Vikan

Eksemplar

Vikan - 18.03.1976, Side 36

Vikan - 18.03.1976, Side 36
KJÚKLINGURINN Hún var sunnudagskjúklingur, enn á lífi einvörðungu vegna þess, að klukkan var ekki orðin níu. Hún virtist vera í fullkomnu jafnvægi. Frá því kvöldið áður hafði hún legið úti í horninu á eldhúsinu. Hún leit ekki á neinn, og enginn virti hana viðlits. Þegar þau völdu hana úr hópnum, þreifuðu þau vandlega á bringunni og lærun- um, en þau gátu samt ekki gert sér almennilega grein fyrir því, hvort hún var vel í holdum eða mögur. Engum hafði dottið í hug, að hún yrði til vandræða. Því kom öllum það mjög á óvart, þegar hún breiddi út per- visna vængina, þandi út brjóstið og flögraði upp á skjólvegginn á veröndinni hjá nágrannanum — þurfti að vísu tvær atrennur til. Þar hikaði hún andartak, en tók sig svo þunglamalega á loft og náði fótfestu á þakinu. Þar tvísté hún eins og ónýtur vindhani. Fjölskyld- an stóð fyrir neðan og starði á hádegisverðinn sinn við hliðina á reykháfnum. Heimilisfaðirinn, sem gerði sér Ijósa grein fyrir nauðsyn hæfilegrar hreyfingar og enn betri grein fyrir því, að matur er mannsins megin, klæddist í skyndi baðfötum sínum og ákvað að veita kjúklingnum eftirför. Var- lega klifraði hann upp á þakið og nálgaðist kjúklinginn. Kjúklingur- inn beið átekta, en flögraði því næst hikandi undan böðli sínum. Eltingaleikurinn hófst fyrir alvöru, og báðum aðilum hitnaði í hamsi. Þau stukku af þaki á þak, og brátt voru þau komin á enda húsa- lengjunnar. Kjúklingurinn barðist fyrir lífi sínu og varð að taka skyndilega ákvörðun upp á eigin spýtur. Húsbóndanum þótti held- Smásaga eftir brasilíska höfundinn Clarice , Lispector Suður-amerískar bókmenntir eru lítt kunnar hérlendis, enda hefur mjög lítið verið þýtt af þeim á íslensku. Hér birtist smásaga brasilísku skáld- konunnar Clarice Lispector, sem fjallar á gamansaman hátt um líf kjúkl- ings. Portúgalska er þjóðtunga brasilíubúa og Lispector skrifar á því máli, en íslenska þýðingin er gerð eftir enskri þýðingu sögunnar. ur betur gott til veiðar og hugðist hreint ekki láta bráðina ganga sér úr greipum. Hún stóð alein uppi í heiminum, foreldralaus einstæðingur. Á flótt- anum flögraði hún ýmist upp á mæni eða niður undir þakskegg svo henni gafst tími til að kasta mæðinni meðan ógnvaldur henn- ar klifraði með erfiðismunum upp og niður þakið. Þá leit hún út fyrir að vera svo frjáls. Svolítið heimsk kannski og um- komulaus, en frjáls. Ekki eins sig- urviss og svartbakur eða hrafn hefði verið, en frjáls fugl eigi að síður. Hvað var það eiginlega í fari hennar, sem gerði hana að sjálf- stæðri veru? Getur það yfirleitt átt sér stað, að kjúklingur sé sjálf- stæður einstaklingur? Hafa ber í huga, að kjúklingur er ekki sjálf- stæður í þeim skilningi, að hann taki sjálfur afgerandi ákvarðanir um framtíð sína. Hún gerði sér þetta Ijóst, og þar sem hún trúði sjálf ekki meira en svo á flóttatil- raun sína, var flótti hennar enn örvæntingarfyllri en ella. Hún var viss um það eitt, að ef hún dæi fæddist annar kjúklingur í hennar stað, nákvæmlega eins og hún, og hún yrði eitt með honum. Loks, þegar hún uggði ekki að sér eitt andartak, var hún gripin. Fiðrið á henni aflagaðist allt, þegar húsbóndinn greip þéttings- fast um hálsinn á henni og niður á brjóstið. Hann bar hana sigri 36 VIKAN 12. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.