samtölum og eina orða- bók — myndaorðabókina mína, sem ég er búinn að eiga mjög lengi. Og svo er stóra alvöru orða- bókin, sem pabbi átti fyrst. Ég á margar stórar bókahillur fullar af bókum. Og nokkrar gamlar ævin- týrabækur. En mér finnst mest gaman að bókunum um náttúruna. En mér þykir samt kortið, sem þú sendir mér, betra en allar bækurn- ar. Ég fékk að hafa það hjá mér í rúminu. Ég fékk að opna umslagið sjálfur, Ég fékk að lesa það fyrst sjálfur. Og ég fékk að hafa það hjá mér og lesa það aftur og aftur. — Þú lest mikið? — Já. Oft og mörgum sinnum hef ég ekki gert neitt annað lengi lengi, sagði Dibs. — Og mér finnst það gaman. Mér finnst gaman að lesa um það, sem ég sé. Og mér finnst gaman að sjá það, sem ég hef lesið um. Ég á alls konar steina og lauf og skordýr og fiðrildi, sem eru sett á nálar. Og ég á batterí og myndavélar. Stundum tek ég myndir af einhverju úti í garðinum. Og af trénu utan við gluggann minn. Það er verst, að myndirnar, sem ég tck, cru ekki nógu góðar. Það eru betri myndir, sem ég teikna. En ég kann betur við mig í leikherberginu þínu, sagði hann og kinkaðí kolli til áherslu. — Kanntu betur við þig hér en í lcikherbcrginu þínu? Er þetta hcr- bergi ekki allt öðru vísi? — Jú, sagði Dibs. — Allt, allt öðruvísi. Ég spurði hann ekki frekar. Víst voru öll þessi smáatriði athyglis- verð, cn þau skýrðu ckki, hvernig hann. hafðí lært að lesa og stafa. Samkvæmt öllum kenningum um námsferli átti hann ekki að vera fær um að læra lestur fyrr en hann gat tjáð sig munnlega I orðum. En það lék enginn vafi á því, að Dibs kunni bæði að skrifa og lesa, og það svo vcl, að með ólíkindum var miðað við hans aldur. Kirkjuklukkurnar fóru að slá. Dibs sneri sér við og leit á mig. — Ó, nú skaltu hlusta, sagði hann. — Klukkan er að verða fjögur. Núna! Hann taldi klukkuslögin. — eitt, tvö, þrjú, fjögur. Hvað mikið lengur? spurði hann. — Fimmtán mínútur, sagði ég. -— Stundum eru mínúturnar glaðar, sagði hann. — Og stundum eru þær hryggar. Stundum er tím- inn glaður og stundum er hann hryggur. Hann opnaði gluggann og beygði sig út um hann. — Ó, svo fall- egur dagur! sagði hanq. — Ó, svo skemmtilegur dagur! Himinn- inn er svo blár! Fuglarnir fljúga. Ó, heyrirðu í flugvélinni? Káta flugvélin flýgur í vestur. Ó, en glað- ur fugl! Ó, Dibs er svo glaður! Ó, Dibs er með gæsarungana til þess að gróðursetja og sjá þá vaxa. Ó, Dibs, segðu mér, hve þú ert glaður! Hann sncri sér við og horfði á mig. — Ég er svo glaður, að ég ætla að skyrpa út um gluggann, áður en ég loka honum! kallaði hann. Og hann gerði það. — Þegar kirkjuklukkurnar hringja aftur, verður kominn tími til að fara, sagði ég. Hann horfði á mig. — Hvað eru margar mínútur eftir? spurði hann. Ég sk,rifaði tölustafinn fimm á pappírsmiða og hélt honum þannig að hann sá stafinn. Hann leit á miðann og hló. Hann tók blýant- inn minn, beið nokkrar sekúnduf og skrifaði svo tölustafinn fjóra, beið aftur, skrifaði þrjá, beið enn, skrifaði tvo, beið aftur, skrifaði einn. —; tími til kominn að fara hieim, hrópaði hann hátt. — Kirkjuklukkurnar hafa bara ekki hringt! — Þú varðst á undan kirkju- klukkunni, sagði ég. Strax á eftir fóru klukkurnar að slá. — Hlustaði, Dibs, sagði ég. — Já, sagði Dibs. — Klukkan slær eitt. Nú eru þrír tímar þangað til klukkan verður fjögur. — Dibs, vertu ekki að bulla, sagði ég. — F.rtu að reyna að gabba mig? Er ekki kominn heimferðar- tími? — Jú, sagði Dibs. — En við getum þóst að klukkan sé eitt. — Myndi það breyta tímanum, ef við þættumst, að klukkan væri eitt? spurði ég. — Nei, sagði Dibs. — Það er hægt að þykjast á tvennan hátt. — Hvernig þá? spurði ég. — Það er bæði hægt að þykjast svoleiðis, að allt sé í lagi, og svo er líka hægt að þykjast heimsku- lega. — Ég á að fara til læknis- ins I dag. Við förum til læknis- ins hérna rétt hjá. En við komum hingað fyrst, skilurðu, því að mig langaði það svo, og mamma sagði, að það væri allt I lagi, því að hún sagðist hafa spurt þig, og þú hefðir sagt, að þú hefðir fengið misling- ana. En kannski læknirinn hefði sagt nei. Mér varð aftur hugsað til þess, hvaða ályktanir ég gæti dregið af þessum samtölum við Dibs. Ýmis- legt benti til þess, að Dibs væri nú tekið með meiri skilningi og virð- ingu heima, og honum væri sýnd meiri tillitssemi en áður. Það leit meira að segja út fyrir, að ,,pabbi" hefði dregið sig út úr skel sinni og sýndi honum svolítið hlýrra viðmót. Þau höfðu ugglaust séð um, að nóg væri af viðfangsefnum handa drengnum til þess að hæfileikar hans gætu þroskast, Þau höfðu greinilega reynt að ná sambandi við hann og kennt honum ýmis- legt. En það var mjög erfitt að gera sér grein fyrir því, hvernig þau gátu haldið, að þetta barn væri vangefið, en um leið fengið honum leikföng og bækur sem voru miklu erfiðari en meðalgreind börn á Dibs aldri, réðu við. Þau hlutu að hafa vitað, að vandamál Dibs stöfuðu ekki af greindarskorti. En hver var orsökin fyrir þessum tveim- ur ólíku atferlismunstrum hans — þar sem annað sýndi óvcnjulega greind en hitt mikinn vanþroska. Dibs var mjög ánægður á svip, þegar hann kom inn I leikherberg- ið í næstu viku. — Mamma kemur kannski svolítið scinna að sækja mig I dag, sagði hann. — Já, ég veit það. Hún sagði mér frá því I gærkvöldið, svaraði ég' — Hún þurfti að skreppa, sagði Dibs. — Hún sagði, að ég gæti alveg bcðið eftir henni. Hún sagð- ist hafa talað um það við þig. — Það er rétt, sagði ég. Hann gekk um leikherbergið og

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.