Vikan - 18.03.1976, Side 26
oaKKa cuo
VERU LEOMURD
Eftirfarandi viðtal við tónmeistarann Leonard Bernstein átti
blaðamaður nýlega við hann í Salzburg, þar sem hann
stjórnaði hátíðaflutningi á 8. sinfóníu austurríska tónskálds-
ins Gustavs Mahlers.
— Að stjórna, segir meistarinn,
— Það er eins og ástaratlot. Sam-
band mitt við hljómsveitir og
söngvarar hefur ætíð verið eins
konar ástarsaga. Við syngjum,
spilum, öndum saman — samein-
umst. Eitt augnatillit mitt, ein lítil
hreyfing, og ég fæ samstundis
svar. Fólk getur ekki komist í
nánara samband hvert við annað.
Hann er talinn einn besti mahl-
erstjórnandi nútímans. Finnst
honum hann eiga eitthvað sam-
eiginlegt með Gustav Mahler, sem
lést árið 1911?
— Mörgum finnst ég líkjast
Mahler. Tveir menn hafa sagt við
mig hvor í sínu lagi, að þeir viti,
að ég sé Mahler endurfæddur.
Þeir eru spíritistar — hræðilegir og
óraunsæir. Einn hljóðfæraleikar-
inn í sinfóníuhljómsveitinni í Bos-
ton sagði við mig: Þér þekkið mig
ekki, en ég hef þekkt yður áður.
Þér voruð Gustav Mahler.
— Finnst yður þetta hlægilegt?
— Nei, svarar Bernstein alvar-
lega. — Ég hef komið í sumarhús
Mahlers í Kántern. Og allt í einu
fannst mér allt svo kunnuglegt
þar. Það var eins og ég þekkti þar
hvern krók og kima.
— Mahler var rómantískur.
Eruð þér það einnig?
— Já, að sjálfsögðu.
— Mahler var oft niðurdreginn.
Eruð þér það einnig?
— Honum hættir stöðugt við
þunglyndi, og mér líka — svolítið.
Ég skil hann vel. Sýnir hans og
persónuklofning. Ég sé einnig
sýnir. Hann lifði við stöðugar
andstæður og spennu — spennu
milli gyðinga- og kristindóms, milli
einfalds lífs og íburðar, milli Vínar
og New York.
— Og þér finnið einnig til
þessarar spennu?
— Já, já. Annars er ég þolin-
móður maður. Gyðingdómurinn
kennir, að maður verði stöðugt að
viðurkenna andstæð sjónarmið.
Það geri ég. Andhverfan er einnig
sönn. Það eru engar spurningar
eða vandamál til, sem ég sé ekki
tvær hliðar á. Þess vegna er ég
mjög frjálslyndur, en þetta veldur
mér einnig mikilli kvöl. Hamlet var
með sama marki brenndur, og
hann þjáðist líka.
— Eigið þér við, að þér þjáist?
— Mjög oft. Öll tónlist er mér
leit að meiri trú, meiri ást, meira
öryggi. Umfram allt þó mín eigin
tónverk.
— Finnst yður austurríkismenn
ekki of bundnir hefðum í tónlistar-
lífinu?
— Fyrstu tónleikar mínir í
Salzburg voru mózartstónleikar.
Mér var það mikill fengur að fást
við Mozart hér í Salzburg. Einn
gagnrýnandinn komst svo að orði:
Nú vitum við, að það er hægt að
leika Mozart á margan hátt. Þessi
orð urðu mér til mikillar ánægju.
Ég fór nýlega í hús Mozarts og lék
á flygilinn hans í margar klukku-
stundir. Ég gat ekki hætt.
Felicia kona Leonards er frá
Chile og var sjónvarpsstjarna þar í
landi, áður en hún giftist Leonard
fyrir 24 árum.
— Ég er löngu hætt að geta
sungið, segir hún.
— Þú syngur að minnsta kosti
betur en ég, segir Bernstein.
— Ég syng alltaf falskt. Ég skil
það ekki. Ég hugsa tónana hár-
rétta, en kem þeim ekki ófölskum
frá mér.
— En eru börnin músíkölsk?
— Nei, segir sonurinn Alex-
ander, sent leggur stund á sagn-
fræðinám. — Við höfum öll lært
smávegis að spila á píanó, en
ekkert okkar getur spilað neitt,
nema helst Nina. Hún spilar
svolítið.
— En þið hljótið að tala um
tónlist!
— Hann talar, segja systurnar
einum rómi og benda hlæjandi á
föður sinn.
Þessi frægi tónlistarmaður virð-
26 VIKAN 12. TBL.